Fréttablaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 10
10 4. janúar 2010 MÁNUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, um öryggis- og varnarsamstarf Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráð- herra Íslands telur mikil- vægt að norrænt samstarf í öryggis- og varnarmálum verði skoðað. Norðurlöndin eigi margt sameiginlegt á því sviði þó að sagan og for- tíðin sé að mörgu leyti ólík. Tillögur Stoltenbergs gera ráð fyrir samstarfi í varnar-og öryggismál- um sem hefur verið utan hefðbund- ins norræns samstarfs til þessa. Hver er þín skoðun? Mér finnst mjög tímabært að menn fari að skoða norrænt sam- starf í öryggis- og varnarmálum, þessi málaflokkur hvað Norðurlönd- in varðar hefur verið í frosti í 45 ár eiginlega allan tíma kalda stríð- ins. Danmörk, Noregur og Ísland eru í NATO, Finnland og Svíþjóð eru hlutlaus lönd. Einhverra hluta vegna hefur ekkert breyst í sam- starfi Norðurlandanna í þessum málaflokki þrátt fyrir að allt hafi verið á fleygiferð síðan 1990. Var því kominn tími til að endur- hugsa málið? Það er mjög tímabært að dusta rykið af umræðu um málaflokk- inn. Norðurlöndin eiga svo margt sameiginlegt á þessu sviði þótt saga þeirra og fortíð séu ólík að mörgu leyti og pólitískir og sálfræðileg- ir þættir séu mismunandi frá einu landi til annars. Þetta eru allt smá- ríki, það er ekki mikill munur á stærð þeirra og valdastöðu. Hvert ríki fyrir sig hefur ekkert sterka stöðu, en sameiginlega geta þau skipt máli innan Evrópusambands- ins, innan NATO, innan Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, innan Sameinuðu þjóðanna og víðar. Varnarbandalag ekki tímabært En má skilja síðustu tillögu Stolten- bergs um samstöðu gagnvart ógnun sem drög að varnarbandalagi? Mér finnst sú tillaga kannski ekki tímabær. Þau ríkjanna sem eru í NATO hafa þar ákveðið skjól. Þau sem eru í Evrópusambandinu hafa þar líka sams konar skjól. ESB hefur samþykkt að sérhvert ríki komi hinum til hjálpar í tengslum við hryðjuverkaárásir. Þannig að við erum öll dekkuð. Þess vegna held ég að þetta bæti engu við það og ég held að við eigum ekki að vera mikið að horfa á þennan varn- arþátt. Ekki hluti sem lúta að her- vörnum. Hvað þá? Við eigum að horfa á örygg- isþáttinn og hvernig við getum unnið saman á sviði öryggismála og hvernig við getum sérhæft okkur á sviði öryggismála. Ef maður horfir á þetta á heimavelli þá geta Norð- urlöndin sérhæft sig á sviði björg- unar á sjó eða björgun gagnvart umhverfisvá. Ríki eru í auknum mæli að sérhæfa sig, til dæmis Eist- land á sviði tölvuvarna og Tékkland á sviði efnavopna. Ég held að Norð- urlöndin saman gætu sérhæft sig. Þau þyrftu auðvitað að spekúlera í hvernig búnað þau þurfi, hvern- ig varnir þau þurfi, hvernig verk- efnum þau eigi að sinna, hvernig þau geti lagt saman á þessu sviði. Við eigum öll hagsmuna að gæta á Norðurslóðum. Allt sem lýtur að hafinu getur verið okkar sérstaða þegar kemur að öryggis- og varn- armálum á heimavelli. En við höfum líka aðrar skyld- ur. Allar Norðurlandaþjóðirnar eru meðvitaðar um að við búum við ákveðin lífsgæði, ákveðna samfé- lagsgerð sem leggur okkur skyldur á herðar. Við getum sérhæft okkur til dæmis í mannúðarmálum, neyð- arhjálp, friðargæslu, verndun flótta- manna, þróunaraðstoð og almennri uppbyggingu ríkja, að koma á starf- hæfum ríkisstjórnum. Þetta geta orðið okkar verkefni á útivelli. Raddir á Íslandi segja að Norð- urlöndin hafi brugðist Íslending- um gagnvart fjármálaógn í Icesa- ve-málinu. Engin samstaða þar? Nei, mér finnst ekki hægt að orða það með þeim hætti. Samstarf um innkaup til bóta Ef samstarf á hernaðarvettvangi er ekki á dagskrá hvað þá með tví- hliða samstarf eins og Dana og Íslendinga í strandgæslu og önnur lönd sem vinna saman til dæmis við innkaup á hergögnum. Ég held að samstarf um innkaup á hergögnum og tækjum og tólum geti bara orðið til hagsbóta, það þurfa allir að skera niður eða takmarka útgjöld sín til varnarmála. Sam- starf okkar hér á norðurslóðum við Danina, ég sé enga ástæðu til ann- ars en að það verði útvíkkað til ann- arra Norðurlanda og fleiri landa. Hvers vegna fleiri lönd en Norð- urlöndin? Þegar við komum út á hafið á norðurslóðum þá verða að eiga sér stað það miklar fjárfestingar þar á komandi árum og þá þurfum við samstarf við öflugri þjóðir, Kanada- menn, Bandaríkjamenn, Rússa og þess vegna Kínverja, Japani, jafn- vel Norður-Kóreumenn og fleiri ef það opnast þessar Norðurslóðaleið- ir. Hvaða ógnir sérðu þarna? Við megum ekki missa tökin á málunum annars vegar gagnvart stórveldunum og hins vegar gagn- vart stórfyrirtækjunum, sem munu fara að gera sig gildandi á þessum svæðum. Við gætum staðið saman Norðurlöndin og tekið það upp á vettvangi NATO, ÖSE og víðar að norðurskautið gæti orðið kjarnorku- vopnalaust svæði. Er þetta raunhæf hugmynd? Bæði bandarískir og rússneskir kjarn- orkukafbátar hafa verið mikið á þessum svæði, það hlýtur að vera stórt ljón í veginum að gera svæð- ið kjarnorkuvopnalaust? Þá yrði væntanlega umferð slíkra kafbáta bönnuð. Þess vegna segi ég að þetta er ekki einfalt mál, en það væri þess virði að standa saman um að byrja að vinna þessu máli. Kannski gæti maður séð fyrir einhverja áfanga á þessari leið, byrja á því að allir gefi upplýsingar um ferðir slíkra fara- tækja á hafsvæðinu, byrja á því að menn geri sér grein fyrir hvernig menn ætli að bregðast við ef eitt- hvað kemur upp á varðandi þessi farartæki og þarna hafa nú orðið slys. Það tæki auðvitað langan tíma, það þarf miklar umræður og rök- semdir. Það skiptir máli að við gætum staðið saman að því að þarna verði ekki hernaðarumsvif, það verði dregið úr þeim eins og mögulegt er og helst að þetta verði kjarnorkuvopnalaust svæði. Þannig að þarna gætu Norður- löndin haft frumkvæði? Við erum ekki kjarnorkuveldi og höfum heilmikilla hagsmuna að gæta á svæðinu varðandi umhverf- ið og það væri í hættu ef eitthvað gerðist. Ein af spurningunum sem var lagt upp með [fyrir ritið sem viðtalið birtist í] var að þú ímyndaðir þér að þú værir forsætis- eða varnarmála- ráðherra árið 2049 og þú þyrftir að færa rök fyrir því með eða hafna því að norrænu ríkin efli samstarf sitt á sviði varnar- og öryggismála. 2049? Það er ansi langt þangað til. Ég veit að Norðurskautið verð- ur svæði sem skiptir æ meira máli hvað varðar orkuvinnslu, sigling- ar, ferðamennsku, fiskveiðar og allt mögulegt. Þetta verður svæði sem hefur vaxandi vægi, þarna eiga allar norrænu þjóðirnar mik- illa hagsmuna að gæta og það er engin spurning að þau eiga að vinna saman þarna. En hefði náið samstarf þjóðanna í öryggismálum einhverjar afleiðing- ar fyrir samstarf þjóðanna í NATO og ESB? Nei, ég geri ekki ráð fyrir því, auðvitað gætu verið einhver vand- kvæði í sambandi við það, ég skal ekki segja. Ef Íslendingar væru í ESB þá stæðu Norðmenn einir fyrir utan og þá væri það minna vanda- mál og það er heilmikið samstarf Finna og Svía við NATO. Ég sé ekki vandann í því sérstaklega. Það eru margir sem segja að norrænt samstarf hafi lítið breyst en það hafa ýmsir nýir þættir og áherslur komið inn eins og sam- starfsvettvangur forsætisráðherr- ana um hnattvæðingu, sérðu ein- hver fleiri slík tækifæri? Ég held að það þurfi að verða til í forsætisráðuneytum Norður- landanna einhver miðlæg stýring í öryggismálum. Það þarf að sam- hæfa svo marga aðila, þá sem vinna að varnarmálum, löggæslu, björgun, umhverfismálum, það sem tengist heilbrigðismálum, það er alls konar slík vá sem getur steðjað að okkur. Það er enginn aðili sem getur sam- tengt þá alla nema forsætisráðu- neytin. Síðan þarf að auka sam- starf forsætisráðherranna á sviði öryggis- og varnarmála, jafnvel þarf að koma á fót einhvers konar öryggismálanefnd sem hefði ekki boð vald en væri samráðsvettvang- ur. Kannski svipað og hnattvæðing- arsamstarfið. Menn hafa verið að skilgreina öryggi miklu víðar en áður og þú sérð þá fyrir þér miklu víðtækara samstarf á því sviði þó að það verði ekki á hefðbundnu varnarmála- sviði. Það verða aldrei varnarmála- ráðuneyti eða utanríkisráðuneyti sem geta farið með slík öryggis- mál. Það verða bara forsætisráðu- neyti sem geta haft boðvald gagn- vart öllum ráðuneytum. Sameiginleg sendiráð góð hugmynd Stoltenberg nefnir ýmsa praktíska hluti eins og sameiginleg sendi- ráð? Þetta finnst mér mjög fín hug- mynd. Það er svo mikilvægt á þessu sviði að menn reyni að halda aftur af útgjöldum, það verður aldrei skilningur á því heima fyrir hjá almenningi að þarna þurfi að auka útgjöld, fólk vill skera niður á þessu sviði. Að sameinast að ein- hverju leyti held ég að geti verið mjög góður kostur. Það hefur alltaf verið litið á sendiráð sem tvíhliða samstarf. En kannski við getum hugsað okkur sendiráð málaflokka. Við gætum verið með sendiherra jafnréttismála. Af hverju getum við ekki sameinast um það? Þarna höfum við mikla sögu og af miklu að miðla. Sendiherra friðarmála? Ég er að hugsa upphátt, en ef við færum að horfa frá beinlínis tví- hliða sendiráðum og horfa meira á málaflokka. Það var nú sagt að ríki ættu ekki vini, þau ættu hagsmuni. Er þetta samstarf byggt upp á hagsmunum eða einhverju dýpra? Þetta er svolítið eins og fjöl- skyldutengsl, Norðurlöndin eru eins og nána fjölskyldan okkar, nærfjöl- skyldan, Evrópa er stórfjölskyldan og svo getum við víkkað þetta út. Þetta er bara þannig. Alltaf koma náttúrulega hagsmunir inn í þetta. Samt sem áður má ekki vanmeta að það verða til bönd og tengingar, fólk lærir að þekkja hvert annað. Það skiptir máli og að eiga sér sam- eiginlega sögu. En afstaða almennings til sam- starfsins? Norrænt samstarf hefur aldrei verið neitt vandamál á Íslandi, fólki finnst þetta sjálfsagt. Þess vegna vekur það enga tortryggni þegar upp kemur umræða um norrænt öryggis-og varnarmálasamstarf. Á hvað á að leggja áherslu í varn- málunum? Öll ríkin þurfa að forgangsraða í varnarmálum, það er ekkert ein- falt, en það er ekki hægt að útiloka gömlu vopnuðu átökin. Menn geta ekki útilokað landfræðilega stöðu sína. Menn geta því aldrei gefið algerlega frá sér gömlu átökin þegar kemur að varnarmálum. Það er bara eitt ríki sem mönnum dettur í hug þegar talað er um slíka ógn við Norðurlöndin … Rússland er auðvitað alltaf granni og þjóðernissinnað Rússland getur verið varhugavert. Það gæti auðvit- að skapað ákveðna hættu en nor- rænt varnarbandalag væri engin vörn gegn slíkri hættu, það eru NATO og Evrópusambandið. En það er engin ógn sem steðjar frá Rúss- landi núna. Þannig að hugmyndin sem var nú lögð af fyrir 1950 um sameiginlegt norrænt varnarbandalag er ekki tímabær núna? Nei, við eigum ekki að byrja þá umræðu. Það gæti vel verið að í framtíðinni geti það þróast út í það, en það eru aðrir hlutir sem við eigum að byrja á og þróa samstarf- ið á sviðum sem er pólitískt gerlegt, þar sem við höfum fólkið í löndun- um með okkur, þar sem við höfum öll hagsmuna að gæta, það sem er raunsætt og gerlegt. Norrænt samstarf um Norðurskautið INGIBJÖRG SÓLRÚN Segir sameiginleg sendiráð Norðurlandanna vera góða hug- mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EINN FYRIR ALLA ALLIR FYRIR EINN Sumarið 2008 var Thorvaldi Stolt- enberg fyrrverandi utanríkis- og varnarmálaráðherra Noregs, falið það verkefni af ríkisstjórnum Norð- urlandanna að semja skýrslu um nýjar tillögur að norrænu sam- starfi í utanríkis- og varnarmálum sem endurspegluðu breytta heims- mynd. Meðal þess sem Stoltenberg lagði til var að Norðurlönd ættu að taka ábyrgð á loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu yfir Íslandi. Alls eru í skýrslunni kynntar þrettán tillög- ur að efldu samstarfi Norðurland- anna á sviði utanríkis- og öryggis- mála. Auk loftrýmisgæslunnar snúa þær að friðargæslu, öryggi á norð- urslóðum (ekki síst hinni væntan- legu siglingaleið yfir Norður-Íshaf), vörnum gegn tölvuárásum, sam- nýtingu sendiráða, norrænni sam- stöðuskyldu og fleiru. Í nýútkomnu ársriti Norræna ráðherraráðsins og Norðurlanda- ráðs, Einn fyrir alla allir fyrir einn, nýtt norrænt varnarsamstarf?, er að finna viðtöl við fyrrverandi og núverandi stjórnmálamenn Norð- urlandanna. Viðtölin eru tekin af norrænum blaða og fréttamönn- um. Bogi Ágústsson hjá frétta- stofu Ríkissjónvarpsins tók viðtalið við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur, fyrrverandi utanríkisráðhera Íslands.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.