Hlín - 01.01.1919, Síða 44

Hlín - 01.01.1919, Síða 44
44 Hlin mundu líka gera það, ef kostur væri á nógum skólum heima fyrir. Kvennaskólarnir bæta auðvitað mikið úr mentunarþörf ungu stúlknanna, en nú verður þörfin á sjerfrœðslu æ meiri, og má ekki daufheyrast við þeirri kröfu tímans. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar í þá átt, að bæta úr þessari vöntun á sjerfræðslu. — Þó í smáum stíl sje sýna þær, að menn finna þöríina, en þegar þöriin er orðin knýjandi, er kominn tími ti'l umbóta, þá er þeim vel tekið. Affarasælast hefur það jafnan reynst að byrja smátt, æla sig á því einfalda og smá færa sig upp á skaftið. Reynslan er dýrkeypt, og hún fæst, þó ekki sje háreist fyrst í stað. Eigum við að athuga, livaða umbótatilraunir liafa ver- ið gerðar: Garðyrkjunámsskeið Rcektunarjjelags Norðurlancls (vor og sumar) er spor í áttina að veita nothæfa, innlenda fræðslu í garðyrkju. Er svo til ætlast, að nemendurnir geti að loknu námi leiðbeint við garðyrkju í sveitum, haldið smá-námsskeið, haft umsjón með gióðrarreitum o. s. frv. Fyrir tilhlutun lijúkrunarfjelaganna hafa sjúkrahúsin á Akureyri og Sauðárkróki veitt mörgum stúlkum frœðslu í hjúkrun; hafa þær síðan tekið að sjer hjúkrunarstörf í sveitum. Vefnaðarnámsskeið heimilisiðnaðárfjelaganna veita fræðslu í hinni góðu, gömlu iðn, vefnaðinum, sem nú er víða að detta úr sögunni.* * Nokkur kveníjelög líafa þegar styrkl stúlkur til garðyrkju og vefnaðarnáms, í því skyni, að fá þ;er til að leiðbeina, þcgar heim er komið. — Verður það ekki nógsamlega brýnt fyrir fjelögun- um, að vclja þroskaðar og nokkuð mentaðar stúlkur til þessa nams — og síðast en ekki síst þær, serri finna hvöt hjá sjer til að sinna starfinu. Velji fjclögin eins vel til þessa náffis og til hjúkr- unarnámsins, mun vel farnast.

x

Hlín

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.