Hlín - 01.01.1919, Page 74

Hlín - 01.01.1919, Page 74
74 Hlin sefur þarna inni,“ hún benti í áttina til gluggans tníns, „hann hefur vakað yfir honum í fimrn vor.“ „Þú sagðir að liann svæfi við fætur þína.“ „Já, já, jeg var nærri búin að gleyma að segja frá því. A hverju vori byggja þrenn hjón við fætur mína. Þau fóðra hreiðrið með mýksta og hlýjasta dúninum. Þegar jeg var lítið fræ, bar vindurinn mig niður í gamalt, tómt hreiðúr. Jeg svaf allan veturinn og bjargaði þannig lífi mínu í frostinu. Máske er það þess vegna, að jeg ann æð- arfuglinum svona mikið.“ Hún lokaði augunum og það var eins og rödd henn- ar fjarlægðist. „Einmitt þessa dagana koma þeir utan af hafi. Hvíti blikinn með gráu kolluna sína — tvö og tvö saman — hver hópurinn á fætur öðrum. Mjer þykir leitt að þú skulir aldrei hafa sjeð það.“ Þær þögðu báðar. Konan með apaldursblómin í hárinu var orðin þykkju- leg á svipinn. Máske henni hafi fundist gesturinn tala of mikið. „Jeg sje, systir, að sum víðiblöðin í hárinu á þjer eru velkt. Lítur nokkur eftir fötunum þínum? Spætan kemur til mín á hverjum degi og burstar fötin mín.“ „Spætuna þekki jeg ekki,“ svaraði konan með hljóm- fögru röddina, ,,en vindurinn feykir rykinu af fötunum mínum — og á liverju kvöldi spegla jeg mig í logn- sljettri ánni, til að sjá hve dagurinn hefur fegrað andlit mitt. Hvar er spegillinn þinn, systir?“ „Sólin sýnir mjer skuggann minn á hvítu, sólvermdu mölinni á gangstígunum, svo jeg geti sjeð hve blómin mín og blöðin vaxa á hverjum degi. Var þjer ekki kalt á fótunum, systir, þegar áin óx og skvetti á þig úðanum?" Konan með pílviðinn í hárinu stóð upp. „Jeg heyrði áðan einmanalegt lóukvak. Það segir mjer, að nú komi morgunroðinn, þar sem jeg á heima. Það

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.