Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 59

Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 59
DVÖL var eitthvað stórfenglegt og hríf- andi við þessa miklu móðu, sem rann framhjá. Hér bar líka svo margt nýstárlegt fyrir augu. Litlir bátar sigldu upp og niður fljótið, og stundum syntu hópar villianda framhjá. Þær snerust í hring og skoppuðú til og frá í hringiðunni, unz þær hurfu sýn. Alltaf bar eitt- hvað nýtt fyrir augu hennar. Skip af öllum stærðum, allt frá hinum seglbúnu drekum, sem sigldu hægt og virðulega í golunni, til litlu fiski- bátanna, sem róið var áfram. Einu sinni hafði hún meira að segja séð flatbotnuð, útlend skip á fljótinu, og gufuskip hafði hún líka séð. En hún hataði þau, og fljótið hataði Þau líka. Hún sá hvernig bylgjurn- ar risu í hvert sinn, sem gufuskip sigldi eftir fljótinu. Stundum urðu bylgjurnar svo háar, að litlu fiski-- bátarnir voru hætt komnir. Þá hrópuðu fiskimennirnir hástöfum hölbænir á eftir þessum ókunnu, útlendu skipum. Þegar Lan Ying sá fljótið í víga- móði, þá varð hún líka reið. En oft kom það fyrir, þegar gufuskip hafði siglt eftir fljótinu, að fiskur var kominn í netið hennar. Þegar Lan Ying sá hina stóru silfurglitrandi íiska sprikla á botni netsins, þá bakkaði hún af heilum huga fljót- ihu, sem hafði gefið henni alla þessa stóru, fallegu fiska. Þetta var Sott fljót. Það vökvaði akrana og Saf fólkinu mat. Lan Ying fannst Það næstum því eins máttugt og sjálfir guðirnir. 137 Dag eftir dag sat hún á bakkan- um og horfði út yfir fljótið. Stund- um fannst henni, að það hefði and- lit eins og mennirnir. Þá reyndi hún að lesa út úr andliti þess, hvort það væri í góðu eða slæmu skapi þann og þann daginn. Það var nú líka í raun og veru það eina, sem hún gat lesið, því að enn hafði hana ekki dreymt um það að ganga i skóla. í þorpinu var enginn skóli, en hún vissi samt, hvað skóli var. f borginni, þar sem markaðurinn var haldinn, var skóli. Hún og móðir hennar fóru á mark- aðinn einu sinni á ári. Það var ekki kennt i skólanum daginn, sem þær komu til þorpsins, af því að það var markaðsdagur. Lan Ying var forvitin, og hún gægðist inn um gluggann og sá inn í kennslustofurnar um leið og hún gekk þar framhjá. Þarna sá hún borð og bekki og myndir á veggjun- um, og Lan Ying spurði móðuf sína: ,,Hvað gerir fóikið hérna?“ „Það lærir bækur,“ svaraði móðir hennar. Lan Ying hafði aldrei séð bók, og þess vegna spurði hún áköf. „Lærðir þú bækur, þegar þú varst ung?“ ,,Nei, það gerði ég sannarlega ekki“, svaraöi móðir hennar hárri rö'ddu, — „Hvenær hefði ég átt að hafa tíma til slíkra hluta? Ég hefi orðið að vinna. Það eru bara heimskingjar, sem fara í skóla. Borgarbúar og þess konar lýður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.