Fréttablaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 6
6 4. janúar 2010 MÁNUDAGUR Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is eða í síma 411 1111. www.reykjavik.is Greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda verða ekki sendir út til greiðenda 18-67 ára. Fasteignagjöldin verða framvegis innheimt í gegnum heimabanka þar sem jafnframt er hægt að prenta út greiðsluseðil. Greiðendur fasteignagjalda athugið! Á vef Reykjavíkurborgar geta fasteignaeigendur: Skoðað álagningarseðil fasteignagjalda fyrir árið 2010 (eftir 25. jan. nk.) og alla breytingaseðla þar á eftir • afpantað álagningarseðla og breytingaseðla í pósti • skráð sig í boðgreiðslu fasteignagjalda • valið einn eða níu gjalddaga fasteignagjalda til 20. janúar 2010 • gefið upp reikningsnúmer ef til endurgreiðslu kemur • óskað eftir að fá senda greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn Akureyrar hefur skorað á sam- gönguyfirvöld og Reykjavíkur- borg að hraða eins og kostur er uppbyggingu samgöngumiðstöðv- ar við Reykjavíkurflugvöll. Löngu tímabært sé að endurnýja aðstöð- una þar. Þá skora Akureyringarnir á borgarstjórn Reykjavíkur að end- urskoða áform um að leggja niður flugvöllinn í Vatnsmýri. „Nálægð flugvallarins við fyrirhugað hátæknisjúkrahús við Hringbraut tryggir sjúklingum með sjúkra- flugi sjálfsagðan og öruggan aðgang að bráðalæknisþjónustu þar sem hver mínúta er dýrmæt. Almennt farþegaflug af lands- byggðinni til Keflavíkur er útilok- að vegna fjarlægðar til höfuðborg- arinnar,“ segir bæjarstjórnin. - gar Bæjarstjórn Akureyrar: Flugvöll þarf í Vatnsmýrinni REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Akureyringar vilja samgöngumiðstöð á flugvellinum. LÖGREGLUMÁL Helgin var óvenju róleg hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. Enginn var tek- inn fyrir ölvunarakstur sem er sjaldgæft um helgar og sér í lagi þegar helgin er löng. Útköll voru einnig fá og fór skemmtanahald vel fram en að sögn lögreglunn- ar bar helgin þess ekki keim að skemmtistaðir voru opnir þrjá daga í röð. Eitthvað var um minni hátt- ar árekstra en engin slys urðu á fólki. Þá hafði lögreglan fregnir af fáum slysum vegna skotelda og öll voru þau minniháttar. - jma Rólegheit hjá lögreglunni: Enginn ölvunarakstur HERJÓLFUR Ökumaður og farþeginn voru í haldi vegna rannsóknar á fíkni- efnaflutningi með Herjólfi. LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Vest- mannaeyjum tók rétt fyrir ára- mót 40 til 50 grömm af kókaíni sem farþegi, er kom þangað með Herjólfi, hefur játað að hafa átt. Við komu Herjólfs hafði lög- reglan afskipti af ökumanni bif- reiðar og farþega hennar vegna gruns um fíkniefnamisferli. Þegar fíkniefnahundurinn Luna var að leita í bifreiðinni tók öku- maðurinn til fótanna. Lögreglu- menn veittu honum eftirför og fengu meðal annars aðstoð frá ökumanni bifreiðar sem átti þar leið hjá. Lögreglumenn sáu hvar maðurinn sem þeir voru að elta henti frá sér pakka. Maðurinn var síðan hlaupinn uppi. Hann var handtekinn og færður á lög- reglustöðina. Í pakkanum reynd- ust vera 40 til 50 grömm af ætluðu kókaíni. Maðurinn viður- kenndi við skýrslutöku að eiga efnin og hafa ætlað þau til sölu í Vestmannaeyjum. -jss Með fíkniefni í Herjólfi: Kókaínmaður lagði á flótta Eldur sem kraumaði Greiðlega gekk hjá Slökkviliði Árborg- ar að slökkva eld sem kraumaði í blaðagámi við Vallaskóla á Selfossi laust eftir hádegi á nýársdag. Árvök- ulir vegfarendur tóku eftir því að rauk úr gámnum og létu vita, en með því var forðað skemmdum á gámnum og nærumhverfi. LÖGREGLUMÁL STJÓRNMÁL Erlendir fjölmiðlar hafa um helg- ina flutt fjölda frétta af biðstöðunni sem uppi er vegna nýrra Icesave-laga. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir fjórð- ung kjósenda hér hafa skrifað undir ákall um að fallið verði frá fyrirætlunum um að greiða erlendum innstæðueigendum þá 3,8 milljarða evra sem þeir hafi átt inni við fall íslensku bankanna. Norrænir miðlar hafa greint frá málum hér, sem og fjölmiðlar í Bandaríkjunum og fréttastöðin Al Jazeerah. BBC býður lesendum á fréttavef sínum að tjá sig um málið og hefur fjöldi les- enda, jafnt íslenskra sem erlendra gert það. Þannig segir einhver, sem kallar sig „Tver- haus“ í Reykjavík, rangt að Íslendingar vilji ekki borga Icesave-skuldina, þeir vilji bara ekki greiða 5,5 prósent vexti af skuldinni. Erlendir lesendur síðunnar eru sumir hverjir jákvæðir í garð Íslendinga og hafa samúð með málstað þeirra sem mótmælt hafa Icesave-samningunum. Er því jafnvel haldið fram að innstæðueigendurnir erlendu hefðu fremur átt að vera í öruggari fjárfestingum og aukinheldur eðlilegt að þegnar lands vilji ekki greiða fyrir skuldir einkarekinna banka. Þetta er þó ekki algilt. „Við í Bretlandi þurf- um að greiða fyrir mistök og græðgi stjórn- enda banka hér. Af hverju ættu Íslending- ar ekki að standa skil á misgjörðum banka sinna?“ spyr P. Darlington í Bretlandi og Carol Truro bendir á að Bretar þurfi líka að hækka skatta og skerða opinbera þjónustu vegna útgjalda til að bjarga bankakerfinu þar. - óká Erlendir fjölmiðlar fylgjast grannt með framvindu lagasetningar vegna Icesave: Segja að Íslendingar vilji ekki borga MINNT Á ICESAVE Hollenskir fótboltaáhangendur minna á Icesave-deiluna á leik Íslands og Hollands sem fram fór í Rotterdam 11. október. NORDICPHOTOS/AFP Drekasvæðið GRÆNLAND Síldar- smugan Jan Mayen ÍSLAND FÆREYJAR KJÖRKASSINN Varstu ánægð(ur) með Ára- mótaskaupið? Já 80,6% Nei 19,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu sátt(ur) við að Ólafur Ragnar tók sér umhugsunar- frest? Segðu þína skoðun á Vísir.is ORKUMÁL Æskilegt væri að bæta rannsóknir á Drekasvæðinu áður en farið verður í útboð á leit og vinnslu olíu á ný, að mati sérfræðinga erlendra olíufyrir- tækja. Þetta kom fram í jólaá- varpi Guðna A. Jóhannessonar orkumálastjóra til starfsmanna Orkustofnunnar. Tvö fyrir- tæki sem sótt höfðu um leyfi til rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á svæðinu drógu tilboð sín til baka síðastliðið haust. Í kjölfar- ið voru teknar upp viðræður við fyrirtæki sem sendu inn til- boð, fyrirtæki sem lögðu í grein- ingarvinnu en sendu ekki inn til- boð, og fyrirtæki sem ekki höfðu áhuga á útboðinu, segir Guðni í samtali við Fréttablaðið. „Við erum að reyna að skapa okkur sem besta mynd af því hvernig við eigum að haga fram- haldinu. Við ætlum ekki að hlaupa í nýtt útboð fyrr en við eigum von á jákvæðum undirtektum,“ segir Guðni. Hann tekur þó fram að komi fyrirtæki og lýsi áhuga á ákveðnum hluta svæðisins verði hægt að setja þau í útboð. Starfsmenn Orkustofnunar áttu nýverið fundi með sérfræðingum rúmlega tíu fyrirtækja í olíuiðn- aðinum, segir Guðni. Rætt hafi verið við starfsmenn þróunar- deilda olíufyrirtækja, en einnig sérfræðinga hjá fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að rannsaka vænleg svæði, og selja svo olíufyrirtækj- um niðurstöður sínar. Á þeim fundum kom fram að æskilegt væri að gera nákvæm- ari hljóðbylgjumælingar á hafs- botni á Drekasvæðinu, auk þess sem taka ætti sýni af hafsbotni til að reyna að sjá merki um kol- vetni. Guðni segir að með því hafi verið mælt með því að það net rannsókna sem nú sé fyrir hendi verði þétt. Viðræðum við áhuga- söm fyrirtæki verði væntanlega haldið áfram á næstunni, meðal annars til að kanna hvernig hægt sé að gera viðbótarrannsóknir með sem minnstum tilkostnaði. Guðni segir enga örvæntingu hafa gripið um sig á Orkustofn- un þrátt fyrir að bæði fyrirtækin sem sóttu um leyfi til rannsókna og vinnslu á Drekasvæðinu hafi dregið tilboð sín til baka. Ástand- ið á fjármagnsmörkuðum sé þannig að eðlilegt sé að fara sér rólega. „Tíminn vinnur með okkur, fyrr eða síðar fara menn á þetta svæði með meiri alvöru, en reynsla annarra þjóða sýnir að það getur tekið einhvern tíma,“ segir Guðni. -bj Frekari rannsóknir verði á Drekasvæði Sérfræðingar olíufyrirtækja vilja frekari rannsóknir á Drekasvæðinu áður en farið verði í nýtt útboð. Leitað verður leiða til að rannsaka með sem minnstum viðbótarkostnaði segir orkumálastjóri. Segir tímann vinna með Íslendingum. GUÐNI A. JÓHANNESSON DREKASVÆÐI Æskilegt væri að bæta rannsóknir á Drekasvæðinu áður en farið verður í útboð á leit og vinnslu olíu á ný.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.