Fréttablaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 34
26 4. janúar 2010 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Sparaðu á nýju ári! 580-0000 NÝTT SÍMANÚMER HJÁ A4 SKRIFSTOFU OG SKÓLA Af hverju að sækja þegar þú getur fengið sent? Smáratorgi + Kópavogi Dalsbraut 1 + Akureyri sala@a4.is + www.a4.is Endurunnin dufthylki eru allt að 50% ódýrari heldur en dufthylkin frá framleiðanda. 15% auka kynningarafsláttur í janúar. Hafðu samband við okkur í síma 580-0000 og athugaðu hvort við eigum endurunnið dufthylki í prentarann þinn. Verð frá 6.537 kr. HP 12A 17.990 kr. 6.537 kr. 15% AFSLÁTTUR Fjölnotapappír 499 kr.frá Bréfabindi 99 kr.frá Gylfi Þór Sigurðsson átti magnaðan leik með Reading er liðið gerði 1-1 jafntefli við Liverpool í leik sem Reading hefði hæglega getað unnið. Gylfi var ánægður með leikinn en var aftur á móti ekki eins kátur yfir sigri Leeds á Man. Utd. „Ég er mikill United-maður og vildi fá United í næstu umferð og það á Old Trafford,“ sagði Gylfi Þór við Fréttablaðið skömmu eftir leik Man. Utd og Leeds. Hann var enn að jafna sig eftir leikinn gegn Liverpool. „Ég ligg bara uppi í rúmi og safna kröftum. Leikurinn tók vel í enda var völlurinn líka mjög þungur. Stemningin eftir leik í gær var misjöfn. Auðvitað var flott að gera jafntefli við sterkt lið eins og Liverpool en við vildum vinna og fengum tækifærin til þess,“ sagði Gylfi sem hlakkar þó til að fara á Anfield að spila. „Það er ein flottasta stemningin í enska boltanum á Anfield og að spila á slíkum velli er eitthvað sem mig hefur dreymt um síðan ég var lítill. Eins að spila á móti gaurum eins og Gerrard og Torres. Það var góð reynsla að fá að spila á móti svona flottum knattspyrnumönnum,“ sagði Gylfi en hann segist ekki hafa fengið neinar stjörnur í augun er hann sá að Gerrard og Torres voru með hjá Liverpool. „Við áttum alveg von á því að Liverpool myndi stilla upp sterku liði í leiknum en kannski ekki alveg svona sterku liði. Það hefur engin áhrif á mig að spila á móti stórum nöfnum. Það var svolítið skrítið fyrst en það venst,“ sagði Gylfi sem átti afbragðsleik eins og áður segir. „Það hefur gengið vel síðustu vikur og ég hélt bara áfram að spila minn leik.“ Gylfi segir að Reading hafi ætlað að nýta sér veikleika Liverpool í leiknum og það hafi gengið vel. „Við vissum sem var að liðið hefur verið að fá á sig mikið af mörkum úr föstum leikatriðum og létum því til okkar taka þar. Skoruðum markið úr föstu leikatriði og hefðum alveg getað skorað fleiri. Liverpool fékk einnig sín færi en mér fannst við betri og stýrðum leiknum oft ágætlega. GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON, LEIKMAÐUR READING: SVEKKTUR YFIR SIGRI LEEDS Á MAN. UTD Vildi fá Man. Utd í næstu umferð bikarkeppninnar > Arnór tryggði FCK bikarinn Arnór Atlason og félagar í danska liðinu FCK urðu danskir bikarmeistarar í handbolta um helgina er liðið lagði Bjerringbro/Silkeborg að velli, 31-30. Arnór skoraði sigurmark leiksins tæpum tveimur mínútum fyrir leikslok. Arnór átti annars frábæran leik. Skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum liðsins og ein sjö mörk í heildina. Hann er nú kom- inn heim og byrjar að æfa með íslenska landsliðinu í vikunni en það styttist óðum í EM í Austurríki. FÓTBOLTI David Beckham segir að hroki og hræðsluáróður Fabios Capello eigi mikinn þátt í frá- bæru gengi enska landsliðsins. „Leikmenn stíga á völlinn með sjálfstraustið í lagi og trúa því að þeir muni vinna leikinn. Sjálfs- traustið kemur frá Capello. Hann hefur fengið menn til þess að taka á hlutunum á alvarlegan og fagmannlegan hátt. Hann hræð- ir mann á virðingarfullan hátt,“ sagði Beckham. Beckham viðurkennir að hann væri líklega enn að spila með United ef samband hans og Fergusons hefði ekki farið út um þúfur á sínum tíma. „Ég hefði mjög gjarnan viljað spila með United allan minn feril en það átti ekki að verða.“ - hbg David Beckham: Vildi ekki fara frá United BECKHAM Hefði glaður viljað spila allan sinn feril hjá United. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Hið fornfræga félag Leeds United komst óvænt í aðal- fyrirsagnirnar á nýjan leik í gær er liðið skellti Man. Utd í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. Það sem meira er þá kom sigur- inn á Old Trafford og United skor- aði ekki mark. Eina mark leiksins skoraði hinn 26 ára gamli Jerma- ine Beckford. Sá strákur kemur úr unglinga- starfi Chelsea en náði ekki að næla sér í atvinnumannasamning. Hann fór því að þvælast í utandeildinni áður en Leeds samdi við hann árið 2006. Þar hefur hann skor- aði 63 mörk í 105 leikjum. Hann er þegar búinn að skora 20 mörk fyrir Leeds í vetur og það verð- ur þrautin þyngri fyrir félagið að halda honum. Newcastle er á meðal þeirra félaga sem hafa sýnt honum áhuga og svo er Beckford samningslaus í lok leiktíðar. Hann gæti þó vel verið áfram hjá félaginu enda er Leeds komið með annan fótinn upp í B-deildina. „Hann sýndi í dag hvað hann getur. Vann vel fyrir liðið og nýtti svo færið sitt. Hann er kominn með fimm mörk í síðustu þrem- ur leikjum. Það er ekki ónýtt. Við erum ekki að reyna að selja hann en peningar hafa samt mikið með málið að gera,“ sagði Simon Gray- son, stjóri Leeds, en hann gæti hæglega misst þennan aðalmarka- skorara sinn áður en mánuðurinn er á enda. Grayson var eðlilega afar stoltur af strákunum sínum sem spiluðu frábæran leik og voru síst lakari aðilinn í leiknum. Leeds fékk þess utan betri færi og flest- ir á því að sigur liðsins hefði verið sanngjarn. „Þetta er gríðarlegt afrek og strákarnir spiluðu stórkostlega. Það hefur verið mikið um neikvæð- ar fréttir hjá þessu félagi síðustu fimm ár. Við höfum farið á haus- inn og niður um deildir. Stuðn- ingsmennirnir hafa samt staðið með okkur. Komu 9.000 á þennan leik og meira að segja 3.000 á úti- leik gegn Bristol Rovers. Það hefur svo sitt að segja að fá alltaf um 25 þúsund manns á hvern heimaleik. Þessi sigur er fyrir stuðnings- mennina sem hafa aldrei snúið baki við félaginu.“ Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var í áfalli eftir leikinn og bauð ekki upp á neinar afsakan- ir. Hann ætlar samt að refsa þeim sem stóðu sig ekki í dag. „Við eigum undanúrslitaleik í deildarbikarnum á miðvikudag og margir þessara leikmanna í dag fá ekki að spila. Ég er í áfalli yfir þessari frammistöðu því undirbún- ingurinn var góður. Við komumst aldrei í gang og Leeds var mun hungraðra en við og spilaði vel. Leeds átti skilið að vinna,“ sagði Ferguson. henry@frettabladid.is Beckford sökkti United á heimavelli Fyrrum leikmaður Wealdstone og Uxbridge, Jermaine Beckford, skoraði sigurmark Leeds gegn Man. Utd á Old Trafford. Úrslitin klárlega með þeim óvæntari í langri sögu ensku bikarkeppninnar enda er Leeds í ensku C-deildinni en United Englandsmeistarar. Þetta var fyrsti sigur Leeds á Old Trafford síðan 1981. SIGURMARKI FAGNAÐ Jermaine Beckford fagnar hér sigurmarki sínu í leiknum í gær ásamt félögum sínum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Íslendingaliðið Reading sýndi magnaða frammistöðu gegn Liverpool er liðin mættust í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar á laugardag. Gylfi Þór Sigurðsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson voru allir í byrjunar- liði Reading og áttu góðan leik. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, ætlar sér augljóslega stóra hluti í keppninni og hann tefldi fram afar sterku liði í leiknum þar sem bæði Steven Gerrard og Fernando Torres voru í byrjunarliðinu. Þrátt fyrir það sýndi Liverpool ekki góðan leik og mátti að lokum þakka fyrir 1-1 jafntefli. Liðin þurfa því að mætast á nýjan leik og að þessu sinni á Anfield. „Mér er létt,“ sagði Benitez eftir leikinn og það ekki að ástæðu- lausu. Jöfnunarmark Liverpool var heppnismark og margoft slapp liðið með skrekkinn er Reading þjarmaði að því úr föstum leika- triðum. „Að spila fyrir framan sjón- varpsáhorfendur og gegn Liver- pool kveikti augljóslega í liði Reading sem spilaði mjög vel. Þetta var erfiður leikur og það jákvæða við hann er að við fáum annan leik heima,“ sagði Benitez. Það hefur ekki gengið vel hjá Reading í vetur og liðið er í fall- baráttu ensku B-deildarinnar. „Við þurfum að spila svona í hverri viku. Mér fannst frammi- staðan vera frábær og við hefðum hæglega getað stolið sigrinum. Það er samt frábært að fá annan leik á Anfield,“ sagði Brian McDermott, bráðabirgðastjóri Reading. - hbg Engin flugeldasýning í upphafi árs hjá Liverpool: Reading beit vel frá sér FÖGNUÐUR Gylfi Þór Sigurðsson fagnar hér Simon Church eftir að hann kom Reading yfir í leiknum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.