Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 30

Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 30
108 D VÖL „Þetta var slæmt. En ég hefði ef til vill með einhverju móti getað bjargazt," sagði hann hægt. Ég efast um það. En hafi hann átt einhverja bjargarvon, þá var hún eyðilögð af ungum jafnaðar- manni, nýútskrifuðum lögfræðingi, sem bauðst til þess að verja hann. Hann reyndi árangurslaust að sann færa lögfræðinginn um, að hann væri enginn stjórnleysingi, aðeins friðsamur og heiðarlegur vélamað- ur, sem ekkert vildi fremur en fá að stunda iðn sína tíu stundir á dag. Honum var hampað fyrir rétt- inum sem fórnardýri þjóðskipu- lagsins og drykkjuóp hans sögð vera afleiðing takmarkalausra þjáninga. Ungi lögfræðingurinn vissi, hvað hann var að gera, og hann hefði ekki kosið sér annað mál fremur sem fyrsta mál sitt. Varnarræðan var talin tilkomumikil. Vesalings vélamaðurinn þagnaði, kingdi og sagði síðan: ,,Ég hlaut þyngstu hegningu fyrir fyrsta brot.“ Ég tautaði einhver samúðarorð. Hann laut höfði og krosslagði handleggina á brjóstinu. „Þegar ég var laus úr fangelsinu," hóf hann aftur máls með hægð, „leitaði ég auðvitað til minnar fyrri vinnustöðvar. Húsbónda mínum hafði fallið sérstaklega vel við mig áður, en hann fölnaði upp af ótta, þegar hann sá mig og benti mér til dyra með titrandi hendi.“ Er hann stóð á götunni, órólegur og ringlaður, kom til hans mið- aldra maður, sem ávarpaði hann og sagðist einnig vera vélamaður. „Ég veit hver þú ert,“ sagði hann. . „Ég var viðstaddur réttarhöldin. Þú ert góður félagi og skoðanir þínar eru heilbrigðar. En nú færð þú hvergi vinnu. Þeir borgaralegu munu reyna að svelta þig í hel. Það er þeirra vandi. Þú skalt ekki gera þér neina von um miskunn frá þeim ríku.“ Það hafði friðandi áhrif á hann, að talað var svona vingjarnlega til hans þarna á götunni. Hann virt- ist vera þannig gerður, að hann þyrfti á stuðningi og meðaumkun að halda. Sú tilhugsun, að hann gæti hvergi fengið vinnu, yfirbug- aði hann gersamlega. Það var á- reiðanlegt, að enginn vildi hafa neitt saman við hann að sælda framar, úr því að gamli húsbóndi hans, sem þekkti, hve kyrrlátur, reglusamur og áreiðanlegur starfs- maður hann var, hafði ekki viljað sjá hann. Það var augljóst. Lög- reglan myndi hafa gætur á honum og verða fljót á sér að aðvara hvern þann, sem gerði sig líklegan til að veita honum viðtöku. Hann fann allt í einu til umkomuleysis, van- máttar og tilgangsleysis, og lét til- leiðast að fylgja manninum inn í veitingastofuna fyrir handan horn- ið, og þar hittu þeir nokkra fleiri trygga félaga. Þeir hétu honum því, að hann þyrfti ekki að svelta, hvort sem hann fengi vinnu eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.