Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Side 110

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Side 110
kosti ekki sýna skynsömum einstaklingum virðingu eina ástæðan sem er nægi- leg til að réttlæta refsingu. Ríkið verði að refsa manni ef og aðeins ef það er besta leiðin til að gera hann ábyrgan fyrir gerðurn sínum, viðurkenna gildi/verð- mæti brotaþolans eða til að lýsa vanþóknun á virðingarlausri framkomu. Hér í upphafi var sett fram sú fullyrðing að aðferð, sem gæti staðið undir því að réttlæta refsingu ríkisvaldsins, yrði að geta sýnt með óhrekjandi hætti að lágmarkskröfum okkar um réttlæti væri fullnægt. Lágmarkskrafan er sú að sýnt sé að refsa beri öllum þeim og aðeins þeim sem með saknæmum hætti hafa brotið gegn sanngjörnu lagaákvæði. Þegar betur er að gáð lenda menn í vandræðum með að sýna fram á, með vísan til allra leikslokakenninganna og þeirra endurgjaldskenninga sem hér að framan hefur verið fjallað um, að það eigi að refsa öllum þeim og aðeins þeim sem brotið hafa gegn réttlátu lagaákvæði. Hugum nú betur að virðingarkenn- ingunni. 7. KENNINGIN UM VIRÐINGU FYRIR EINSTAKLINGUM 7.1 Virðingarkenningin Virðingarkenningin um réttlætingu refsingar er afar athyglisverð því að hún, ein framkominna aðferða til að réttlæta refsingu ríkisvaldsins, virðist í raun geta staðið undir þeirri fullyrðingu að refsa beri öllum þeim og aðeins þeim sem með saknæmum hætti hafa brotið gegn réttlátu lagaákvæði. Þessari kenningu verður því ekki hafnað án þess að hún sé athuguð betur. Grundvöllur virðingarkenningarinnar er að ekki megi niðurlægja skynsamar verur. Hver maður á rétt á því að með hann sé farið sem skynsama veru, sem mann, og af því leiðir skyldu til að sýna fólki virðingu. Það er meginatriði að hver maður eigi því rétt á því að honum sé sýnd virðing sem skynsamri veru. Viðurkenning þessa réttar einstaklingsins er ekki ný af nálinni en hann hefur ýmist verið talinn hluti náttúrulegs réttar eða grundvallarmannréttindi. Rétt- læting á refsingu ríkisvaldsins með vísan til þessa réttar byggist á því að við eig- um rétt á refsingu, brotamaðurinn, fómarlambið og þjóðfélagið í heild, eins og að framan er rakið. I upphafi var vikið að tveimur útgáfum af skilgreiningu á hugtakinu refsing. Annars vegar er sígilda skilgreiningin og hins vegar skilgreining sem bætir við skilyrði um fordæmingu þjóðfélagsins á hegðun brotamannsins. Síðari útgáfan, kennd við Feinberg, telur viðurlög, t.d. sektarrefsingar, ekki til refsinga þar sem beiting þeirra lýsi ekki nægilega afgerandi vanþóknun á hegðun brotamannsins. Fangelsisrefsingin uppfyllir hins vegar þetta skilyrði. Til þess að lýsa yfir van- þóknun á hegðun brotamannsins er hann niðurlægður, vanþóknun lýst á brota- manninum sjálfum. Ef notuð er skilgreining Feinbergs á hugtakinu refsing virðist réttlæting refs- ingar alfarið byggð á kenningunni um að það eina, sem réttlæti refsingu ríkisins, sé að refsing sé besta aðferðin til að fordæma framkomu sem er siðferðilega röng (censure theory). Refsingin er tjáningarmáti þjóðfélagsins. 362
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.