Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 51
FIMMTUDAGUR 9. júní 2011 35 Saga tónlistar, hljómlistarmanna, söngv- ara, kóra og tónskálda verður rakin í gönguferð um gamla Vesturbæinn og Grjótaþorpið í kvöld. Leiðsögn verður í höndum Helga Þorlákssonar sagnfræð- ings en gönguferðin er haldin í sam- starfi Ljósmyndasafns Reykjavíkur og Háskóla Íslands. Áhugi á nýjum tónmenntum var mik- ill á uppbyggingarskeiðinu sem var í Reykjavík 1870 til 1920, aðdáun á orgel- leik og kórsöng í Dómkirkjunni og stofn- un söngs utan kirkna. „Meðal nýjunga voru samhæfður, raddaður kórsöng- ur, sönglagagerð, leikið var á fyrrum óþekkt hljóðfæri, hljómsveitir voru stofnaðar og menntaðir einleikarar og einsöngvarar komu fram,“ er haft eftir Helga í fréttatilkynningu. Ætlunin er að ganga um Grjótaþorpið og áfram um Vesturbæinn og stansa við heimili merkra frumkvöðla á umræddu sviði, skoða ljósmyndir sem tengjast þessari sögu, hlýða á tónlist og taka lagið. Gangan tekur um einn og hálfa tíma en lagt verður af stað klukkan 20.00 frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Helgi Þorláksson kennir sagnfræði við Háskóla Íslands og hefur fjallað töluvert um sögu Reykjavíkur í kennslu sinni. Hann ólst upp vestast í Vestur- bænum og hefur áður veitt hópum leið- sögn um sögu hans, meðal annars í sam- vinnu við Ljósmyndasafn Reykjavíkur og haft þaðan myndir meðferðis. Söngferð um Vesturbæ Reykjavíkur TÓNLISTARLÍFIÐ BLÓMSTRAÐI Hljómsveit Oschars Johansen í Bárunni um 1912. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 9. júní ➜ Tónleikar 20.00 Sumarfögnuður Gogoyoko verður í garði Hressingarskálans. Hljóm- sveitirnar Agent Fresco og Sudden Weather Change spila og boðið upp á mat og drykki. Frítt inn. 21.30 Útgáfutónleikar rapparans Emmsjé Gauta verða í Þjóðleikhús- kjallaranum í kvöld. Margir tónlistar- menn koma fram þar á meðal BlazRoca og Friðrik Dór. Aðgangseyrir kr. 1.000. 22.00 Hljómsveitin Útidúr heldur styrktartónleika á Faktorý í kvöld. Ásamt þeim koma fram Sóley, Nolo og Jón Þór. Aðgangseyrir kr. 1.000. 22.00 Hljómsveitirnar Andvari, Vigri og Mukkaló spila á Sódóma í kvöld. Aðgangseyrir kr. 500. 22.00 Eðvarð Lárusson, Magnús Einarsson og Tómas Tómasson halda tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakka- stíg 8. Aðgangur ókeypis. ➜ Tónlistarhátíð 20.00 Nútímatónlistarhátíðin Frum fer fram á Kjarvalsstöðum. Kammerhópur- inn Adapter beinir sjónum sínum að öfgum í nýrri tónlist. Aðgangseyrir kr. 2.000 en kr. 1.500 fyrir nema og eldri borgara. ➜ Uppistand 21.00 Gísli Einarsson og Rögnvaldur gáfaði verða með uppistand á Græna hattinum. Aðgangseyrir kr. 1.500. ➜ Leiðsögn 17.00 Fræðsluganga um Grasagarðinn þar sem steinhæðarplöntur verða skoð- aðar undir leiðsögn Jóhönnu Þormar garðyrkjufræðings. Gangan hefst við aðalinngang Grasagarðsins og þátttaka er ókeypis. 20.00 Sögu íslenskrar tónlistar verða gerð góð skil í göngu um Grjótaþorpið og gamla Vesturbæinn undir leiðsögn Helga Þorlákssonar sagnfræðings. Farið frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur og þátt- taka er ókeypis. Brúðubíllinn hefur hafið göngu sína í ár og sýnir Ævintýri Lilla. Brúðubíllinn hefur verið fastur liður í menningarlífi Reykja- víkur síðastliðin 31 ár. Helga Steffensen heldur sem fyrr um stjórnar taumana en ÍTR býður öllum krökkum og full- orðnum á sýningarnar. Handrit og brúður gerir Helga Steffen- sen og stjórnar hún brúðunum ásamt Gígju Hólmgeirsdóttur, en bílstjóri og tæknimaður er Atli Rúnar Bender. Leikstjóri er Sigrún Edda Björnsdóttir og hefur hún verið leikstjóri hjá Brúðubílnum í sextán ár. Sýnt er á gæsluvöllum, útivistarsvæðum og skólaportum og tekur hver sýning hálfa klukkustund. Dagskrá Brúðubílsins er á www.brudubillinn.is og www.itr. is/sumar. Ævintýri Lilla í Brúðubílnum BRÚÐUBÍLLINN Ævintýri Lilla verða sýnd í júní, Sögur af Lilla í júlí. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.