Heilbrigðismál - 01.03.1981, Page 13

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Page 13
Nóbels- verðlauna- hafarnir George Davis Snell fæddist 1903 í Massachusetts í Banda- ríkjunum. Hann lauk BS-prófi í dýrafræði frá Dartmouth 1926, fór þá í Harward háskóla og lauk MS-prófi 1928 og Sc. D. 1930. Hlaut síðar heiðursgráður víða. Kenndi við ýmsa háskóla frá 1929, en varð dósent við Washington háskóla í St. Louis 1933—1934. Árið 1935 réðist hann sem rannsóknamaður til Jackson Laboratory at Bar Har- bour í Main-ríki. Þar starfaði hann og hækkaði í stöðu og stjórnaði rannsóknum, varð emeritus 1969. Hann hlaut ýmsa styrki til rannsókna, en þar ber hæst NIH-styrk 1950—1973 til að rannsaka erfðir og ónæmi vefjaflutninga. Snell er meðlim- ur ótal margra vísindafélaga heima og erlendis. Sömuleiðis hefur hann hlotið fjölda heið- ursverðlauna. Jean Dausset er Frakki, fæddur 1916. Hann hlaut lækn- ismenntun sína í París. Árið 1959 varð hann fyrirlesari (dós- ent) í blóðmeinafræði, síðar prófessor í ónæmis-blóðmeina- fræði við læknadeild Lariboi- seére í Saint-Louis árið 1968, og prófessor við Collége de France árið 1978. Á árunum 1962— 1968 varð hann aðstoðarfor- stöðumaður rannsóknarstofn- unar í hvítblæði og blóðsjúk- dómurn undir stjórn Jean Bernard. Jean Dausset er stofn- andi og formaður franska vefja- flutningafélagsins, auk þess er hann meðlimur vísindaaka- demíunnar og læknisfræðiaka- demíunnar ásamt fjölda vís- indafélaga franskra og útlendra. Fjölda heiðursmerkja hefur hann hlotið fyrir vísindastörf. Baruj Benacerraf fæddist 1920 í Caracas í Venesuela. Hann flutti til Bandaríkjanna 1939 og varð ríkisborgari þar 1943. Hann lagði stund á lækn- isfræði og lauk prófi í þeirri grein 1945. Hann hóf störf við sýklafræðideild Columbia læknaskólans 1948 og var þar til 1950, en flutti til Frakkalnds 1950 og starfaði þar við gerla- og ónæmisrannsóknir til ársins 1956. Hélt aftur til starfa í Bandaríkjunum og varð aðstoð- arprófessor við læknaskóla New York frá 1956—1960 í meina- fræði, en síðan starfaði hann við Heilbrigðisstofnun Bandaríkj- anna (National Institute of Health) sem prófessor í ónæm- isfræði. Hann var jafnframt prófessor í samanburðarmeina- fræði við Harward háskóla frá 1970 og einn af sérfræðilegum ráðgjöfum Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna í ónæm- isfræði. Hann hefur unt ára- bil verið einn af ritstjórum tímaritsins Immunogenetics (Ónæmiserfðafræðin) ásamt fleiri þekktum vísindamönnum, en aðalritstjóri þess rits er George D. Snell. Nafn Jean Dausset er meðal margra ann- arra þekktra ónæmisfræðinga í ritnefndinni. A.Á.&Ö.J. Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1981 13

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.