Hlín - 01.01.1919, Side 7

Hlín - 01.01.1919, Side 7
Hlin 7 VI. Garðyrkja. Kristbjörg Jónatansdóttir var málshefjandi. Skýrði hún frá starfsemi S. N. K. í þarfir garðyrkjumálsins og kom með ýmsar leiðbeiningar um framhaldsstarfsemi og urn- bætur. Að lokum samþykt svohljóðandi tillaga: Fundurinn vill, að kvenfjelög norðanlands hafi garð- yrkjumálið á dagskrá sinni, velji vel hæfar konur til garð- yrkjunáms, sjái þeim fyrir nokkrum námsstyrk og tryggi þeim atvinnu að náminu loknu. Einnig felur hann stjórn S. N. K. að íara þess á leit við Ræktunarfjelag Norður- lands, að það taki 6 stúlkur sumarlangt til náms í tilrauna- stöð sinni við Akureyri. VII. Ávarpslitill kvenna. Hólmfríður Pjetursdóttir hreyfði málinu og skýrði frá umræðum um það á fundi Bandalags kvenna í Reykja- vík 1918. Hafði þar verið mælt með því, að allar konur, gil'tar og ógiftar, bæru sama titil, og var titillinn „frú“ tilnefndur. Fjörugar umræður urðu um máilð með og móti, en engin ályktun tekin. Fundi frestað til næsta dags. Sunnudaginn 29. júní var fundinum haldið áfram. VIII. Fundarstjóri las upp skeyti frá Bandalagi kvenna í Reykjavík, skagfirska kvenfjelaginu og Iðnfjelagi Við- víkurhrepps. Óskuðu þau S. N. K. allra heilla og báðu starf þess bera góðan ávöxt landi og lýð til blessunar. IX. Heimilisiðnaður. Halldóra Bjarnadóttir hóf umræður um málið. Kvað hún S. N. K. lítið geta gert fyrir heimilisiðnaðinn fjár- liagslega, en rnundi helst geta stutt hann með fundurn og fyrirlestrum, og þá sjerstakl,ega með því að vekja sem mest áhuga á sýningum. Taldi hún heppilegt, að fram- kvæmdastjóri yrði skipaður til að greiða fyrir heimilisiðn- aðinum á allan hátt. Eftir töluverðar umræður voru svohljóðandi tillögur samþyktar: 1. Fundur S. N. K. leggur til, að hið háttvirta Alþingi

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.