Hlín - 01.01.1919, Page 48

Hlín - 01.01.1919, Page 48
48 Hlin Staten lærerhöjskole, Kanpmannahöfn (hefur sjerdeild fyrir kenslukonur við skólaeldhús). í Svíþjóð: Fredrika liremer-forbundets landhusholdningsskole, Rimforsa .Östergötland. Fagskolen i huslig ökonomi, Uppsala ("stærsti skóli á þessu sviði á Norðurlöndum). Skólarnir senda ,,Plan“ ókeypis, ef óskað er. Fæst þar góð greinargerð um stefnu þeirra og störf. Skólarnir veita oft útlendingum leyfi til að taka þátt í námi skemri eða lengri tíma, þó skólinn sje fullskipaður, eða taki ekki móti útlendingum (Hospiterende elever). Eigi nú ferðakonan unga engan að, er taki á móti henni í ókunna landinu, þá er gott að, vita, að til er öflugar fjelagsskapur, er á sjer deildir í öllum borgum og fjölmörgum bæjum, og sem liefur það aðalmarkmið, að leiðbeina og hjálþa þeim ungu, nfl. Kristilegt fjelag ungra kvenna. 'Faka sjálfboðaliðar frá því fjelagi fúslega móti vegfarendum og leiðbeina þeim á ýmsan hátt, taka á móti þeim á bryggjum og járnbrautarstöðvum, útvega þeint tryggilegan verustað o. s. frv. Þá eiga íslensku stúlkurnar góðvinum að mæta, þar sem þær eru Olafía Jóhannsdóttir, Langgaden 37, Krist- janíu, og Ingibjörg Ólafsson ýU. K. K. F. reisesekretær, Aarhus, Danmörku). Leiðbeina þær fúslega mörgum land- anum árlega. Þá hefur Dansk-islandsk Samfund, Nyhavn 22 III, Kaupmannahöfn, vinsamlega boðist til vera Is- lendingum hjálplegt á ýmsan hátt, og hefur þegar rjett mörgum einstæðing ltjálparhönd. Mig langar til að enda þessar línur með dálítilli áminn- ingu til ungu stúlknanna íslensku sem sigla. Minnist þess, að eftir framkomu ykkar verður ísland dæmt af útlendingum. En við óskum öll svo innilega, að okkar ástkæra land verði ekki fyrir lasti. Halldóra Bjarriadót.tir.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.