Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 65

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 65
65 ingum kennararanna sem rætt var við, og var samhljóða upplifun nemendanna, er ný- sköpunarkennarinn í hlutverki hins styðjandi kennara og nemendur hafa meiri áhrif á nám sitt í nýsköpunarmennt en í öðrum námsgreinum. Einn kennaranna notaði orðin „mjúki kennarinn“ um hlutverk nýsköpunarkennarans og má líkja því við hlutverk hugsmíðahyggjukennarans eins og lýst var hér framar. Hann sagði: „ Mjúki kenn- arinn er sá sem skipuleggur skólastarf á þann hátt að hann gefur nemendum tækifæri til að vinna á eigin forsendum, þeir eru frjálsir að vissu marki, skynja sig sem frjálsa í vinnu sinni.“ Annar nýsköpunarkennari lýsti því af hverju það er svo mikilvægt að dæma ekki hugmyndir nemendanna, hvað það er vandmeðfarið sem kennarinn er að vinna með: „Af því að þau eru að gefa svo mikið af sjálfum sér. Þau eru ekki að reikna bara fimm plús fimm, það er bara eitt rétt svar. Þau eru að gefa hjartað í sjálfum sér. Það er ofboðslega mikilvægt.“ Sumir samkennarar eins nýsköpunarkennarans sýndu ekki sömu aðgætni og slógu stundum á hugmyndir nemenda og sögðu: „hættu þessu bulli“. Ætla má að starfskenning þeirra kennara hafi ekki fallið að kennsluaðferðum nýsköpunarmenntar. Þessar lýsingar eru mjög samhljóða niðurstöðum Rósu Gunnarsdóttur (2001) um að kennsluaðferðir nýsköpunarkennarans felist í að skapa aðstæður og styðja við (e. scaffolding) nemandann og vera uppspretta upplýsinga sem leiða námið áfram. Í rannsókn Rósu kom líka í ljós að kennararnir áttu misjafnlega auðvelt með að tileinka sér þetta hlutverk. Það má því álykta sem svo að til að geta uppfyllt hlutverk nýsköp- unarkennarans þurfi kennarinn að vera sáttur við það, hann þurfi að búa yfir starfs- kenningu sem fellur að slíku hlutverki, eða gera sér muninn ljósan og vera tilbúinn til að breyta starfskenningu sinni í samræmi við það. Hlutverk og kröfur til nemenda – reynslunámskráin Skýr tengsl við líf nemenda komu í ljós bæði í nýsköpunartímum og í þörfum sem nemendur höfðu greint og safnað og skrifað á lista til að vinna úr í nýsköpunartímum. Dæmi um þarfir sem voru greindar í sveitaskóla: „Það kemur gat á plastið á hey- rúllunum, maður fær rafmagnsstuð þegar maður klifrar yfir rafmagnsgirðingar og lausgangandi hænur skíta í fóðrið sitt og eyðileggja það.“ Í ljósi hugsmíðahyggju, sem leggur áherslu á að nám sé virkt ferli, má álykta að tenging við líf nemenda hljóti að styrkja nám í nýsköpunarmennt, þar sem það er byggt á þeirra eigin reynslu og þann- ig líklegra að þau verði virkir þátttakendur í náminu. Afurðir úr nýsköpunarkennslu geta verið mjög fjölbreytilegar og eru ýmist í formi lýsinga og teikninga, líkana eða áþreifanlegra hluta sem nemendur búa til. Nemendurnir sem ég ræddi við höfðu meðal annars hannað og búið til haldara í bíla fyrir gosdrykki og handfang til að setja logandi sprittkerti í djúpa kertastjaka. Eitt þeirra hafði hannað og búið til líkan af ein- angruðum poka fyrir hljóðfæri til að koma í veg fyrir að þau verði fölsk þegar þau eru flutt á milli staða í köldu veðri. Þau höfðu sjálf fundið þær þarfir sem að baki þessum afurðum lágu og unnið að því að finna lausnir sem mættu þörfunum. Nýsköpunarnemendurnir sem rætt var við upplifðu mikið frelsi og sjálfstæði og virðist það vera þáttur sem bæði virkar með og á móti nýsköpunarmennt. Einn nem- endanna sagði um nýsköpunartímana: „ það var miklu frjálsara heldur en allt annað, SVANBORG R. JÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.