Fréttablaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 12
12 4. janúar 2010 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Nú er tæpt ár liðið frá því rík-isstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fór frá völdum og boðað var til kosninga. Þetta voru söguleg tíðindi. Á tímamótum setjumst við niður og lítum yfir farinn veg en horf- um líka fram á veginn. Og þegar litið er yfir síðustu 11 mánuðina sem ríkisstjórn Vinstri-grænna og Samfylkingar hefur verið við stjórnvölinn má sjá að margt gott hefur áunnist en mikilvægt er að hafa í huga að verkefnið er rétt að hefjast. Þegar réttlætið nær fram að ganga Í því ástandi sem ríkt hefur á Íslandi frá því að hrunið skall á okkur af fullum krafti 6. októb- er 2008 er mikilvægt að sjá stóru myndina. Stærsta verkefni sam- tímans á Íslandi er að tryggja það að réttlætið nái fram að ganga. Þess vegna var eitt af fyrstu verkefnum ríkisstjórnar Vinstri- grænna og Samfylkingar að fá til liðs við Íslendinga Evu Joly með alla sína reynslu og þekkingu og af sömu sökum hafa embætti sak- sóknara verið styrkt. Hrunið leiddi í ljós að mikil gjá hafði myndast milli stjórnvalda og þjóðarinnar. Stjórnvöld voru engu síður en bankarnir orðin firrt. Forsvarsmenn þjóðarinnar litu svo á að alvarleg vandræði bankanna væri ekkert sem góð fréttatilkynn- ing gæti ekki lagað, eða þá blaða- mannafundur ef í hart færi. Það sem er alvarlegast er sú vitneskja sem stjórnvöld höfðu en héldu frá almenningi og aðhöfðust ekkert fyrr en allt var orðið um seinan. Hvernig komust við af þessum vonda stað í tilverunni þar sem hver höndin er upp á móti annarri og engin sátt né sáttarvilji virðist vera? Svarið er að það gerist þegar réttlætið nær fram að ganga. Og það tekur tíma. Þjóðin verður að vera þolinmóð en samt verður hún að fylgjast vel með og veita nauð- synlegt aðhald. Ég lít svo á að lykilinn að fram- tíðinni sé að finna í mennta- og menningarmálaráðuneyti en þar hefur staðið yfir mikil vinna sem varðar mikilvæga þætti í menntun íslensku þjóðarinnar. Frá því síð- asta vor hefur verið unnið að því að auka samstarf og gæði á sviði háskóla og rannsókna. Í sambandi við þá vinnu hefur verið skapaður vettvangur fyrir faglega umræðu um háskólastigið með sérstökum málþingum. Þá var nú í nóvember lagt fyrir þingið nýtt frumvarp um fram- haldsfræðslu sem verður vonandi að lögum á næstu mánuðum. Þar er sniðinn rammi um hvers kyns fullorðinsfræðslu með áherslu á að gefa sem flestum tækifæri til að bæta menntun sína, öðlast nýja hæfni á vinnumarkaði og verða virkari þegnar í lýðræðissam- félagi. Frumvarpið var unnið í nánu og góðu samstarfi við aðila á vinnumarkaði. Mikilvægasta verkefnið er þó án efa gerð nýrra námskráa fyrir leikskóla, grunnskóla og fram- haldsskóla. Fimm grunnþættir í nýjum námskrám, sem allir tengj- ast alþjóðlegum hugmyndastraum- um um skipulag skólastarfs, eru læsi í víðum skilningi, s.s. fjöl- miðlalæsi og fjármálalæsi; lýð- ræði; jafnrétti; menntun til sjálf- bærni og skapandi skólastarf. Þegar þing kemur saman að nýju síðar í janúar mun ég mæla fyrir nýju frumvarpi um fjölmiðla. Í því eru kröfur loks samræmd- ar fyrir alla fjölmiðla, þannig að sömu reglur ná yfir hljóð- og myndmiðla, prentmiðla og fjöl- miðla á netinu. Í því er mælt fyrir um að settar verði reglur um gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum, að settar verði reglur um ritstjórn- arlegt sjálfstæði, vernd heimild- armanna sem og blaða- og frétta- manna verði aukin og að skipuð verði nefnd til að kanna samþjöpp- un á eignarhaldi á fjölmiðlamark- aði. Á síðasta ári voru einnig stigin tvö mikilvæg skref, hvort á sínu sviði. Grunnframfærsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna var hækk- uð um 20% sem var tímabært og nauðsynlegt í því ástandi sem ríkir nú í samfélaginu. Hitt stóra skrefið var það að starfslaunum listamanna var fjölgað en listin er nauðsynlegur hluti samfélags- ins. Hún er ekki aðeins afþreying, hún er spegill fyrir þjóðina og á sviði listarinnar eru gerðar marg- ar rannsóknir á samfélaginu sem ekki verða gerðar á annan hátt. Fyrir utan þetta samfélagslega mikilvægi er líka ljóst að listirnar leika mikilvægt hlutverk í kynn- ingu þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. Réttlæti Vonandi verður árið 2010 ár rétt- lætis. Verkefnin eru óþrjótandi. Mikið uppbyggingarstarf er enn fyrir höndum og mikilvægt er að vanda til verka. Nauðsynlegur hluti þess er að við horfum, hvert fyrir sig, inn á við, og gerum upp við sjálf okkur. Þegar því ferli lýkur getur sáttaferlið hafist. Höfundur er menntamálaráðherra. Ár réttlætis UMRÆÐAN Oddný Sturludóttir skrifar um atvinnu Atvinnuleysi er staðreynd á Íslandi. Stjórnvöld leggja nú allt undir í uppbyggingar- starfinu svo hér megi reka fyr- irtæki og heimili við skaplegar aðstæður. Sveitarstjórnarstigið er ekki síður mikilvægt og sér- staða Reykjavíkur er tvíþætt: Atvinnuleysi er meira í Reykjavík en annars staðar, utan Reykjaness, og Reykjavíkurborg er einn stærsti vinnustaður lands- ins. Ábyrgð borgarinnar er því mikil. En umræða um atvinnuleysi og atvinnusköpun má ekki einkennast af stórkarlalegum yfirboðum um risavaxnar töfralausnir og áherslu á ósveigjan- legar skilyrðingar sem þjóna ekki tilgangi sínum til langtíma litið. Aldrei má gleymast að huga að vel- ferð þeirra sem eru í atvinnuleit, ólíkra þarfa þeirra og aðstæðna. Langtímaatvinnuleysi er t.a.m. ákaf- lega villandi hugtak. Fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði getur einn mán- uður í atvinnuleysi haft mjög alvarlegar afleiðing- ar, hvað þá sex mánuðir. Þegar kemur að ráðgjöf og úrræðum hentar eitt atvinnuleitanda á sextugsaldri og annað ungmennum á þrítugsaldri. Nýverið sam- þykkti borgarstjórn að verja 150 milljónum króna á árinu 2010 til atvinnuskapandi verkefna á vegum borgarinnar, og því fé verður útdeilt á grundvelli leiðarljósa úr skýrslu atvinnumálahóps sem var samþykkt í borgarstjórn nýverið. Lögð verður meiri áhersla á starfsþjálfun, sértæk atvinnuátaksverk- efni til nokkurra mánaða og samfélagslega ábyrgð borgarinnar gagnvart ungu fólki og starfsmönnum með fötlun, auk annarra aðgerða sem eru í útfærslu hjá Atvinnumálahópi þessa dagana. Ég vil skoða ábyrgð hins opinbera í víðara sam- hengi, kvaðir um ráðningu fólks af atvinnuleysis- skrá í starfsþjálfun eða sérstök verkefni eru nauð- synlegar á meðan atvinnuleysi er jafn mikið og raun ber vitni. Virkni atvinnuleitanda er gríðarlega mik- ilvæg, aðgerðarleysi hefur lamandi áhrif á tilveru fólks, fjölskyldur þeirra og börn. Enn og aftur kveð ég þá góðu vísu að samstarf ríkis og borgar hefur aldrei verið meira aðkallandi. Atvinnuleysi er risa- vaxið sameiginlegt verkefni sem mun hafa hræði- legar afleiðingar til langframa fyrir hinn atvinnu- lausa og samfélagið allt ef strengirnir eru ekki stilltir saman. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður atvinnumálahóps borgarstjórnar. Velferð og atvinna KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Í DAG | Lýðræði, menntun, réttlæti ODDNÝ STURLUDÓTTIR Réttar og rangar kennitölur Fulltrúar InDefence afhentu undir- skriftir og ræddu við forsetann á Bessastöðum á laugardag. Þar var hópurinn líka með blys til sölu. „Í stað þess að taka einungis við peningum, afhentum við miða með reikningsnúmeri. Nú hefur komið í ljós að prentvilla var á miðanum sem fylgdi blysunum og kennitala mín sem fylgir reikn- ingnum rangt skráð. Þar sem ég lagði sjálfur út fyrir stórum hluta blys- anna vona ég að einhverjir sem fengu blys hjá okkur sjái þessa færslu,“ skrifar Ólafur Elíasson á Facebook-síðu hópsins. Svo er bara að vona að þar á bæ sé betur haldið utan um kennitölurnar í áskorun þeirra til forsetans um þjóðarat- kvæðagreiðslu vegna nýju Icesave- laganna. Tveir skýrir kostir Einar Kristinn Guðfinns- son, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, skrifar á heimasíðu sína að Ólafur Ragnar Grímsson forseti standi frammi fyrir tveimur skýrum og afdráttarlaus- um kostum í Icesave-málinu. Sá fyrri sé að að forsetinn fylgi eigin stefnumótun frá árinu 2004 og synji lagasetningunni frá 30. desember staðfestingar. Hinn síðari sé að forsetinn éti ofan í sig fyrri skoðanir og staðfesti lögin með undirskrift sinni. Sem sagt Ólafur Ragnar hefur tvo kosti; að synja lög- unum eða staðfesta. Eitthvað virðist hafa skolast til hjá Einari Kristni því hann gleymir því að forsetinn stendur alltaf frammi fyrir þessum tveimur kostum þegar ný samþykkt lög frá Alþingi koma á hans borð – það er jú hans hlutverk samkvæmt stjórnar- skrá að synja þeim eða staðfesta. olikr@frettabladid.is, kristjan@frettabladid.isV onir margra standa til að árið 2010 marki upphaf að nýrri framtíð, að á uppgjöri við fortíðina verði unnt að reisa skapandi framtíð sem byggir á sátt. Árið 2009 er af flestum kvatt með litlum söknuði. Það var enda uppfullt af átökum og ómálefnalegri umræðu sem ein- kennst hefur af gífuryrðum. Vinstristjórn tók við völdum snemma árs, fyrst sem minni- hlutastjórn en fékk í kosningum meirihlutaumboð sem markaði tímamót í pólitískri sögu þjóðarinnar. Í kjölfar hrunsins voru uppi raddir um að farsælast kynni að vera að hér yrði mynduð þjóðstjórn allra flokka sem á Alþingi sitja. Þessar raddir heyrast enn. Slíkt gæti sýnst góður kostur við þær sérstöku aðstæður sem óneitanlega skapast í kjölfar algers efnahagslegs hruns. Á móti kemur að tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur, héldu með litlum hléum um stjórnartaumana í landinu á þeim árum og áratugum þar sem grunnur var lagður að þeim innri aðstæðum sem gerðu birtingarmynd hinnar alþjóðlegu fjár- málakreppu svo vægðarlausa hér. Ýmis rök hníga þess vegna að því að það sé brýnt að halda þessum flokkum frá völdum. Nýársávarp formanns Sjálfstæðisflokksins til lesenda Frétta- blaðsins styður við það sjónarmið. Þar er ekki boðið upp á lausnir aðrar en aukin útgjöld og lægri skatta. „Þeim hefur farnast best sem sýnt hafa aðhald í ríkisrekstri,“ segir formaður þess flokks sem stórjók útgjöld ríkisins á valdatíma sínum, auk þess að byggja upp stjórnsýslu þar sem flokksskírteini og vensl voru tekin fram yfir fagleg sjónarmið við mannaráðningar. Í nýársávarpi sínu benti forseti Íslands á að líklega væri skortur á sjálfstæði dómstóla einn veikasti hlekkur íslenskrar stjórnskip- unar. Sú tilhögun að ráðherrar ráði einir skipan dómara og þurfi ekki að styðjast við óháð og faglegt hæfnismat býður heim þeirri hættu að flokksskírteini og -hollusta vegi þyngra en málefnaleg sjónarmið við val á dómurum. Þetta sýna fjölmörg dæmi undan- farinna ára og áratuga að verið hefur raunin. Þetta gildir ekki eingöngu um dómstóla, eins og forsetinn benti einnig á, heldur hefur stjórnkerfið allt liðið fyrir flokks-, vina- og venslaleiðina sem svo iðulega hefur ráðið för við mannaráðning- ar hér í fámennissamfélaginu. Ekki þarf að fjölyrða um hvað sú aðferð hefur veikt getu stofnana til að veita aðhald. Ekki síst af þessari ástæðu er mikilvægt að nýir vendir sópi áfram um hríð í stjórnarráðinu. Þeir sem á þeim halda þurfa þó að gæta þess að þeir slitni ekki fyrir aldur fram. Dæmin sýna að slíkt getur gerst og hefur gerst. Eftir fáeinar vikur verður Pandórubox rannsóknarnefndar Alþingis opnað. Ef sú mikla upplýsingasöfnun sem unnin hefur verið á vegum nefndarinnar á að leggja grunn að framtíð sem byggir á sátt þá er ljóst að hagsmunatengsl, meðvirkni og leynd fortíðar verða að víkja fyrir faglegum og heiðarlegum vinnu- brögðum framtíðar. Þetta próf þarf ekki aðeins ríkisstjórnin að standast heldur Alþingi allt. Þá vaknar von um að hér verði byggt upp heilbrigt samfélag með traustum innviðum. Miklar vonir eru bundnar við nýhafið ár. Framtíð reist á uppgjöri STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.