Melkorka - 01.03.1955, Síða 7

Melkorka - 01.03.1955, Síða 7
Fulltrúar á fyrstu ráðstefnu Alþýðusambands Islands um Inunanuil kvenna. dómi. Þœr eru þó mnrgar í félögum með körl- um, þeir virðast ekki eins brennandi i and- anum, þegar þeir semja um kaup fyrir hötid kvenna, eða hvernig ber að skilja t. d. dœmið úr bókbandinu?" „Það er náttúrlega aldrei hægt að afsaka konurnar sjálfar og framtaksleysi þeirra í launamálinu. Það var talsvert rætt á ráð- stefnunni, hvort hentugra væri að reka launabaráttuna með aðstoð karla í félögun- um eða á hinn háttinn, að konur stæðu í því einar. Það var, má ég segja, álit yfirgnæfandi meirihluta fulltrúanna, að samvinna við karl- mennina væri sjálfsögð. í iðnfélögunum og fleiri verkalýðsfélögum er kvennakaupið lið- ur í sameiginlegum samningum félaganna um launakjör kvenna og karla. í ályktunráð- stefnunnar kemur það fram, að ósamræmið í kaup- og kjaramálum kvenna, svo og misrétt- ið samanborið við laun karla, er álitið að nokkru leyti vera afleiðingu þess, að konur sýni ekki nógu almennan áliuga í félagsstarf- inu og verkalýðsbaráttunni.“ ,,Hverjar urðu niðurstöður ráðstefnunn- ar?“ „í fyrsta lagi, að takmarkið væri að greiðsla fyrir starf væri hin sama, Iivort sem karl eða kona ynni það. í öðru lagi, að fá kvennakaupið sem fyrst upp í 90% af karl- mannskaupi (kr. 8.32 í grunn á rnóti kr. 9.24). í þriðja lagi, að fyrsti bráðabirgða- áfangi sé að koma kvennakaupinu upp í kr. 7.20 í grunn, eins og það er hæst nú. Og í fjórða lagi, að fá þá vinnuflokka greidda með karlmannskaupi, sem þegar Iiafa fengizt við- urkenndir á nokkrum stöðum." „Hvern telur þú árangur þessarar ráð- st.efnu um launamál kvenna?“ „F.ins og ég sagði áðan, held ég að hún marki tímamót í því máli. Á ráðstefnunni var kosin fastanefnd, sem vinna skal áfram að undirbúningi nýrrar sóknar í kjaramál- um kvenna og á hún að boða til annarrar ráðstefnu þegar tímabært þykir, í samráði \ ið Alþýðusambandið. Það er ekki áhorfs- mál, að mikið er komið undir því hvernig MELKORKA 7

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.