Fréttablaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 2
2 4. janúar 2010 MÁNUDAGUR LÖGREGLUMÁL Ágúst Fylkisson bíl- stjóri var stunginn þrisvar sinn- um með ydduðu skrúfjárni þegar hann reyndi að koma tveimur stúlkum til aðstoðar á nýársnótt. „Ég var edrú og á leiðinni heim til mín í Blöndubakka úr Vest- urbergi í Efra-Breiðholti. Við vorum á heimleið fjölskyldan en við vorum of mörg í bílinn svo ég ákvað að labba og koma við hjá mági mínum í Eyjabakka og óska honum gleðilegs nýs árs. Þegar ég kem fyrir endann á blokkinni sé ég mann standa þar með tveimur stelpum. Allt í einu hrindir hann annarri þeirra í götuna. Hún ligg- ur þar hágrátandi þegar ég kem að og hin stelpan er hágrátandi líka.“ Ágúst segist hafa reynt að halda manninum frá stúlkunum, sem hlupu inn í anddyri blokkarinn- ar. Hann hafi spurt aðra þeirra hvað gengi á og hafi hún þá sagt honum að maðurinn væri fyrrver- andi sambýlismaður móður hinn- ar stúlkunnar. Eftir að móðirin hafi slitið samvistum við hann hafi hann endurtekið komið aftur. Í þetta sinn hafi hann sagst ætla að drepa dóttur konunnar. Þá fór Ágúst aftur að mannin- um og reyndi að leiða hann í burtu frá blokkinni. „Þá finn ég að hann er að slá í síðuna á mér og sé að hann er með skrúfjárn sem búið er að ydda. Ég hafði engan kost annan en að spóla í hann og náði honum undir mig. En ekki fyrr en hann var búinn að stinga mig þrisvar, í bakið, upphandlegginn hægra megin og veita mér rispu á kviðinn. Hann endurtók allan tím- ann „I‘m kill you, I‘m kill you“.“ Verstan segir hann áverkann á bakinu en þar hafi skrúfjárnið stungist tvo sentimetra inn í hann og verið fáeinum millimetrum frá því að stingast inn í lunga. Alla nóttina hafi hann verið í rann- sóknum og hann mætti teljast heppinn að ekki hafi farið verr. Á meðan á átökunum stóð hringdu bæði stúlkurnar og mágur Ágústs á lögregluna sem var fljótt komin á staðinn og hafði árásarmanninn á brott með sér. Honum var sleppt daginn eftir en ekki fást frekari upplýsingar hjá lögreglunni um framgang máls- ins. Í dag ætlar Ágúst að leggja fram kæru á hendur manninum. Ágúst komst í fréttirnar í apríl í fyrra þegar hann réðst á lög- regluþjón í mótmælum bílstjóra á Kirkjusandi. Hann iðraðist atviksins og sendi frá sér afsök- unarbeiðni. Fyrir árásina hlaut hann dóm og sat inni í þrjár vikur í Hegningarhúsinu við Skóla- vörðustíg. holmfridur@frettabladid.is Reyndi að hjálpa en var stunginn þrisvar Á nýársnótt kom Ágúst Fylkisson bílstjóri að manni sem hafði veist að tveimur unglingsstúlkum. Þegar Ágúst skarst í leikinn stakk maðurinn hann þrisvar með skrúfjárni. Ágúst hafði hann undir og hélt honum þar til lögreglu bar að. ÁGÚST FYLKISSON Var stunginn þrisvar með skrúfjárni þegar hann reyndi að koma tveimur ungum stúlkum til hjálpar á nýársnótt. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL DANMÖRK, AP Leyniþjónusta dönsku lögreglunnar, PET, hafði vitneskju um að Sómalinn, sem reyndi að ráðast á skopteiknarann Kurt Westergaard á laugar- dag, hafi verið handtekinn í Keníu í september síðast- liðnum. Danska dagblaðið Politiken skýrir frá þessu og segir jafnframt að lögreglan í Keníu hafi haft hann grunaðan um að hafa ætlað að ráða af dögum Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem hafði þá verið á ferðinni í Keníu. Politiken segir enn fremur að lögreglan í Keníu hafi fljótlega látið Sómalann lausan vegna skorts á sönnunargögnum. Á laugardaginn hafði Jakob Scherf, yfirmaður PET, sagt að Sómalinn hafi verið grunaður um tengsl við hryðjuverkasamtökin Al-Shabab í austanverðri Afríku. Bo Jensen, sendiherra Danmerkur í Keníu, segir hins vegar að Sómalinn hafi verið handtekinn vegna þess að hann hafi ekki haft nauðsynleg ferðaskilríki. Hann segir að yfirvöld í Keníu hafi aldrei sagt Sómal- ann hafa verið grunaðan um hryðjuverk, heldur sé þar líklega misskilningur á ferð af hálfu Politiken. Westergaard er einn tólf danskra skopteiknara sem teiknuðu myndir af Múhameð spámanni, sem birtust í danska dagblaðinu Jyllandsposten haust- ið 2005 og ollu miklu uppnámi í heimi múslima árið eftir. - gb Sómalinn sem réðist á danska skopteiknarann Westergaard: Hugðist ráða Clinton bana KURT WESTERGAARD Danski skopteiknarinn gat forðað sér inn í sérútbúið herbergi á heimili sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÚBAÍTURNINN Hefur verið í smíðum síðan 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÚBAÍ, AP Þrátt fyrir ómælda fjárhagserfiðleika ætla fram- kvæmdamenn í furstaríkinu Dúbaí að vígja hæstu byggingu heims í dag. Byggingin er meira en 800 metra há, en endanlegri hæð hennar hefur þó verið haldið leyndri fram á síðustu stundu. „Við vorum ekki viss um hve hátt við ætluðum að fara,“ segir Bill Baker, yfirverkfræðingur byggingarinnar, sem er í Dúbaí í tilefni af vígslunni. „Þetta var eins konar könnunarleiðangur, lærdómsrík reynsla.“ - gb Fjármálakreppan í Dúbaí: Hæsta bygging heims vígð í dag Jói, verður þetta smáborgara- staður? „Nei, þetta verður heimsborgara- staður.“ Jói (Jóhannes Ásbjörnsson) stendur, ásamt félaga sínum Simma (Sigmari Vilhjálmssyni), fyrir opnun nýs veitinga- staðar á fyrstu hæð Turnsins á Höfða- torgi. Staðurinn mun bera heitið Íslenska hamborgarafabrikkan. SÖFNUN Svokallaður Iceslave- hópur stendur að byggingu minn- isvarða um Icesave-lögin og hefur safnað einni milljón króna að því er fram kemur í tilkynn- ingu sem hópurinn sendi frá sér í gær. Söfnunin hófst í desember og gert er ráð fyrir að í minnis- varðann verði grafin nöfn þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði með frumvarpinu. Ef svo fer að forseti Íslands samþykkir lögin verður nafn hans einnig greypt í steininn. Gert er ráð fyrir að minnis- varðinn verði reistur í Reykjavík en ekki hefur verið ákveðið hver mun gera hann. - jhh Iceslave-hópurinn: Milljón fyrir minnisvarða BORGARBYGGÐ Íbúar í uppsveit- um Borgarfjarðar efndu til fjöl- menns fundar í gær vegna tillögu sem komin er fram í sveitar- stjórn Borgarbyggðar um að leggja grunnskólann á Klepps- járnsreykjum niður. Grunnskólinn á Kleppjárns- reykjum hefur verið starfræktur í meira en hálfa öld en með lokun grunnskólans er talið að spara megi um 40 milljónir í rekstri sveitarfélagsins. Ætlunin var að halda innihaldi tillögunnar leyndri en efnislegt innihald hennar lak út sem varð til þess að hópur fólks ákvað að boða til fundarins og varð niður- staða fundarins sú að mótmæla tillögunni. 160 manns mættu á fundinn en hinn 30. desember síðastliðinn sprakk samstarf svo- kallaðrar þjóðstjórnar í Borgar- byggð vegna ágreinings á sveit- arstjórnarfundi um tillöguna. - jma Lokun Kleppsjárnreykjaskóla: Fjölmenn mót- mæli íbúanna BRUNI Friða átti braggann sem brann á gamla vallarsvæðinu við Keflavík á nýársdag. Hann hýsti Sölunefnd varnarliðseigna á árun- um 1952 til 2004. Alfreð Þorsteinsson, sem gegndi starfi forstjóra hjá Sölu- nefnd varnarliðseigna, segir eft- irsjá að bragganum, ekki síst í ljósi þess að til hafi staðið að varðveita hann. „Þarna voru skrifstofur þess aðila innan Varn- arliðseigna sem var í beinu sam- bandi við varnarliðsmenn á vell- inum,“ segir hann. „Það stóð til að varðveita þennan bragga, því hann var einn af fáum sem stóðu þarna eftir, til minja um þessa tegund húsa sem voru svo algeng hér á árum áður. Að því leyti er eftirsjá að honum.“ Í bragganum fóru fram ýmiss konar viðskipti við varnarliðið. Þar voru bílaviðskipti algengust, varnarliðsmenn komu þangað með bíla sem þeir vildu selja í lok vist- ar sinnar á Íslandi. Þar voru þeir skoðaðir og gerðir samningar um kaup. Sala varnarliðseigna gerði þeim þá tilboð og miðaði verðið við verð á bílum eins og það var í New York á hverjum tíma. Enginn var nálægur þegar eld- urinn kom upp og ekkert er enn vitað um upptök hans. - hhs Fyrrverandi húsnæði Sölunefndar varnarliðseigna brann á nýársdag: Til stóð til að friða braggann ALFREÐ ÞORSTEINSSON Fyrrverandi forstjóri Sölunefndar varnarliðseigna segir eftirsjá að bragganum sem brann á nýársdag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BRETLAND, AP Gordon Brown, for- sætisráðherra Bretlands, skýrði frá því í gær að líkamsskannar, sem sýna líkama fólks án fata, verði teknir í notkun á Heathrow- flugvelli við London. Hann segir að öll öryggisgæsla á flugvöllum verði hert eftir að manni tókst að komast með sprengiefni um borð í bandaríska farþegaflugvél á jóladag. Meðal annars verði hand- farangur allra farþega, einnig þeirra sem aðeins millilenda í Bretlandi, grandskoðaður. Hollendingar hafa áður lýst því yfir að skannarnir verða teknir í notkun þar í landi fyrir millilandaflug til Bandaríkj- anna. - gb Nektarskannar í Bretlandi: Teknir í notkun á Heathrow Apar nota verkfæri Vísindamenn hafa í fyrsta skipti orðið vitni að því að simpansar notuðu áhöld til að brjóta mat í smærri og meðfærilegri bita, að því er fram kemur á vef BBC. Hópur simpansa í Nimba-fjöllum í Afríkuríkinu Gíneu notar kylfur til að brjóta treculia- ávexti í smærri bita. Ávextirnir eru á stærð við lítinn fótbolta, svo aparnir ná ekki að bíta í þá, segja vísinda- menn sem rannsakað hafa hegðun apanna. DÝRALÍF SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.