Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 12
9. júní 2011 FIMMTUDAGUR12 Vilji til úrbóta Eygló Harðardóttir, þingmað- ur Framsóknarflokksins, beindi þeirri spurningu til Álfheiðar Ingadóttur, formanns umhverf- isnefndar Alþingis, á þriðjudag, hvaða áform væru uppi við hreins- un ösku og uppgræðslu á gossvæð- unum. Hún sagði málið afar brýnt og ljóst að grípa þyrfti skjótt til aðgerða. Hún endurómar þar mál- flutning Sveins sem telur að ekki megi tefjast að hefjast handa. Álfheiður lýsti því yfir að málið væri til skoðunar hjá umhverfis- ráðuneytinu og kæmi á borð rík- isstjórnar fljótlega og hún ætti ekki von á öðru en að stjórnvöld og ráðuneyti myndu styðja við þá áætlun sem Landgræðslan hefur unnið. Eftir gosið í fyrra var skipaður starfshópur nokkurra ráðuneyt- isstjóra og sá hópur er nú með umræddar tillögur til umfjöllunar. Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra segir að hreinsunar- starfið eystra sé algjört forgangs- mál hjá ríkisstjórninni. „Það er sem betur fer íslenski mátinn að allir hlaupa undir bagga með þeim sem verða fyrir áföllum, sérstaklega vegna náttúruham- fara. Það var reyndin í fyrra og verður einnig nú. Þetta mun fyrst og fremst hvíla á herðum Land- græðslunnar, en einnig verður það verkefni Umhverfisstofnun- ar að vakta loftgæði. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að vinna að þessum málum.“ Kostnaður liggur víða Erfitt er að meta nákvæmlega hver kostnaðurinn verður við upp- byggingu og hreinsun. Kostnaður vegna gossins í fyrra liggur víða; í beinum aðgerðum, tilfærslu fjár- muna og viðbótarfjármagns til við- lagatrygginga og bjargráðasjóðs, svo eitthvað sé nefnt. Ekki liggur endanlega fyrir hve stór svæði liggja undir í þessari lotu þannig að enn erfiðara er að meta kostnaðinn. „Við munum velja ákveðin svæði þar sem við óttumst að öskufokið verði hvað mest og einblína á þau. Það eru þá svæði sem eru slétt og opin fyrir vindum. Það er minna fok í hrauni og annarri ójöfnu þar sem landslagið dregur úr fokinu,“ segir Sveinn. Hann segir þó að gróflega reiknað sé kostnaður við að styrkja gróður um 30 þúsund krónur á hvern hekt- ara. Í startholunum Landgræðslan hefur unnið sínar áætlanir í samvinnu við heimamenn. Þar á bæ hefur verið ákveðið að fresta hluta af verkefnum stofnun- arinnar til þess að vinna með bænd- um. Þá munu bændur auka sinn hlut í verkefninu Bændur græða landið og styðja þannig uppgræðslustarf. Sveinn segir í raun ekki eftir neinu að bíða. Allir séu í startholun- um og um leið og grænt ljós kemur frá ríkisstjórn geti vinna hafist af fullum dampi. Ef ríkisstjórnin samþykkir áætl- unina á morgun má því ætla að starfið fari á fullt strax eftir helgi. FRÉTTASKÝRING: Áætlun um öskuhreinsun Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Þórunn Elísabet Bogadóttir thorunn@frettabladid.is Ríkisstjórnin tekur ákvörð- un um það á fundi sínum á morgun hve miklum fjár- munum verður varið í hreinsun og uppgræðslu á þeim svæðum sem verst urðu úti í öskufallinu vegna Grímsvatnagossins. Ljóst er að gríðarstórt flæmi lands liggur undir ösku og kostn- aður við hreinsun verður gríðarlegur. Landgræðsl- an og bændur eystra bíða í startholunum. Landgræðsla ríkisins hefur lagt fram tillögur um hvernig dregið verði úr öskufoki í byggð á þeim svæðum sem hvað verst urðu fyrir barðinu á öskufalli í Gríms- vatnagosinu. Ljóst er að tíminn er knappur og grípa þarf skjótt til aðgerða. Ríkisstjórnin mun fjalla um málið á fundi sínum á morgun og heimildir Fréttablaðsins herma að þar verði samþykkt áætlun um hreinsun og uppgræðslu. Óvíst er hver kostnaðurinn verður, en óumdeilt er að kostnaðurinn verð- ur mikill. Í umræðum á Alþingi á þriðju- dag kom fram að kostnaður við hreinsun hafi í fyrra numið um 100 milljónum króna. Sú upphæð verður þó trauðla notuð til viðmið- unar nú, enda miðaðist hún fyrst og fremst við flóðavarnir, nokkuð sem ekki er þörf á nú. Fyrst og fremst þarf að koma í veg fyrir öskufok og ljóst er að mikið upp- græðslustarf bíður. Einblínt á byggð svæði Gríðarlegt magn af ösku lagð- ist yfir stór landflæmi í gosinu í Grímsvötnum. Askan dreifðist víða, bæði á byggð svæði og eins upp á heiðar. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri segir allt of umfangsmikið verk að ætla sér að hreinsa alla ösku. Því verði einblínt á svæði í byggð. „Fyrst og fremst er þetta svæði í kringum Fljótshverfi, en þar er allra versta öskufokið. Einn- ig lítillega á svæðinu í kringum Kirkjubæjarklaustur, þó allra blessunarlega hafi askan að miklu leyti fokið þaðan í burtu,“ segir Sveinn. Hann segir hvassviðri síðustu daga hafa bjargað miklu. Hann segir þó reynsluna frá gosinu í fyrra sýna að mjög slæmt öskufok geti orðið á góðviðris- dögum, einkum á svæðinu aust- ur undir Lómagnúpi og þar fyrir austan. Ástandið sé mjög slæmt á nokkrum bæjum. „Reynslan sem fékkst af heft- Uppgræðslustarfið þolir enga bið ALLT Í ÖSKU Ljóst er að mikið starf er fram undan við öskuhreinsun. Þá á eftir að hlúa að gróðrinum og byggja upp til framtíðar. MYND/LANDGRÆÐSLA RÍKISINS ingu öskufoksins í fyrra lofar mjög góðu. Við vitum hins vegar að þrátt fyrir að tekist verði á við verkefnið í byggð mun verða fok ofan af heiðunum í norðlægum áttum. Það verkefni er einfaldlega svo óheyrilega stórt að þess verð- ur ekki freistað að ráðast í það.“ Mjög slæmt fyrir gróður Mun meiri aska féll til jarðar í gosinu núna en undir Eyjafjalla- jökli. Því er ljóst að mun meiri hætta er á gróðurskaða á mun stærra svæði. Sveinn segir gosið í fyrra hafa haft mjög slæm áhrif á gróðurfar á stórum svæðum. „Okkar vísindamenn hafa skoðað heiðarlönd sem fengu á sig umtalsvert af ösku, til dæmis heiðarnar fyrir ofan Skóga og leiðina upp á Fimmvörðuháls. Þau svæði koma mjög illa undan öskunni. Gróður er þarna lágvaxinn, mest mosi og lynggróður, og þetta lítur hræðilega út í dag. Það er ljóst að mikið uppgræðslustarf er fram undan á þessum svæðum.“ Sveinn segir að svæðin þar sem minni aska féll séu þó að jafna sig. Ljóst sé hins vegar að yfirborð margra svæða muni fara illa í haust og í vetur. Gróður mun víðast hvar ná sér á strik á láglendi þrátt fyrir verulegt öskufall vegna Grímsvatnagossins. Það mun þó fara eftir tíðarfari á kom- andi vikum, að mati Erlings Ólafssonar skordýrafræðings og Sigurðar H. Magnússonar gróðurvistfræðings, sem fóru í skoðunarferð fyrir Náttúru- fræðistofnun um öskusvæðið í lok maí. Þeir könnuðu öskufall eftir gosið og gróður, smádýralíf og fuglalíf. Í mosagrónum hraunum mun lágvaxinn gróður kafna undir þykkustu öskunni, en landnám mun hefjast að nýju, einkum munu grös, víðir og lyng aukast. Gróður- skilyrði eru víðast góð og því þarf þetta ekki að þýða miklar breytingar til lang- frama. Í graslendi og votlendi mun grösum og hávöxnum plöntum fjölga, og upp- skera mun jafnvel aukast vegna næringar í öskunni og hærri jarðvegshita. Illa gróið flatlendi er viðkvæmast og æskilegt að styrkja gróður með áburðargjöf að mati Náttúrufræðistofnunar. Neikvæð áhrif öskunnar eru meiri á smádýr. Mest getur askan komið niður á jarðvegsdýrum og smá- dýrum sem byggja afkomu sína á víði og birkilaufum. Samfelld aska sem liggur þétt er líkleg til að minnka aðgengi að súrefni og breyta efnasamsetningu. Öskufall á víðirekla mun líka hafa áhrif, þar sem reklarnir eru mikilvægt matarbúr fyrir smádýr sem eru á ferli á vorin. Flugur eru dæmi um þetta, til dæmis humlur og sveifflugur. Erling og Sigurður urðu lítið varir við varp eða söng fugla. Þó þarf að hafa í huga að kalt var á meðan þeir voru á svæðinu og það gæti hafa haft áhrif á það. Áhrifin líklega mikil á smádýr Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Nú eru allar ryksugur frá Siemens og Bosch á tilboðsverði. Líttu inn og gerðu góð kaup! Umboðsmenn um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.