Dvöl - 01.04.1941, Side 36

Dvöl - 01.04.1941, Side 36
114 D VOL manninum. Hann stökk upp og baðaði út höndunum. Stórir skugg- arnir af handleggjum hans léku um loft og veggi, og skýlið virtist alltof lítið til þess að hemja óró hans. „Ég neita engu,“ hrópaði hann. „Ég var dáleiddur, ég fann til eins konar sæluvímu. En ég hafði afar hægt um mig, og við rerum til skiptis alla nóttina. Við rerum til hafs, í von um að sjá skip. Þetta var fífldirfska. Ég hélt því fast fram við þá. Þegar sól- in kom upp, var ekkert að sjá um- hverfis okkur, nema haf og himinn. Iles de Salute sáust aðeins eins og ofurlítið dökkt strik úti við sjón- deildarhringinn. Ég var við stýrið. Mafile bölvaði og sagði: „Við verðum að hvíla okkur.“ Nú var loksins kominn tími til þess að hlæja. Og ég hló sannarlega nægju mína. Ég studdi höndunum á síðurnar og veltist um. Þeir urðu undrandi. „Hvað er að honum, mannfjand- anum?" hrópaði Mafile. Símon, sem sat nær mér, leit til hans yfir öxl sér og svaraði: „Hann er orðinn vitlaus." Þá tók ég skammbyssuna upp. Ahá! Augnatillitið, sem þeir sendu mér! Ha-ha! Þeir voru sannarlega hræddir. En þeir reru. Já, þeir reru allan guðslangan daginn. Annað veifið voru þeir sem óðir, en hina stundina eins og þeir væru að hníga niður. Ég mátti ekki hafa augun af þeim, ella hefðu þeir ráðizt á mig. Ég hélt á skammbyssunni í ann- arri hendinni og lét hana hvíla á hné mér, en með hinni stýrði ég. Andlit þeirra voru farin að þrútna. Það var einna líkast því, að himinn og haf stæði í björtu báli umhverf- is okkur, og það gufaði úr sjónum í sólarhitanum. Það snarkaði undir bátnum, þegar hann skreið áfram. Stundum froöufelldi Mafile, og stundum stundi hann hátt. En hann reri, hann þorði ekki að hætta. Augu hans uröu öll blóð- hlaupin, og hann var búinn að skaðbíta sig í neðri vörina. Símon var hás eins og kráka. „Félagi. .. .“ byrjaði hann. „Hér eru engir félagar. Ég er drottnari ykkar.“ „Drottnari þá,“ sagði hann. „Lof- aðu okkur að hvíla okkur, að hvíla okkur; ég særi þig til þess við nafn mannkærleikans.“ Ég lét það eftir þeim. í kjalsog- inu í bátnum var dálítið rigning- arvatn. Ég leyfði þeim að fá sér lófafylli nokkrum sinnum. Svo skip- aði ég: En route, og þá sá ég, að þeir litu íbyggnir hvor á annan. Þeir héldu, að ég þyrfti einhvern tíma að sofa, a-há! En mig langaði ekki til þess að sofna. Ég var betur vakandi en nokkru sinni fyrr. Þaö voru þeir, sem sofnuðu báðir undir árum, og ultu niður af þóftunum. Ég lét þá liggja. Engin stjarna sást. Svo leið þögul nóttin af. Sólin kom upp — nýr dagur. Alles! En route! Þeir reru illa. Þeir ranghvolfdu augunum í sífellu, og tungurnar hengu út úr þeim. Um miðjan

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.