19. júní


19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 58

19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 58
Þingkonurnar Kristín Einarsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir og Þórhildur Þorlcifsdóttir. Salome Þorkelsdóttir Kristín Halldórsdóttir kjörtímabilinu hefur hraðað þessum breytingum og orðið stjórnmálaþátt- töku kvenna veruleg lyftistöng. Sjálfstraust þeirra hefur eflst og vit- undin um að þær eigi erindi inn á vettvang stjórnmálanna, leikar sem lærðar; þeim hefur verið sýnt fram á að til einhvers sé að taka frumkvæði og sigla gegn straumnum á þessu sviði sem öðrum. Körlum sem konum hef- ur verið gert ljóst að til eru aðrar leið- ir inn á Alþingi en hinar hefðbundnu gegnum gömlu blönduðu flokkana og að þær verði farnar, verði konum áfram haldið niðri innan þeirra. Það er nú orðið deginum ljósara að konur hafa ekki lengur þolinmæði til að bíða endalaust eftir því að á þær sé hlýtt og kröfum þeirra sinnt. Þær hafa gert sér þess grein að þær verða sjálf- ar að sækja sinn rétt og berjast fyrir honum af hörku, að það dugar ekki lengur neitt: „elsku vinir viljið þið vera svo vænir . . .“ Þessi þróun mála hefur haft það í för með sér að konum hefur fjölgað þó nokkuð í stjórnum, ráðum og nefndum blönduðu flokkanna, þótt mikið vanti enn á að fullu jafnvægi hafi verið náð. Ennfremur hefur það leitt til þess að fleiri konur voru nú í framboði en áður og á nokkrum stöð- um í sigurstranglegri sætum en fyrr og, sem er ef til vill mikilvægasti ár- angurinn, þegar til lengri tíma er litið, að þær tóku þátt í framboðs- fundum fjölmiðlanna af fullum krafti og oft með frábærri frammistöðu. Þetta ætti að hafa sannfært karla sem 58 konur um allt land um að þeim er ekkert að vanbúnaði að taka þátt í stjórn landsmála. / hrifaaukning kvenna hefur gengið nokkuð misjafnlega hratt fyrir sig í gömlu flokk- unum þar sem karlaveldið hefur verið rótgrónast. í Alþýðu- flokknum og Alþýðubandalaginu hefur hún verið til þess að gera hröð. Á síðasta þingi Alþýðuflokksins var sett kvótaregla þess efnis að við kjör fulltrúa í allar stofnanir hans skuli hvort kyn eiga rétt til a.m.k. 40% fulltrúa, svo framarlega sem nægilega margir eru í framboði. Þar á bæ skipa nú konur sæti bæði varaformanns og formanns framkvæmdastjórnar. Hjá Alþýðubandalaginu hefur samskonar kvótaregla verið í gildi allt frá 1983. Þar eru konur í sætum varaformanns og gjaldkera, og um helmingur mið- stjórnar og flokksstjórnar skipaður konum. Hjá Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki hefur hægar miðað. Þótt konum hafi fjölgað í stjórnar- stofnunum og málefnanefndum beggja, er hlutfall þeirra enn býsna lágt. Hafa konur þar verið mjög óánægðar með þetta en eru nú bjart- sýnar á að breytingar séu á næstu grösum, því að konur séu víða „í gættinni" eins og ein heimildar- kvenna minna komst að orði. í öllum flokkunum er óánægja með hve hægt miðar að þoka konum upp eftir framboðslistunum í sigurstrang- leg sæti. Prófkjör og forvöl virðast - með einstökum undantekningum - ekki hafa orðið konum lyftistöng, enda reynslan talin sýna að þar verði mestur hagur þeirra sem sitja á fleti fyrir og þekkastir eru meðal flokks- manna. Formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna hefur um þetta að segja í fréttabréfi þeirra: „Margar skýringar eru á því hvers vegna fleiri konur hafa ekki náð í efstu sætin á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins. Ein cr sú að fá sæti eru laus. Önnur er að kvenframbjóðendur eru í fæstum tilvikum fulltrúar stétta, en margir frambjóðendur setjast í sæti í umboði ákveðinna hópa eða stétta þjóðfé- lagsins. Þriðja ástæðan gæti verið að konur hafi lítinn áhuga á framboðs- málum í þeirri mynd sem þau hafa þróast á undanförnum árum.“ í síðustu sveitastjórnarkosningum, sem fram fóru síðastliðið vor, náðu konur verulegum árangri, þar sem hlutfall þeirra í kjörnum sveitastjórn- um fór að meðaltali upp í 19.2% úr 12.4% árið 1982. Eru nú 28.9% sveitastjórnafulltrúa í kaupstöðum konur, 23.7% í kauptúnahreppum og 15.3% í öðrum hreppum: samtals 226 konur á móti 954 körlum. Hæsta hlutfall kvenna af kjörnum fulltrúum fékk Alþýðubandalagið, 39%, síðan komu Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur með 25% hvor og Al- þýðuflokkur með 24% sinna fulltrúa úr röðum kvenna. Þessi jákvæða þróun í sveitastjórnum er mikilsverð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.