Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 33

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 33
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Fumlaust ganga skyldustörfin fyrir sig um borð. Skarphéðinn sér um að draga en Sœvar tekur úr netunum og sker síðan grásleppuna. Og veðrið er ekki til að spilla fyrir vinnugleðinni - einmuna blíða og varla að ský dragi fyrir sólu. unum. „Svona vill maður hafa þetta. Á bestu vertíðunum eru oft margar á lofti," segir Skarphéðinn þegar þrjár grásleppur koma í netunum upp úr haffletinum. Síðan koma langir kaflar sem næsta lítið er í annað en ýmis krabba- og sníkjudýr sem hafa fengið ást á netunum. Einn og einn þorskur slæðist með, sumir glænýir og spriklandi en aðrir hafa verið lengur og eru orðnir heldur daprir. Flestir fara fyrir borð aftur og þeir félagar segja þorskinn lítið fagnaðarefni í grá- sleppunetunum vegna þess að hann berjist um og komi hnút á netin sem grásleppan geri aftur á móti ekki. Nokkrir fuglar koma líka í netunum en harla merkilegt er að ekki skuli koma meira af þeim í netin miðað við alla fuglamergðina sem er í eyjunum í kring. Þannig líður dagurinn áfram og brátt sér fyrir endann á drættinum. Það er tekið stutt hlé fyrir kaffitíma og Sœvar sker grásleppuna og hrognin streyma í tunnuna. Myndin /ÓH fljótt upp úr fjögur síðdegis er síðasta trossan farin aftur í sjó og byrjað að þrífa. Aflinn er nánast sá sami og í næsta túr á undan - þrjár fullar tunnur af grásleppuhrognum. Og þá eru hald- ið í land á nýjan leik. Byrjaði 10 ára gamall „Ég byrjaði að róa þegar ég var 10 ára gamall norður á Ströndum og þá fór- um við frændur tveir að gera út bát. Við fengum horn í húsinu hjá pabba til að salta og unnum þannig fyrir okkur með fiskverkun," segir Skarp- héðinn og fer ekki leynt með að hann hafi alla ævi verið sjómaður og trillu- karl af lífi og sál. „Ég týndi að vísu 10 árum úr æv- inni þegar ég var að vinna í sementinu á Akranesi. Mér fannst mikill léttir að komast aftur á sjóinn," segir hinn 74 ára gamli trillukarl sannfærandi. Mcm 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.