Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 38
9. JÚNÍ 2011 FIMMTUDAGUR6 ● ferðir ● kynning Frelsið er yndislegt þegar ferðast er á mótorfák og öll upplifun beint í æð. Hægt er að þeysa um heiminn endilangan á beinum vegum og kröppum, bugðóttum og bröttum, þar sem skilningarvitin fá öll sitthvað fyrir sinn snúð. Hér sérðu fimm bestu mótorhjólaleiðir heims. 1. ALPAR Í VESTRI Ef þig þyrstir í knappa fjallvegi, þunnt fjallaloft og unaðslega mat- arupplifun er hjólaferð í vestan- verðum Ölpunum ævintýri lífs þíns. Ferðalagið hefst í Zürich í Sviss þaðan sem brunað er í gegnum Svartaskóg í Þýskalandi og yfir í Alsace-hérað Frakklands. Þaðan er bensínið stigið í botn upp til Savoie, sem er hæst í Ölpunum og fögur fjallaþorpin hanga utan í fjallshlíð- um áður en stefnan er tekin á tvo hæstu fjallvegi Evrópu, Col d‘Iser- an og Cime de la Bonette. Til að tvöfalda fjörið er tilvalið að heim- sækja líka Alpana í Sviss og Ítalíu. Alþjóðlegt ævintýri sem reynir á hjólagetu og örvar skilningarvitin alla leið. 2. FRÁ CHRISTCHURCH TIL AUCKLAND Á NÝJASJÁLANDI Afbragðs þjóðvegir Nýja-Sjálands gera mótorhjólamönn- um kleift að aka í gegn- um heilt land. Hvarvetna ber fyrir augu land- fræðileg undur þar sem hjólamenn þjóta hjá jöklum, hrikaleg- um fjallstoppum, eld- fjöllum, gróskumikl- um skógum og töfrandi ströndum, en leiðin veitir ómældan innblástur og ógleymanlega lífs- reynslu. 3. SUÐURNOREGUR Noregur er kannski ekki fyrsti áfangastaðurinn sem kemur upp í huga mótorhjólafólks, en í Suður- Noregi eru stórkostlegir vegir sem hlykkjast um fjöllótta firði og reyna á ökumenn og hjól þeirra um leið og fegurðarskynið er örvað til fulls. Upplagt er að byrja ferðalag- ið í Kristiansand og leggja lykkju á leiðna og fara norðurleiðina til bæjanna Dombas og Olden áður en vesturleiðin er tekin til baka. Ökumenn þurfa að þræða krappar hár- spennubeygjur í tugatali, keyra meðfram þver- hníptum klettaveggjum og þeysa í gegnum jarð- göng sem sum eru með 180 gráðu beygjum. 4. AUSTURSTRÖND ÁSTRALÍU Ástralía er land ótrúlegra nátt- úruundra og á austurströndinni fá hjólamenn notið þeirra flestra. Ferðin hefst í Melbourne, þaðan sem haldið er norðaustur frá New South Wales til Queensland á hlykkjóttum vegum meðfram Kyrrahafinu, en einnig farið um fagra fjallvegi og dólað við strönd- ina. Margir fara til baka suðvestur- leiðina frá Brisbane, sem er alveg jafn stórkostleg, og endar á upp- hafsstaðnum Melbourne. 5. HÖFÐABORG TIL JÓHANNESARBORGAR Einstök og krefjandi strandlengjan frá Höfðaborg til Jóhannesarborg- ar er draumur allra vélhjólamanna. Hvarvetna hittir náttúrufegurð og menning menn í hjartastað, en farið er um undravert landslag sjávar- bakka, gresja, gljúfra og grænna dala. Erfitt er að hafa augun á bugð- óttum vegum vegna undra suður- afrísks strjálbýlis og strandvega við Atlants- og Indlandshaf. - þlg Alparnir eru augnakonfekt hvert sem litið er og þykja fremsta paradís mótorhjólafólks. MYNDIR/NORDIC PHOTOS Í Suður-Noregi eru hárspennubeygjur milli himinhárra fjalla og djúpblárra fjarða óteljandi. Afríka er mörgum framandi áfangastaður, enda líkt og annar heimur í allri upplifun. Hér má sjá kvöld í Höfðaborg. Æðislegustu mótorhjólaleiðir veraldar Einungis einn af hverjum tíu flugfarþegum er tilbúinn til að spjalla við ferðafélaga sína, samkvæmt ástralskri rann- sókn sem gerð var fyrir ferða- skrifstofuna Expedia.com. Í rannsókninni kom einnig fram að einn af hverjum sjö karl- mönnum daðraði við áhafn- armeðlimi flugvélarinnar og fjögur prósent þátttakenda sögðust hafa átt í sambandi við einhvern sem þeir hittu á flug- ferðum. Í rannsókninni kom einnig fram munur á hegðun karla og kvenna á flugferðum. Ástralsk- ir karlmenn voru mun duglegri við að nota afþreyingarbún- að flugvélanna, en 67 prósent þeirra notuðu hann á meðan meira en helmingur kvenna skoðaði afþreyingarefnið ekki. Konur völdu góðar bækur fram yfir afþreyingu flugvéla. Þrátt fyrir að eyða tíma sínum á mismunandi vegu voru bæði kyn sammála um að það sem væri mest þreytandi við langar flugferðir væru þrengslin í þeim. - mmf Daðrað um borð Fjórtán prósent hafa daðrað við áhafnarmeðlimi flugvéla. NORDICPHOTOS/AFP Verð á nestispakka: · Hreinn ávaxtasafi - 500 ml · Hafrafittness · Heilkorna rúnstykki með grænmeti, skinku og osti · Banani Verð á nestispakka: 1.190 kr. · Hreinn ávaxtasafi - 500 ml · Vatn - 500 ml · Hafrafittness · Heilkorna rúnstykki með grænmeti, skinku og osti · Banani · Kalt pastasalat - 400 g Verð á nestispakka: 1.990 kr. OPNUNARTÍMI HJÁ JÓA FEL Í HOLTAGÖRÐUM: MÁNUD. - FÖSTUD. KL. 7-18. LAUGARD. - SUNNUD. KL. 7-17. Tindur · Hreinn ávaxtasafi - 500 ml · Vatn - 500 ml · Hafrafittness · Heilkorna rúnstykki með grænmeti, skinku og osti · Heilkorna flatkaka með osti og hangikjöti · Banani Verð á nestispakka: 1.590 kr. BratturGarpur Hollt og næringarríkt Nestispakkar að hætti Jóa Fel fyrir fjallageitur og göngugarpa NESTISPAKKARNIR FÁST EINGÖNGU HJÁ JÓA FEL Í HOLTAGÖRÐUM Panta þarf nestipakkana með dags fyrirvara ef fleiri en 5 pakkar eru keyptir í einu. Pantanir í síma: 588 8998 eða á netfanginu: joifel@joifel.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.