Hlín - 01.01.1919, Page 27

Hlín - 01.01.1919, Page 27
Hlin 27 uði fyr. En þessi blómasýning sannar það, að margt fallegt er hægt að rækta hjer norður í kuldanum, bæði úti og inni, ef alúð og nákvæmni lialdast trúlega í liendur. Að sýningunni lokinni voru blómvendir og matjurtir boðin upp og seld dýru verði, sjerstaklega girntust menn blómin. T. d. voru einn og tveir gullfíflar seldir á 2—3 krónur. Einn lítri af jarðarberjum úr Gróðrarstóðinni seldist á 25 krónur. Aður en jeg lýk línum þessum, sem rúmsins vegna eru miklu færri en jeg liefði viljað, vil jeg fyrir liönd allra þeirra, sem óska I.ystigarði Akureyrar góðrar fram- tíðar, þakka öllum þeim konum, 'sem unnið hafa í þarfir þessa málefnis. Sjerstaklega vil jeg þó nefna frú Önnu Schiöth, sem þrátt fyrir sinn háa aldur hefur unnið mest allra fjelagskvenna að framgangi málsins, bæði í orði og verki. — Ef einhvern tíma kemur að því, að rakin verði saga Lystigarðs Akureyrar, verður frú Önnu Schiöth sjer- staklega minst, því hún hefur lagt hyrningarsteininn und- ir þetta verk. Har. Björnsson. Heimilisiðnaður. Iðnsýningin á Húsavík. Iðnsýning og kvennafundur! Á jrað ekki vel saman? Svo fanst okkur heimilisiðnaðarvinum, og því rerum við að því öllum árum, að sýningin kæmist á í vor á Húsa- vík.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.