Dvöl - 01.04.1941, Qupperneq 44

Dvöl - 01.04.1941, Qupperneq 44
122 D VÖL I iiorðnrveg'iim Kltir Lara Hanmcn Sigurður Helgason þýddi Anton Jakobsson og Óskar Haug- an höfðu vetursetu 1906 á vestur- strönd Svalbarða. Það var orðið áliðið vetrar. Morgun einn fór Anton af stað til að líta eftir refagildrum og skot- veiðurum, sem ætlaðir voru björn- unum. Gildrurnar og skotveiðar- arnir voru úti á nesjum og töng- um, við kletta og á öðrum auð- kenndum stöðum á víðáttumikl- um eyðisléttunum, sem eru á vesturströnd Svalbarða. Þeir höfðu svo margar gildrur og skotveiðara, að þeir urðu að hafa hraðan á, ef þeir áttu að geta vitjað um það allt á einu dægri, og þar að auki gott skíðafæri. Anton var um það bil hálfnaður, þegar hann kom að einum skot- veiðaranum. Af einhverjum óskiljanlegum á- stæðum hljóp skotið úr byssunni, þegar Anton ætlaði aö taka gamla spikbitann og koma nýjum fyrir. Skotið hljóp úr, og kúlan fór í gegnum lærið á honum. Beinasta leiðin heim að bústaðn- um var um sex stunda gangur fyrir fullfæran mann. Anton féll ekki, þegar skotið kom í hann, en hann vissi, hvað skeð hafði. Það var kalt, og honum var kunnugt um, að sár blæða minna í miklum kulda en annars. Hann hafði með sér snæri, og eins og hver annar vanur sjómaður hnýtti hann nokkur brögð um lærið á sér og herti vel að. Kúlan hafði farið inn og út aftur hér um bil átta þuml- unga fyrir ofan hnéð. Beinið var ekki skaddað, en hann sá á stefnu kúlunnar, þegar hann athugaði hvar hún hafði farið inn og komið út, að hún hafði farið gegnum afl- vöðvann. Þegar hann hnýtti brögð- in utan um lærið á sér, notaði hann skíðastafinn, eins og háseti mel- spíruna, til að herða benzli utan um kaðalenda. Eftir þessa aðgerð sá hann að minna blæddi — og hann lagði af stað heimleiðis. Fyrsta stundin leið, önnur einnig. Við og við leit hann aftur og virti fyrir sér slóðina eftir skíðin. Með- fram henni lá ofurlítil rauð blóð- rák, sem stakk í stúf við tindrandi hvítan snjóinn. Oft hafði hann rakið svipaða slóð — blóðferil eftir bjarndýr, sem kúlan hafði farið gegn um. Hann mundi vel eftir dýrinu, sem hann hafði elt fyrir viku. Kúlan hafði farið inn um annan bóginn, gegn um lungun og út fyrir aftan hinn bóginn. Hann hafði rakið slóðina í níu klukku-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.