Dvöl - 01.04.1941, Side 8

Dvöl - 01.04.1941, Side 8
86 DVÖL hún stóð þarna ein vlð húshornið og beið. Ef ég hefði þorað að snerta visnu blómin, hefði ég tekið þau úr kerinu og farið með þau til hennar. Þannig hugsaði ég, og mér var það jafn ljóst, að það átti sér engin skynsamleg rök. Og þá færði Gretel sig einnig frá glugganum. Hún staðnæmdist sem snöggvast aftan við stólinn minn og snerti hárið á mér með vörunum. Svo fór hún, og skildi mig einan eftir. Ég stari á blómin. Það er litið eftir af þeim. Aðallega naktir og þornaðir stönglar. Þau þjá mig, og gera mig hugstola. Það hlýtur að vera auðsætt, því að annars hefði Gretel spurt mig. En hún finnur það — hún finnur það líka. Allt í einu þýtur hún út, eins og stofan sé full af vofum. Vofur! — Já, víst er það svo. — Það dauða hefir það að leiksoppi, sem lifir. Ef það er moldarþefur af visnuðum jurtum, hlýtur það að vera frá þeim tíma, er þær stóðu í blóma. Og þeir dauðu snúa aftur eins lengi og minningin um þá lifir. Hverju skiptir það, þó að þeir geti ekki talað? Ég heyri samt til þeirra. — Hún lætur ekki sjá sig, og þó sé ég hana. Og vorið er úti, sólin skín á gólfið, ilmur af liljum í skemmti- garðinum, og fólkið gengur fram hjá glugganum, án þess að ég taki eftir því — er það lífið? Ef ég dreg niður gluggatjöldin, er sólskinið horfið. Ég tek ekki eftir fólkinu, og það er ekki til. Ég loka glugganum, og ilmur liljanna er horfinn og vorið á braut. Ég er sterkari en sól- in, fólkið og vorið. En minningin er sterkari en ég. Hún kemur þegar hún vill,og hana getur enginn flúið. Þessir visnuðu blómstönglar eru máttugri en ilmur liljanna og vorið. Ég sat hugsandi yfir þessum blöðum, þegar Gretel kom inn. Hún var ekki vön að koma svona snemma; ég varð orðlaus af undr- un. Hún staðnæmdist sem snöggv- ast í stofudyrunum, og ég starði á hana, án þess að heilsa. Hún hélt á ofurlitlum vendi af lifandi blóm- um. Hún gekk inn í stofuna og lagði þau þegjandi á skrifborðið mitt. Svo þreif hún visnu blóm- stönglana úr græna kerinu. Það var eins og einhver gripi um hjarta mitt — ég gat ekki komið upp nokkru hljóði. Þegar ég ætlaði að standa á fætur til þess að grípa í handlegg hennar, brosti hún bara til mín. Hún hélt blómstönglunum eins langt frá sér og hún gat, og svo fleygði hún þeim út um glugg- an. Mér datt 1 hug að kasta mér út á eftir þeim, en Gretel stóð fyrir glugganum og horfði beint framan í mig. Vorsólin glitraði í hári henn- ar. Ilmur liljanna barst inn í stof- una — og græna kerið stóð tómt á skrifborðinu mínu. — Ég er ekki alveg viss um það, en mér fannst ég verða frjálsari — léttari. Þá gekk Gretel til mín. Hún greip blómvöndinn og hélt honum upp að andlitinu á mér. Svöl, ilmrík, lifandi blóm. Hvítar liljur. Mig langaði til að baða andlitið í feg-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.