Dvöl - 01.04.1941, Page 46

Dvöl - 01.04.1941, Page 46
124 DVÖL yfir það greinilegt far eftir byss- una. Anton stakk byssuskeftinu niður I snjóinn og glotti, renndi krassan- um í hlaupið og smeygði svo einum ullarvettlingnum, sem hann hafði til vara, upp á endann á honum, svo að Óskar ætti hægra með að finna byssuna, þegar hann færi að leita að henni. Nú varð hann að draga fótinn. Sársaukinn var svo mikill, að andlitið afmyndaðist. Hann gerði ráð fyrir, að fótinn færi að kala neðan við skotsárið. Oft hafði hann séð það á særðum bjarndýrum, sem hann hafði rakið blóðferilinn eftir, að sú löppin á þeim, sem næst var sárinu, var frosin og hörð viðkomu eins og tré, þegar hann fann þau, þó að þau væru ekki dauð. Þannig var víst ástatt með fótinn á honum nú. En meðan hann gæti dregizt með hann, skyldi hann fá að vera með. En þegar hann gæti það ekki lengur, þá ætlaði hann að taka skeiðarhnífinn og skera af sér fót- inn um hnjáliðinn. Hann vissi, að þegar löpp var skorin af bjarndýri, sem var þannig til reika, blæddi ekki, nema skorið væri of langt inn eða of hátt upp. Hann hélt áfram. Hann þekkti leiðina. Hann vissi nákvæmlega, hve langt hann átti eftir. Og meðan hann gekk þannig, reyndi hann að gera sér grein fyrir því, hvort hon- um tækist að ná heim án fleiri blóðbæla. Honum flaug í hug, hvort veiki fóturinn og sá heilbrigði mörkuðu jafn djúp för í snjóinn. Hann leit aftur, en gleymdi hvers vegna hann hafði gert það. Það, sem hann sá, beindi huga hans í aðra átt. Ekkert blóð var lengur í slóðinni. Hvernig gat staðið á þvi? Það hlaut að vera af því, að fóturinn var orðinn freðinn; blóðið í sárinu hlaut að vera freðið. Hann reif af sér vettlinginn og kreisti sárið. — Út úr því, eða réttara sagt út á milli tægjanna, þar sem kúlan hafði komið út og opið var stærra um sig, vall rauð, þykk leðja. Hann sá, að þetta var frosið blóð. Þegar hann tók það milli fingranna, varð það að rauðu, lifandi blóði. Hann hafði nú þjáningar í öllum líkam- anum, nema í særða fætinum. Hann gekk af stað. Hann barðist við dauðann. Veðrið var kyrrt. Tungl var fullt og bjart eins og að degi; þess vegna gat han stefnt beint á húsið. Hann fór að efast um, að hann kæmist upp brekku, sem var á leiðinni. Reyndar gat hann farið um skarð, sem var í brekkuhjallann og losnað þannig við hana, en í fyrsta lagi var sú leið lengri og í öðru lagi hafði þar komið snjóflóð á tveimur stöðum, sem vafalaust yrði vand- farið yfir, eins og sakir stóðu. Hann stefndi því beint á brekkuna. Húsið var ekki langt frá henni, nokkrum hundruðum metra lengra úti á nes- inu, og hann vonaði, að Óskar

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.