Morgunn


Morgunn - 01.06.1937, Page 107

Morgunn - 01.06.1937, Page 107
MORGUNN 101 hans spurði með nokkuð miklum áhyggjusvip: „Pabbi, er nokkuð að Mr. Wood?“ í sambúð minni við þá menn, sem reka þessar rann- sóknir, hefi eg ekki fundið að neitt sé „að“ þeim. Þeir eru ekki trúgjarnir tilfinningamenn — ekki neinir hjátrúar- belgir. Þeir hugsa eins og fólk flest, eru hagsýnir, al- mennir menn, og ekkert bendir á, að þeir séu neitt ein- kennilegir. Þeir eru ekkert einkennilegir. Þeir eru eins góðir meðalmenn eins og menn hitta meðal hverra ann- ara starfandi manna, sem bundið hafa félag með sér til þess að fást við hvert annað nytsamt viðfangsefni. Ef nokkuð er, sem mér finst að einkenni þá alla, þá er það heilsusamleg kímni, sem verndar þá frá því að hafa of mikið álit á sjálfum sér og gerir sambúðina við þá að stöð- ugri ánægju. Og af minum eigin hugsunum er það að segja, að eg get ekki efast um, að eg hafi haft gott af að kynnast þess- ari nýju tilveru. Eg finn, að inn í hugsanir mínar um and- ieg mál hefir komið ný einlægni og alúð, sem er smám saman að breyta allri minni útsýn yfir lífið. í mínum huga er ósýnilegur heimur ekki lengur óljós og fjarlæg- ur — hann er nálægur; hann verður meira og meira að stjórnandi, íbúandi valdi, sem setur sig í samband við öll atvik lífsins. Eg á ekki við það, að eg hafi í neinum skilningi eða að neinu leyti sálræna meðvitund um andlega nálægð, eða að eg sé hluttakandi í neinni yfirvenjulegri reynslu. Eg hefi engin sönnunargögn fyrir því, að eg hafi neina slíka hæfileika. En það hefir komist inn í mig, sem eg hafði ekki íundið til á fyrri árum, að í því, sem er að gerast, gæti náinna áhrifa frá öðrum heimi, innblásturs, sefjun- ar, leiðbeininga. Eg er farinn að trúa því, að hið óendanlega ríki and- legrar tilveru sé nógu stórt, undir stjórnandi kærleik föð- urins, til þess að umkringja sérhvert líf með þjónustu, sem miðuð er við þess þarfir. Eg er þess fullvís, að þeir,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.