Hlín - 01.01.1919, Page 15

Hlín - 01.01.1919, Page 15
Hlin 15 Kvenfjelag Siglufjarðar. Kvenfjúelagið „Von“ á Siglufirði er tæpra tveggja ára. Það var stofnað 31. okt. 1917, aðallega fyrir forgöngu frú I. Tynes. Stofnendur voru 42, en nú telur fjelagið rúma 70 meðlimi. Markmið þess er: að efla samvinnu meðal kvenna, styðja framfaramál sveitarinnar og stvrkja bágstadda. Þessi tvö ár, sem fjelagið hefur stariað, hafa verið Siglfirðingum fremur óhagstæð: afli brugðist mjög, og margur því átt örðugra en ella. Þess vegna hefur fjelagið mestmegnis snúið sjer að hjálparstarfseininni enn sem komið er. Báða veturna hefur það útbýtt fötum á um 20 heimili fyrir jólin, nokkuð á annað lmndrað flíkum í hvert skil'ti. Það hafa fjelagskonur sauinað alt sjálfar, að mestu leyti úr nýjum efnum, en nokkuð líka úr gömlu. í vetur gaf fjelagið 20 fátækum börnum miðdegismat í 2 mánuði: febrúar og mars. Fátækar sængurkonur fæðir það altaf. 4 sjúklinga hefur það styrkt á spítala. — Komið hefur til tals, að fjelagið fengi sjer fasta hjúkrunarkonu, en ekki hefur orðið úr því enn. í surriar styrkir það stúlku á garðyrkjunámsskeið í Grðrarstöðinni á Akureyri gegn því að sitja fyrir vinnu lrennar næstu tvö sumur. Hefur í því skyni verið fenginn blettur til ræktunar. Báða vet- urna hefur fjelagið liaft jólatrje fyrir börn. Fundi lieldur fjelagi einu sinni í mánuði, og að vetr- inum koma fjelagskonur saman að minsta kosti einu sinni í mánuði til að skernta sjer á ýmsan hátt: við kaffidrykkju, leiki, söng, upplestur — og stundum hafa verið flutt frum- samin erindi. G. A. B.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.