Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 9

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 9
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Hlutdeildin í aflanum undirstrik- ar mikilvægi greinarinnar Örn telur að frá stofnun Landssam- bands smábátaeigenda hafi í mörgum réttindamálum trillukarla náðst veru- legur árangur. Til að mynda hafi sam- eiginlegt útboð á tryggingum og vinna að þeim málaflokki skilað verulegum bótum, sparað einstaka mönnum hundruð þúsunda og í heildina tugi milljóna. „Þá ber einnig að minnast þess að þegar starfsemin hófst hér þá heyrði það til hreinna undantekninga að menn væru slysa- og líftryggðir og í mörgum tilvikum voru bátarnir ótryggðir. Sem betur fer er það þannig í dag að til hreinna undantekninga heyrir ef menn eru ekki með sínar tryggingar alveg á hreinu, þá jafnt tryggingar bátanna sem og eigin slysa- tryggingar. Varðandi baráttuna fyrir veiðiheim- ildum þá má horfa til þess að árið 1991, þegar krókakerfið var sett á, þá var þessum bátum mörkuð 2,18% hlut- deild í þorskaflanum en í dag hafa sömu bátar 13,75% af heildarþorskafl- anum. Tölurnar má skoða á margan hátt en fyrst og fremst tel ég þetta und- irstrika að smábátaútgerðin er orðin blómleg atvinnugrein á ísiandi." Hrunið í þorskaflanum lék marga grátt Neikvæðu hliðarnar í smábátaútgerð- inni að undanförnu segir Örn vera að þegar allir bátar yfir sex tonnum voru skyldaðir í kvótakerfi þá fengu margir mjög lítinn kvóta og áttu þannig fárra úrkosta völ nema hverfa úr greininni. „Margir seldu á þessu tíma og voru neyddir til. Þetta var líka kerfi sem menn þekktu ekki en aðrir fengu góð- an kvóta og áttu þess vegna möguleika á að þrauka áfram. Smábátum undir sex tonnum var gefið tækifæri til að velja um kvóta eða banndaga og þannig háttaði til á niðurskurðartím- anum að það var í mörgum tilfellum fýsilegra að velja kvótann. En það sem Trillukarlar marsera í takt! „Ég er ekki sprottinn upp úr umhverfi trillukarla heldur voru það tilvil[janir að ég fór í starf fram- kvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda," segir Örn Páls- son, sem er fæddur og uppalinn Akureyringur, menntaður kennari og starfaði sem slíkur í Reykjavík þegar félagi hans og formaður LS, Arthur Bogason, leitaði til hans árið 1986 og bað hann að starfa á skrifstofu hinna tæplega ársgömlu samtaka á mcðan leitað væri að framkvæmdastjóra. „Við Arthur þekktumst vel og ég hafði verið í ýinsum viðvikum yfir sumarið, eins og gjarnt var uin kennara. Eftir að hafa starfað á skrifstofunni í skamman tíma heill- aðist ég af þessu starfi og þeim málstað sem smábátasjómenn hafa og niðurstaðan varð að ég réðst sem fyrsti starfsmaður á skrifstofu Landssambands smábátaeigenda," segir Örn þegar hann rifjar upp að- dragandann að því að hann lagði kennsluna á hilluna og sneri sér að hagsmunabaráttu smábátasjó- manna. Örn riijar upp að á þessum tíma hafi samkennari hans við Fjöl- brautaskólann í Brciðholti eitt sinn spurt hann hvernig honum gengi að fá smábátasjómcnn til að marsera í takt! „Ég sagði honum að það gæti verið ansi strembið að fá trillukarla til þess, en þegar málstaðurinn væri jafn góður og hann er þá marser- uðu trillukarlar í takt og þá yrði þjóðfélagið áþreifanlcga vart við það. Þetta hefur gengið eftir enda er hvergi að finna aðra eins sam- Framkvœmdastjórinn heilsar upp á smá- bátakarlana í Reykjavíkurhöfh. stöðu hjá einuin hópi ef á hann er ráðist," segir Örn. Hann segist hafa byrjað á því að lesa sig vandlega til unt þau málcfni sem smábátasjómenn snerti og síð- an hófst Örn handa við að gefa út fréttabréf og komast í tengsl við menn í greininni. Þannig hefur síð- an verið unnið hjá LS. Samskiptin við trillukarlana eru mikil og tryggja upplýsingallæðið í báðar áttir. „Trillukarlarnir eru undantekn- ingalaust mjög skenmitilegir menn, skoðanamiklir en ákaflega góðir í samstarfi. Ég fann strax að það var engin tilviljun að sú manngerð sem var trillukarl hafði valið sér þetta starf. Þetta eru mjög sjálfstæðir menn og á margan hátt öðruvísi fólk en er að finna í öðrum starfs- stéttum." ÆGIIR 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.