Fréttablaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 26
BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar 18 4. janúar 2010 MÁNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Mannætu- skurðaðgerðir Til hamingju með þetta, Pondus! Takk fyrir allt saman. Og ég vona að þú hafir lausa vinnu fyrir mig þegar ég kem aftur. Við skul- um sjá ... Þú verður að spila rétt úr þínum spilum til þess! hahahaha! Sjáumst! Góða ferð! Hvar er nú raf- magnspannan mín? Uhmm, hún er kannski uppi í herbergi hjá mér. Uppi í herbergi hjá þér. Ég bjó til stóran skammt af spagettíi með osti og borðaði uppi í herbergi. Og það er alveg mögu- leiki á því að ég hafi sett hana inn í skáp hjá mér í stað þess að bera hana alla leið niður. En þú ert ekki viss. Nei, kannski er ég að hugsa um brauðristina. Gaffal! Mamma sagði henni að leika við pabba og pabbi sagði mér að leika við hana og núna er ég að segja þér að leika við hana. Það er allt í lagi, ég er vanur því að taka við verkefnum af öðrum. Teiknimyndirnar í Ríkissjónvarpinu eru oft býsna skemmtilegar. Mikið er lagt í góðar talsetningar með eðalleikur- um og gaman að heyra hvað krakkarnir sem fengnir eru í þær hafa náð góðu valdi á listinni. Þýðingarnar eru líka afbragð þótt stundum verði fígúrurnar uppvísar að orðalagi sem vekur upp hjá mér spurn- ingar, orðalagi sem ég hnýt hvorki um í bókum né leikritum fyrir börn. Um daginn stóð ég til dæmis eina fígúruna að því að „krossa hjarta sitt“ sem er auðvitað beint úr ensku. Þarna hefði verið hægur vandi að lofa frekar upp á æru og trú. UM daginn keyrði þó um þverbak. Þá var boðið upp á örstutta mynd sem hét Úganda því það var einmitt þar sem hún gerðist. Lítil stelpa vildi fá að leika við bróður sinn en þurfti þess í stað að sækja vatn í brunninn fyrir mömmu þeirra. Á leiðinni varð hún að gæta sín á ljóni og fíl sem urðu á vegi hennar. Allt fór þó á besta veg og stúlk- an rataði heim með vatnið. Ekki voru það ljónin eða fíllinn sem skutu mér skelk í bringu, heldur sú staðreynd að stúlkan var karlkennd allan tím- ann auk þess sem drengur las inn frásögnina í 1. persónu. Á meðan stúlkan arkaði eftir sléttunni klædd þessum fína kjól sagðist drengurinn verða að vera „vökull“ og gott ef ekki „duglegur“ líka. ÞESSI vinnubrögð eru einfaldlega van- virða við börn. Ég velti því líka fyrir mér hvers vegna þýðandinn, gefi ég mér að hann hafi aðeins fengið textann á blaði á ensku eða Norðurlandamáli, hafi gert ráð fyrir að vökult og duglegt barn hljóti að vera drengur. Engum blöðum er um að fletta að íslenskan hefur breyst talsvert frá því ég var barn. Nú virðist til dæmis hægt að elska hvað sem er, jafnvel ullar- sokka og osta. Ég vandist því að aðeins væri hægt að elska aðra manneskju og þá helst bara eina í einu – annars komst fólk í bobba. ÞEGAR ég heyrði fyrst einhvern segj- ast „elska að hlaupa“ sá ég viðkomandi fyrir mér fara höndum um sig kviknakinn á spretti. Nú fer slíkum sýnum fækkandi, enda er ég farin að venjast þessu orðalagi. Sonur minn elskar til að mynda sjóræn- ingja og vinur hans elskar löggur. Þegar vinahópurinn safnast saman heima hjá okkur bregður hann sér gjarnan í bún- inga og lítur þá út eins og Village Peop- le. Maður bugtar sig bara og beygir fyrir svona fallegum tilfinningum. Þegar ég fer aftur til þess tíma þegar ég var lítil stelpa í Safamýri er ég heldur ekki frá því að ég hafi einmitt elskað skotbolta, rúmenska fimleikaundrið Nadiu Comaneci og bragð- ið af mjólkinni sem varð eftir í skálinni þegar kókópöffsið var búið. Ég vissi það bara ekki þá. Ég elska alla!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.