Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Qupperneq 47

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Qupperneq 47
úrskurðaraðili teljist gerðardómur. Svo er t.d. í 11. gr. laga 76/1982 um lyfjadreifingu en ákvæðið kveður m.a. á um það að viðtakandi lyfsala og fráfarandi lyfsala geti verið skylt við aðilaskipti að hlíta gerðardómsúrlausn um ágreining sem rísa kann á milli þeirra um kaup vörubirgða lyfjabúðar eða húseignar þeirrar sem lyfjabúð er í. Þá má hér og nefna 19. gr. laga 18/1976 um bótaábyrgðarfélög en samkvæmt greininni úrskurðar gerðardómur um tiltekin ágreiningsefni milli félags og skipseiganda, milli félaga sem endurtryggja hjá Samábyrgðinni og milli félaganna og Samábyrgðarinnar. Loks má hér nefna 7. gr. laga 11/1928 um varnir gegn því, að gin- og klaufaveiki og aðrir alidýrasjúk- dómar berist til landsins, sbr. nánar hrd. 1970 908. Gerðardómslögin gilda ekki um þessa úrskurðaraðila heldur viðkomandi heimildarlög. Þess ber þó að gæta að oft hafa heimildarlög fábrotnar reglur að geyma um skipan gerðarmanna, málsmeðferð og önnur atriði. Því má vera að unnt sé að beita ýmsum meginsjónarmiðum gerðardómslaganna eftir því sem við á. Lögbundnir gerðardómar eru að jafnaði úrskurðaraðilar á sviði stjórnsýslu. Þeir lúta því fyrst og fremst þeim reglum sem þar gilda. Þetta getur a.m.k. stundum leitt til þess að aðrar reglur verði taldar gilda um þá, heldur en um samningsbundna gerðardóma m.a. þegar reynir á ógildingu þeirra. T.d. má vera að þessir úrskurðaraðilar hafi ekki jafn mikið svigrúm til þess að túlka og beita lögum eins og þegar um samningsbundna gerðardóma er að ræða (sjá nánar m.a. hrd. 1943 188 og hrd. 1952 596). Sömu sjónarmið kunna einnig að gilda um þá aðferð sem beitt er við málsmeðferð. 2.5. Aðrir úrskurðaraðilar Lög 53/1989 eiga því aðeins við að réttarágreiningur sé með aðilum. Dómsvald gerðardóma er því háð sömu takmörkunum og dómsvald dómstóla að þessu leyti. Þetta er eðlilegt þegar til þess er litið að gerðardómar eru aðfararhæfir eins og dómar og úrskurðir hinna almennu dómstóla. Sumir úrskurðaraðilar fjalla ekki um réttarágreining heldur um ýmiss konar matsatriði eða ákvarðanatöku þar sem ekki reynir á túlkun og gildi réttarreglna. .Þessir aðilar eru engu að síður stundum í daglegu tali nefndir gerðardómar. Þannig er stundum talað um gerðardóma þó að deiluefnið sé aðeins það hvort aðilar eigi að fá meira eða minna kaup í tiltekinni kjaradeilu. Það leiðir ennfremur af 1. gr. gerðardómslaganna að gert er ráð fyrir því að aðilar feli tilteknum úrskurðaraðila að skera endanlega úr deiluefni. Þess vegna teldist það ekki gerðarmeðferð ef A og B fælu C að láta uppi sérfræðilega skoðun á tilteknu atriði sem ágreiningur væri um ef þeir ætluðu ekki að vera bundnir við slíka skoðun. Gerðardómslögin taka ekki til slíkra úrskurðaraðila. Þó má vera að ýmsum meginsjónarmiðum laganna megi beita um þá, t.d. 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.