Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 17

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 17
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Ægir sló á þráðinn til Jónasar þar sem hann var að dóla úti fyrir Stapa á Snæfellsnesi. Hann hafði þá skömmu áður lagt línuna. Þorskkvótinn er langt kominn og á Sandgerð- ismiðunum er erfiðara að sneiða hjá þeim gula. Því var siglt á Stapa til þess að reyna við steinbítinn. Stutt var síðan línan var lögð og því gat Jónas gefið sér tíma til að spjalla við Ægi um smábátaútgerðina á Suðurnesjum og víðar. Sjálfur býr hann í Keflavík en gerir út 5,8 tonna plastbát, Óla Gísla, frá Sandgerði. Þeir eru tveir á, Jónas og Guðjón Ólafsson. Vissulega Ijót dæmi Jónas segir að kerfið sem smábáta- menn búi við sé síður en svo gallalaust og vissulega finnist innan um ljót dæmi um misnotkun. Dæmin sem nefnd hafi verið í fjölmiðlum séu þó undantekningar. Það sé staðreynd að alls staðar þar sem verið sé að skammta mönnum eitthvað megi bú- ast við misnotkun. „Vissulega eru dæmi í þessu sem gera mann reiðan en obbinn af sjó- mönnuin er að starfa við þetta og keppist við að hafa í sig og á. Við báð- um ekki um kvóta og mótmæltum honum reyndar á sínum tíma en höf- um nú sýnt sjálfum okkur og öðrum fram á að við getum unnið við þetta kerfi. Auðlindin er takmörkuð og við verðum að átta okkur á því að við eig- um aldrei eftir að búa við frjálsar veið- ar á ný. Þetta er bara spurning um að menn séu opnir fyrir kerfinu og reiðu- búnir að bæta það ef á því finnast aug- ljósar gloppur," segir Jónas. Formaðurinn hefur sjálfur verið 41 ár til sjós og lífeyrismál eru honum of- arlega í huga. Hann segir þau alls stað- ar vera eitt af stóru málunum nema hjá sjómönnum. „Við samdrátt í greininni og sam- einingu skipa hefur eldri mönnum verið sagt upp í nokkrum mæli. Marg- ir þeirra verða rótlausir í vinnu og fá kannski aðeins tímabundna vinnu síð- „Auðlindin er takmörkuð og við verðum að átta okkur á því að við eigum aldrei eftír að búa við frjálsar veiðar á ný." ustu árin. Þeir missa því ekki aðeins vinnuna heldur eru þeir líka að leggja minna til lífeyrissjóðsins og fá þar af leiðandi lægri greiðslur." Enn eitt kerfið Af þessu hefur Jónas áhyggjur en bendir á lausn sem miðast myndi við þá sem hefðu til að mynda verið lög- skráðir á skip í lágmark 25-30 ár, þar af síðustu 10-15 árin. Þetta væru menn af hafrannsóknarskipum, fraktskipum, varðskipum og vitaskuld fiskiskipum. „Ég hef nefnt þetta við Þorstein Pálsson og fleiri og bendi á að senni- lega verði að búa til eitt kerfið í við- bót, kerfi sem biði eldri sjómönnum að veiða 40 tonn á ári. Þetta kerfi mætti ekki fénýta á neinn hátt. Ef sjó- maðurinn nýtti ekki sjálfur veiðina, sendi t.d. son sinn á sjó í veikindum sínum, yrði litið á það sem landhelgis- brot. Hann mætti ekki selja frá sér veiðiréttinn en þessi kvóti tryggði honum þokkalegar tekjur til 67 ára aldurs. Ég hef reiknað það út að eftir að kerfið hefur fengið að þróast myndu ekki bætast nema um 6-8 menn í það á ári. Af því má sjá að þetta er vel raunhæft." Hræddist fyrirgreiðsluleysið Aðspurður hvort smábátasjómenn séu búnir að taka þetta fiskveiðikerfi í sátt, hvort þeir hafi á sínum tíma dregið upp óþarflega dökka mynd af því, seg- ir Jónas að eðlilega hafi menn orðið hræddir við breytingarnar í fyrstu. Hræðslan hafi kallað fram svartsýnis- spámenn um allt. Nú séu menn hins vegar að átta sig á þessu kerfi og vissulega hafi skipt sköpum þegar Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra lék þann snjalla leik að gera samning við smábátasjómenn um að lögbinda að 14 prósent af aflanum félli í þeirra hlut. „Ég játa að ég hræddist fyrir- greiðsluleysið á Suðurnesjum í fyrstu því við máttum horfa upp á að í upphafi aflamarkssetningar- :: AQUASURE VIDGERDAR■ EFNI AQUASURE er einstakt viðgerðarefni úr úretan og gúmmi og hentar til viðgerða á nánast hverju sem er, t.d. PVC (plast/vinil húð) gúmmí, latex, regngöllum, gólfdúkum, vatnsrúmum, á tjaldsauma, segl, blaut og þurrbúninga, gúmmíbáta og margt fleira. Efnið hefur framúrskarandi viðloðun, sveigjanleika og bætur eru óþarfar. ÍreÓFUN HF. UPPLYSINGAR í SÍMA 561 1055 ÆGIR 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.