Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 5

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 5
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Bjarni Kr. Grímsson, fiskimálastjóri: Smábátaútgerð r á Islandi m leið og smábátar eru nefndir koma fólki fyrst í hug deilur um fisk og kvóta. Og fátt hefur verið umdeildara á síðustu árum en útgerð smábáta í því fiskveiðistjórnunarkerfi sem gildir hér á landi. í raun er þetta ekki skrítið þar sem fáir einstakir hópar í okkar þjóðfélagi hafa farið í gegnum aðrar eins breytingar á síðustu árum og eigendur smábáta. En víkjum aðeins að smábátum fyrr og nú. Smábátar voru þeir bátar sem íslendingar áttu og notuðu á öldum áður, því segja má að ekki hafi verið til skip í eigu landsmanna sem gat siglt milli landa frá því snemma á miðöldum þar til á 19. öld að fiskiskútur komust í eigu landsmanna. Var þetta að stórum hluta vegna hafnleysis en öll skip varð að setja á land til þess að þau hreinlega brotnuðu ekki í vetrarbrimi hér við ströndina og það takmarkaði verulega þá stærð skipa sem hægt var að nota. Landsmenn réru því um aldir á bátum frá fjölmörgum verstöðvum og á hverjum degi var báturinn settur upp á land. Á 20. öldinni breyttist þetta með tilkomu hafnanna og véla í bátana. Þá tóku bátarnir einnig að stækka en um leið fækkaði verstöðvunum. Undirritaður er alinn upp í sjávarútvegsbæ á Norðurlandi og þar var útgerð trillubáta hætt yfir dimmasta og harðasta vetrartímann og þá voru bátarnir settir á land. Þetta voru trébátar, með þungbyggðar og hæggengar véla. Slíkir bátar eru til í dag og reynast vel. Hinn dæmigerði smábátur sem notaður er til fiskveiða í dag er af allt annarri gerð. Sá bátur er steyptur úr plasti og með léttbyggða, hraðgenga og öfluga vél, vel búinn tækjum, bæði til siglinga og fiskveiða. Má segja að þessir bátar séu tækniundur og er hreint ekki hægt að líkja þeim saman við þá báta sem voru áður, hvorki varðandi afköst til veiða eða þægindi og aðstöðu um borð. Það er m.a. þetta sem hefur breytt svo mjög aðstöðu og viðhorfum í smábátaútgerð, en um leið magnað átökin í fiskveiðistjórnuninni. Á árinu 1983 þegar tekin var ákvörðun um að kvótabinda veiðar á íslandsmiðum í helstu fisktegundum, þá voru trillurnar undanskildar. Þær voru tii þess að gera fáar og talið nær ógjörningur að hemja þá sjálfstæðu karla sem höfðu kosið sér þetta lífsviðurværi. Strax og þrengdi að stærri skipunum jókst ásókn í smábátana enda voru þær veiðar frjálsar. Má segja að bæði hafi orðið tæknibylting og um leið var þetta eini möguleikinn fyrir nýliða að komast inn í fiskveiðar án kaupa á kvóta eða veiðirétti. Það leiddi svo til gífurlegrar fjölgunar smábáta sem höfðu margfalda afkastagetu á við þær trillur sem voru áður fyrr. Þetta leiddi til aðgerða stjórnvalda og á árinu 1990 var byrjað að hamla á móti þessari þróun og hefur smábátum fækkað árlega síðan. í dag eru smábátarnir annað hvort í kvóta- eða veiðidagakerfi. Eins og ég sagði í upphafi þá hafa risið miklar deiiur um fiskveiðistjórnun og þá sérstaklega er snýr að smábátunum. Rök eru fyrir tilveru smábáta en þeir henta vel á fiskimið nálægt landi og um leið eru þeir vel tæknilega útbúnir. Það eru einnig rök sem gilda fyrir stærri skip eða hvernig eigum við að færa allan þann fisk að landi sem við veiðum í dag, eða veiða á úthafinu, ef eingöngu væri veitt á smábátum? Það sér hver maður að er hreint ekki hægt. Deilur sem uppi eru um veiðar smábáta eru því af efnahagslegum toga og skiljanlega svíður mönnum á stærri skipum þegar smábátarnir auka sinn hlut í kökunni (kvótanum) á kostnað þeirra. Báðir aðilar verða að sætta sig við að hinn er tii og verður til áfram. Því er það hlutverk stjórnvalda að skipta aðganginum í auðlindina þannig milli aðila, að hvor um sig hafi nokkuð, en gæta verður þess að hvorugur aðila gangi á rétt hins. ÁGffi 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.