Dvöl - 01.04.1941, Page 6

Dvöl - 01.04.1941, Page 6
84 DVÖL skiljanlegt, og það snerti hjá mér viðkvæma strengi. Og þó — þrátt fyrír alla skynsemi og viljaþrek. Ég fann, að hendurnar á mér skulfu, og það greip mig einhver myrk- fælnikennd hræðsla. Mér fundust þessi blóm koma beinlínis frá henni sjálfri, vera kveðja frá henni hand- an yfir gröf og dauða. Mér fundust þau eiga að segja mér frá ást henn- ar og eilífri tryggð. — Nei, við skilj- um ekki dauðann og gerum það líklega aldrei. Eiginlega er enginn dáinn, fyrr en allir, sem einhvern tíma þekktu hann, eru líka dánir. Ég hagræddi blómunum öðru vísi i dag en ég var vanur — eins og ég kynni að merja þau, ef ég tæki of fast á þeim — eins og sál þeirra færi kannske hljóðlega að gráta við harkalega snertingu. — Núna standa þau í græna kerinu á skrifborðinu mínu. Mér sýnist þau beygja krónurnar í sorgblöndnu og þögulu þakklæti. Það er einhver sársaukakennd þrá, sem berst frá þeim til mín, og ég finn, að þau gætu sagt mér eitthvað,ef ég aðeins skildi mál allra lifandi hluta, en ekki bara þeirra, sem tala. Ég vil ekki láta þetta ná tökum á mér. Ég veit, að þetta eru aðeins venjuleg blóm, aðeins venjuleg kveðja. Ekki rödd úr djúpi grafar- innar. Aðeins blóm, sem keypt voru í búð. Blóm, sem búðarmaðurinn hefir bundið í vönd, án þess að hugsa um nokkuð sérstakt, og svo hefir hann lagt þau i hvíta kassann og sent þau 1 pósti. Og nú eru þau hér. Hvers vegna, hvers vegna hverfa þau ekki úr huga mér? Ég er úti tímunum saman, og ég fer í langar og einmanalegar gönguferðir. Ég finn, að ég er leið- inlegur í annarra hópi. Ég verð þess sérstaklega var, þegar litla, ljós- hærða vinan mín situr í stofunni hjá mér og skrafar við mig. Ég fylgist ekki með. Og þegar hún er farin, er eins og hún sé strax kom- in í órafjarlægð, eins og borgin og mannfjöldinn hafi gleypt hana og ekkert sjáist eftir. Mig mundi sennilega ekki furða á því, þótt hún kæmi aldrei aftur. Blómin eru í háa, græna ker- inu. Leggir þeirra eru í vatni, og ilmurinn fyllir stofuna. Hann hefir ekki dofnað, þó að þau séu búin að standa þar í viku og byrjuð að fölna. — Ég er farinn að trúa alls konar vitleysu, sem ég var vanur að hlæja að. Ég trúi, aö það sé hægt að tala við regnið og skýin. Ég bíð eftir því, að þessi blóm fari að tala. Nei, ég veit, að þau tala. Jafnvel nú hrópa þau til mín í sífellu, og það liggur við, að ég skilji þau. En hvað það gleður mig, að vet- urinn er liöinn. Ég finn andblæ vorsins í loftinu. Ég hefi í engu breytt háttum mínum, og mér finnst, að lífssvið mitt sé alltaf að stækka. Dagurinn í gær virðist löngu liðinn, og atburðir, sem gerðust fyrir nokkrum dögum, eru eins og óljós draumur. Það er alltaf eins, þegar Gretel fer; sérstaklega þó, þegar ég hefi ekki séð hana í

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.