19. júní


19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 70

19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 70
ið í Osló hefur mjög gott samstarf við lögreglu, og fer t.d. aldrei heim með konu nema í fylgd með lögreglu. íslenskar konur virðast nota meira af vímuefnum en norskar konur. Pannig gefa um 68% kvenna sem koma í athvarfið í Reykjavík upp að þeir eigi við vímuefnavanda mál að stríða en samsvarandi tala fyrir Osló er aðeins 46%. Ástæða er til að geta þess að almenn umræða um vímuefnavandamál er mun meiri hér á landi en hún er t.d. í Osló. Könnun sem gerð var á áfengisneyslu norrænna kvenna nýverið leiddi hinsvegar í ljós að lítill munur var á áfengisneyslu íslenskra og norskra kvenna. Heimavinnandi kotmr eru fleiri í kvennaathvarfina í Reykjavík eða um 35% á móti 18% kvenna í norska at- hvarfinu. Hugsanleg skýring á þessu gæti verið að hóparn- ir séu mismunandi saman settir. Það er möguleiki á því að íslenskar konur gefi upp heimavinnandi, þrátt fyrir ein- hverja launavinnu á almennum markaði. Að auki er mun algengara hérlendis að konur hafi launavinnu í heimahúsi, s. s. sauma og prjónaskap eða aðra framleiðslu, en það er t. d. í Osló. Náin tengsl við þann sem ofbeldið fremur. í 94% tilfella er um þessi nánu tengsl að ræða hjá íslenskum konum. Samsvarandi tala fyrir Osló er 73%. Þetta er venjulega skýrt út með tilliti til mismunandi stærða borganna. Pað er alþekkt innan afbrotafræði að því opnari og stærri sem samfélögin eru því meiri hætta er á að verða fyrir ofbeldi á götum úti. Pessi hætta er mun minni í þéttum og litlum samfélögum, og hérlendis er það afar sjaldgæft að konur verða fyrir ofbeldi á götum úti að hálfu ókunnra aðila. Þess má geta að upplýsingar um morð, benda í sömu átt, þar sem langflest eru framin við aðstæður þar sem báðir aðilar þekkjast vel. FÉLAGSLEGAR AÐSTÆÐUR ÍSLENSKRA KVENNA Af því sem áður er sagt, er augljóst að stærð íslenska samfélagsins hcfur töluvert að segja, svo og þær hefðir og venjur sem ríkjandi eru. Stórfjölskyldan sinnir ennþá sínu hlutverki sem félagslegt hjálpar- net og hleypur undir bagga mcð sínum einstaklingum þegar á þarf að halda. Petta kemur enn betur í Ijós þegar borin eru saman hin ytri skilyrði eins og félagsleg þjónusta hins opinbera. Norska tryggingakerfiö cr uppbyggt á allt annan hátt en hið íslenska. Pað gerir t.d. konum sem búa við ofbeldisað- stæður, kleift að standa á eigin fótum fjárhagslega, vilji þær losna úr slíkum viðjum. Það verður varla sagt um hið íslenska tryggingakerfi. Konur sem búa við ofbeldisaðstæður í Osló eru í for- gangshópi varðandi húsnæði hjá hinu opinbera, og að auki hefur kvennaathvarfið þar í borg einar 14 íbúðir til um- ráða, þar sem konur og börn geta dvalið í ákveöinn tíma, meöan verið cr að vinna að þeirra málefnum. Frá þessu hefur veriö gengið í samvinnu við borgaryfirvöld í Osló. Vinnuvika íslenskra kvenna er mun lcngri en norska. Að meðaltali vinna íslenskar konur 44 stundir á viku á launuöum vinnumarkaöi á meðan stallsystur þeirra í Noregi vinna aðeins 29 launaöar stundir á viku hverri. Pað er ekki vafi á því aö íslenskar konur hafa mun minni tíma til þess aö sinna félagsmálum og mannúðarmálum, cn kynsystur þeirra í Noregi. Hér eru þcssi störf lang flest ólaunuö og illa styrkt af hinu opinbcra. Það er alkunna að breytingar nást sjaldan í gegn nema unniö sé markvisst að þeim. Hér er átt við ýmsa starfssemi s.s. fundi, auglýsing- ar, fjölmiðlun, og aðra vinnu í þrýstihópum. Að auki þarf að koma til öflug útgáfustarfsemi þar sem sjónarmið eru kynnt og sýnt er fram á þörf fyrir starfssemi eins og kvennaathvarfið. Að auki mætti nefna að ýmiss laga- ákvæði þarf að endurskoða og koma með úrbætur. Starf sem þetta kostar bæði tíma og fé, og það hlýtur að vera eölilegt að kalla allt samfélagið til ábyrgðar. Hér er verið að ræða um málefni sem m.a. miðar að því að byggja upp betra og traustara samfélag, þar sem uppeldis- skilyrðum barna okkar er gefinn betri gaumur. Norskar konur hafa unnið töluvert starf á þessu sviði en við allt aðrar aðstæður þar sem þessu málefni hefur verið sinnt mun betur að hálfu yfirvalda, og þær hafa mætt meiri skilningi en kynsystur þeirra hér á landi. Vilborg Dagbjartsdóttir: í SKRIFTARTÍMA Þið eigió aó teikna bláar öldur byrja frá vinstri halda áfram viðstöðulaust með léttum hreyfingum yfir til hægri fylla síðuna siðan megió þið lita skipið og sól og ský og fugl innan stundar hafa öll börnin lokið við myndina sína efst i hægra horninu brosir geislandi sól til vinstri er ský yfir skipinu flýgur fugl en á myndinni hennar Agnar litlu sem býr hjá móður sinni i Kvennaathvarfinu er sólin aó gráta táralækir ná alveg niður i bláar öldurnar og barmafylla hafió. VERULEGIR MUNUR Af ofansögðu má vera Ijóst að við eigum enn langt í land ef við cigunt að bæta um bctur. Hitt cr einnig auðséð að við búum við aðrar aðstæöur en norskar konur. Fyrst ber að telja að íslenskar konur mótast að sjálfsögðu af þcim viöhorfum og venjum sem ríkjandi eru í okkar samfélagi. í ööru lagi má nefna að stórfjöl- skyldan hefur enn með höndum mikið af þeirri félagslegri þjónustu sem ríki og borg hafa yfirtekið í stærri samfélög- um. í þriðja lagi eru félagslegar og efnahagslegar aðstæð- ur íslenskra kvenna mun crfiðari, vilji þær brjótast út úr þeim vítahring sem það cr að búa viö ofbeldisaðstæður. í fjórða lagi hafa íslenskar konur mætt miklu minni skiln- ingi af hálfu hins opinbera cn stallsystur þeirra í Noregi á því hvað ofbeldi er og hvernig það er aö búa við slíkar að- stæöur. í fimmta lagi er ekki ósennilegt að sökum fámenn- is í okkar samfélagi, leiti konur seinna hjálpar cn ella. Pað er crlitt að leyna því þegar kona fer að heiman með börn og buru og sögur fara auðvcldlega á kreik. Petta kemur í Ijós þegar samanburður er gcröur á konum innan athvarf- anna. Sem lokaorð má segjti að þaö hljóti að vera öllu erfiðara að vera íslensk kona og búa við ofbeldisaðstæður og vilja brjótast út úr þcim en að vera norsk kona við sömu aöstæður. 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.