19. júní


19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 75

19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 75
skapar kynskiptinguna, konunum í óhag. Skiptingin í kvenna- og karlastörf tekur sífellt á sig nýjar myndir. Þegar konur brjótast inn í karlastarf, breyt- ist starfsgreinin oft í kvennagrein eða skiptist smám saman í nýjar kvenna- og karlagreinar. Er nokkur von um að hægt sé að breyta þessu? Jú, en við þurfum að afla okkur þekkingar til að finna rétt- ar barátuaðferðir. Ein leiðin til þess er virk samvinna milli þjóða. KONA í KARLASTARFI - TILVERA í EIN- SEMD / ISkandínavíu hefur verið unnið markvisst að því að hvetja stúlk- ur til að velja hefðbundið karla- nám. Margar hafa hlýtt kallinu í góðri trú. En margar verða fyrir von- brigðum. Þær þurfa að kljást við tor- tryggni og fordóma og enn er fjöldi vinnustaða sem tekur strák fram fyrir stelpu bæði í verklegt nám og vinnu að námi loknu. Þótt þær fái vinnu er baráttunni ekki lokið. Margar þeirra kvenna sem rutt hafa brautina, lýsa tilveru sinni sem einntanalegri. Þótt þeim gangi oft vel að aðlaga sig að karlahópnum í vinnunni og skólan- um, með því m.a. að taka upp þeirra hegðun og siði, tilheyra þær ekki hópnum að Ioknum vinnudegi. Þær tilheyra heldur ekki kvennahópnum, því að reynsluheimur þeirra er annar en flestra kvenna. Þessi lýsing getur einnig átt við þær konur sem taka að sér hin svokölluðu ábyrgðarstörf, störf sem fela í sér völd og krefjast oft af þeim að þær beiti því valdi gegn öðrum konum. Það er því eðlilegt að konur velji hin hefðbundnu kvennastörf, með þeim verðmætum sem þær þekkja, en karlarnir hafa flestir farið á mis við. Verðmæti sem felast í náinni vináttu, umgengni við börn, frelsi frá því að beita valdi gegn öðrum, frelsi frá því að vera í stöðugri samkeppni um stöður og áhrif. Karlastörf þurfa þó ekki að útiloka þessa þætti. Ef konur eru fleiri saman, geta þær ræktað þessi verðmæti, og það sem meira er, kennt körlunum að meta þau líka. LEIÐIR TIL AÐ BRJÓTA MÚRANA ær leiðir sem Brjótum múrana á Akureyri hefur valið eru margvíslegar: S.l. haust var tckin upp ný skyldunámsgrein í öllum 9. bekk í grunnskólum bæjarins. Það er náms- og starfsfræðsla, með nokkuð nýju sniði, en fyrirmyndin er þó að mestu fengin af Austurlandi, þar sem Gerð- ur G. Óskarsdóttir hefur haft forystu um að innleiða þessa námsgrein, en hún hefur einnig veitt leiðsögn við framkvæmdina hér á Akureyri. Mikilvægur þáttur í náminu er að vekja umhugsun og umræðu um skiptingu starfa í karla- og kvenna- störf. Mikill hluti skipulagningar og vinnu við framkvæmdina er í höndum starfskvenna Brjótum múrana. Að- ferðir og áhrif eru metin jafnóðum og gerð er grein fyrir því sem tekst vel og því sem mistekst við framkvæmd- ina og í hvcrju árangurinn felst. Þessu verkefni tengjast auk 130 vinnustaða og 230 nemenda 9. bekkjar, nemendur í 4.bekk Mennta- skólans á Akureyri og háskóla- stúdentar sem hafa náms- og starfs- ráðgjöf sem hluta af sínu námi. Annað stórt verkefni er námskeið fyrir konur um stofnun og rekstur fyrirtækja, konur stofna fyrirtœki. Námskeiðið hófst í apríl og nær yfir hálft ár. Það skiptist í 3 vinnuhelgar með mánaðar millibili, hópvinnu og einstaklingsvinnu með ráðgjöf og ýmiss konar stuðningi milli vinnu- helganna og í 3 rnánuði á eftir. Svona námskeið hafa verið haldin með góðum árangri víða á Norður- löndum og mörg spennandi fyrirtæki hafa orðið til í kjölfarið. Annar þátt- ur sem tengist þessu verkefni er stofnun samskiptanets kvenna í at- vinnurekstri, en slík net hafa verið mynduð víða um heim á síðustu árum, m.a. í Reykjavík, og alls stað- ar er sama saga, þau veita þátttak- endum ómælda ánægju og stuðning. Stuðningur við konur í karlagrein- um í Verkmenntaskólanum er eitt af verksviðum Brjótum múrana. S.l. haust voru kallaðar saman til fundar þær 8 konur/stelpur, sem þá voru í þeim hópi, og þær ákváðu að stofna stuðnings- eða samstarfshóp. Fund- irnir hafa reyndar ekki orðið margir en fjörugir og fróðlegir. Viðtöl við konurnar og nokkra kennara þeirra cru hluti af viðamikilli rannsókn á stöðu, möguleikum og viðhorfum kvenna með menntun í hefðbundn- um karlaiðngreinum. Sams konar rannsókn verður gerð á hinum Norðurlöndunum. í undirbúningi er einnig rannsókn á stöðu og frama- möguleikum kvenna í nokkrum stór- um og meðalstórum fyrirtækjum á Akureyri. Brjótum múrana leggur áherslu á að miðla þeirri reynslu og þekkingu sem fæst með verkefninu til sem flestra, leikra og lærðra. í þeim til- gangi er gefið út fréttabréf þrisvar á ári. Einnig eru haldnar ráðstefnur þar sem safnað er saman reynslu og þekkingu frá öllum löndunum og niðurstöður einstakra verkefna birt- ast jafnóðum í skýrslum, sem fáan- legar eru hjá verkefnisfreyjunum. GREIN: VALGERÐUR BJARNADÓTTIR 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.