Fréttablaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 18
 4. janúar 2010 MÁNU- 2 Sá sem á heiðurinn að sköpun létta og sniðuga String hillukerfisins er sænski arkitektinn Nisse Strinning (1917-2006), einn af upphafsmönn- um skandinavískrar hönnunar eins og hún þekkist í dag. Strinning nam arkitektúr í Stokkhólmi og á þeim tíma, árið 1946, hóf hann hönnun á sínum heimsfrægu String-hillum. Hill- urnar komu á markað árið 1949 og á þeim rúmu sextíu árum sem liðin eru frá því að hillurnar litu dags- ins ljós, hafa þær fimmtán sinn- um unnið til alþjóðlegra hönnunar- verðlauna. Með hillunum sem eru núna komnar á markað eru fleiri möguleikar á samsetningu og upp- röðun, og einnig eru nokkrir litir í boði í vasaútgáfunni. Epal er sölu- aðili hérlendis. -jma Lífi blásið í String-hillurnar Margir muna eflaust eftir String-hillukerfinu sem öðlaðist heims- vinsældir upp úr miðri síðustu öld. Framleiðendurnir hafa nú glatt aðdáendur hillanna með endurgerðri útgáfu þeirra. Nisse Strinning, einn af feðrum skandin- avísks arkitektúrs og hönnuður hillanna, lést árið 2006. Vasa-útgáfan af String hillunum hentar sérstaklega vel í lítil rými þar sem veggplássið nýtist fullkomlega og hillurnar falla vel inn í umhverfið. Hægt er að fá vasaútgáfurnar í nokkrum litum, meðal annars bláu. String-hillurnar voru upphaflega hannaðar til að mæta þörfum heimilisfólks þannig að hægt væri að bæta við einni og einni hillu eftir því sem bókasafn heimilisins stækkaði. OFHLAÐNAR ÍBÚÐIR Margar íbúðir eru ofhlaðnar og margir eiga of margt af mörgu. Eitt af áramótaheitunum gæti verið að losa sig við hluti sem ekki hafa verið notaði í tvö ár eða lengur. Grænt í stofuna VÍTAMÍNSPRAUTA Í JANÚAR Sænska tímaritið Elle interiör hefur ætíð puttana á púlsinum og í nýjasta tölublaðinu segja gúrúar blaðsins að grænn litur, í hvers kyns formi, sé það besta sem hægt sé að fá í stofuna í janúar og hreinlega nauðsynlegt í grámanum. Ef þið eigið ekki græna púða eða mottur til að draga fram eru pottablóm hvers kyns upplagður og ódýr kostur. Við mælum með friðarliljunni (Spatiphyllum) fal- legu en sendingar af henni eru að koma í blómabúðir þessa dagana. Auk þess er friðarliljan þeim eiginleikum gædd að hún hreinsar loftið en slíkt hið sama gera pottaplönturnar pottakrýsi og tannhvöss tengdamamma. Friðarliljan er hálfskuggaplanta og hentar því vel í norðurglugga eða inn af glugga. Gott er að láta hana þorna aðeins á milli vökv- unar. - jma Friðarliljan hefur falleg dökkgræn blöð og hvítt háblað. ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 Ókeypis námskeið og ráðgjöf Mánudagur 4. janúar Miðvikudagur 6. janúar Fimmtudagur 7. janúar Qi – Gong - Viðar H. Eiríksson kennir æfingar sem hjálpa fólki að afla, varðveita og dreifa orku um líkam- ann. Tími: 12.00-13.00. Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 13.00 -14.00. Mannlífsmyndir og dans frá Kína – Unnur Guðjóns- dóttir, ballettmeistari, færir gestum nýja sýn á mannlífið í Kína og dansar kínverskan dans. Tími: 13.30 -14.30. Skiptifatamarkaður - Barnaföt - Athugið nýjan opnunartíma! Tími: 16.00 -19.00. Föndur, skrapp myndaalbúm - Gott er að hafa skæri meðferðis. Tími: 12.00-14.00. Saumasmiðjan - Ertu stopp í saumaskapnum? Getur þú ekki klárað flíkina? Fáðu leiðbeiningar og komdu með saumavél ef þú getur. Tími: 13.00-15.00. Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00. Hvað er í boði? - Nýtt eintak kemur út. Fjölmargt ódýrt og ókeypis er kynnt á aðgengilegan hátt . Tími: 12.30 -13.30. Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 12.30 -13.30. Pub Quiz - Spurningakeppni – Sannaðu hvað þú getur! Tími: 14.00-15.00. Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lífið af hlátri og gleði? Tími: 15.30-16.30. Föstudagur 8. janúar Facebook - Lærðu á samskiptavefinn. Tími: 12.30-14.00. Prjónahópur - Vertu með! Tími: 13.00-15.00. Sálrænn stuðningur - Fjallað er um áhrif alvarlegra atburða á andlega líðan fólks. Umræður í lokin. Tími: 14.00-15.30. Skákklúbbur - Fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Tími: 15.30-17.00. Allir velkomnir! Slökun og kristin íhugun - Gott er að hafa með sér Biblíu og opinn huga! Tími: 14.00-15.00. Verkefni Rauða kross Íslands - Kynntu þér starfið innanlands. Getur þú lagt eitthvað af mörkum? Tími: 15.30-16.30. Þriðjudagur 5. janúar Rauðakrosshúsið Tölvuaðstoð - Persónuleg aðstoð. Hafðu fartölvu með ef þú getur. Tími: 13.30-15.30. Bókaklúbbur - Við spjöllum um bókina Hús úr húsi eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Tími: 14.00-15.00. Briddsklúbbur - Hefur þú gaman af bridds? Eða alltaf langað til að læra bridds? Tími: 14.00-16.00. Framundan eru mörg skemmtileg námskeið, þar á meðal gítarnámskeið fyrir 35 ára og yngri. Skráðu þig núna í síma 570 4000. Sjálfboðaliðar Rauða krossins veita stuðning og ráðgjöf alla virka daga í Rauðakrosshúsinu. Bæjarlind 6 - Eddufelli 2 Sími 554-7030 Sími 557-1730 www.rita.is ÚTSALIN ER HAFIN Allt nýr og nýlegur fatnaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.