Fréttablaðið - 09.06.2011, Side 38

Fréttablaðið - 09.06.2011, Side 38
9. JÚNÍ 2011 FIMMTUDAGUR6 ● ferðir ● kynning Frelsið er yndislegt þegar ferðast er á mótorfák og öll upplifun beint í æð. Hægt er að þeysa um heiminn endilangan á beinum vegum og kröppum, bugðóttum og bröttum, þar sem skilningarvitin fá öll sitthvað fyrir sinn snúð. Hér sérðu fimm bestu mótorhjólaleiðir heims. 1. ALPAR Í VESTRI Ef þig þyrstir í knappa fjallvegi, þunnt fjallaloft og unaðslega mat- arupplifun er hjólaferð í vestan- verðum Ölpunum ævintýri lífs þíns. Ferðalagið hefst í Zürich í Sviss þaðan sem brunað er í gegnum Svartaskóg í Þýskalandi og yfir í Alsace-hérað Frakklands. Þaðan er bensínið stigið í botn upp til Savoie, sem er hæst í Ölpunum og fögur fjallaþorpin hanga utan í fjallshlíð- um áður en stefnan er tekin á tvo hæstu fjallvegi Evrópu, Col d‘Iser- an og Cime de la Bonette. Til að tvöfalda fjörið er tilvalið að heim- sækja líka Alpana í Sviss og Ítalíu. Alþjóðlegt ævintýri sem reynir á hjólagetu og örvar skilningarvitin alla leið. 2. FRÁ CHRISTCHURCH TIL AUCKLAND Á NÝJASJÁLANDI Afbragðs þjóðvegir Nýja-Sjálands gera mótorhjólamönn- um kleift að aka í gegn- um heilt land. Hvarvetna ber fyrir augu land- fræðileg undur þar sem hjólamenn þjóta hjá jöklum, hrikaleg- um fjallstoppum, eld- fjöllum, gróskumikl- um skógum og töfrandi ströndum, en leiðin veitir ómældan innblástur og ógleymanlega lífs- reynslu. 3. SUÐURNOREGUR Noregur er kannski ekki fyrsti áfangastaðurinn sem kemur upp í huga mótorhjólafólks, en í Suður- Noregi eru stórkostlegir vegir sem hlykkjast um fjöllótta firði og reyna á ökumenn og hjól þeirra um leið og fegurðarskynið er örvað til fulls. Upplagt er að byrja ferðalag- ið í Kristiansand og leggja lykkju á leiðna og fara norðurleiðina til bæjanna Dombas og Olden áður en vesturleiðin er tekin til baka. Ökumenn þurfa að þræða krappar hár- spennubeygjur í tugatali, keyra meðfram þver- hníptum klettaveggjum og þeysa í gegnum jarð- göng sem sum eru með 180 gráðu beygjum. 4. AUSTURSTRÖND ÁSTRALÍU Ástralía er land ótrúlegra nátt- úruundra og á austurströndinni fá hjólamenn notið þeirra flestra. Ferðin hefst í Melbourne, þaðan sem haldið er norðaustur frá New South Wales til Queensland á hlykkjóttum vegum meðfram Kyrrahafinu, en einnig farið um fagra fjallvegi og dólað við strönd- ina. Margir fara til baka suðvestur- leiðina frá Brisbane, sem er alveg jafn stórkostleg, og endar á upp- hafsstaðnum Melbourne. 5. HÖFÐABORG TIL JÓHANNESARBORGAR Einstök og krefjandi strandlengjan frá Höfðaborg til Jóhannesarborg- ar er draumur allra vélhjólamanna. Hvarvetna hittir náttúrufegurð og menning menn í hjartastað, en farið er um undravert landslag sjávar- bakka, gresja, gljúfra og grænna dala. Erfitt er að hafa augun á bugð- óttum vegum vegna undra suður- afrísks strjálbýlis og strandvega við Atlants- og Indlandshaf. - þlg Alparnir eru augnakonfekt hvert sem litið er og þykja fremsta paradís mótorhjólafólks. MYNDIR/NORDIC PHOTOS Í Suður-Noregi eru hárspennubeygjur milli himinhárra fjalla og djúpblárra fjarða óteljandi. Afríka er mörgum framandi áfangastaður, enda líkt og annar heimur í allri upplifun. Hér má sjá kvöld í Höfðaborg. Æðislegustu mótorhjólaleiðir veraldar Einungis einn af hverjum tíu flugfarþegum er tilbúinn til að spjalla við ferðafélaga sína, samkvæmt ástralskri rann- sókn sem gerð var fyrir ferða- skrifstofuna Expedia.com. Í rannsókninni kom einnig fram að einn af hverjum sjö karl- mönnum daðraði við áhafn- armeðlimi flugvélarinnar og fjögur prósent þátttakenda sögðust hafa átt í sambandi við einhvern sem þeir hittu á flug- ferðum. Í rannsókninni kom einnig fram munur á hegðun karla og kvenna á flugferðum. Ástralsk- ir karlmenn voru mun duglegri við að nota afþreyingarbún- að flugvélanna, en 67 prósent þeirra notuðu hann á meðan meira en helmingur kvenna skoðaði afþreyingarefnið ekki. Konur völdu góðar bækur fram yfir afþreyingu flugvéla. Þrátt fyrir að eyða tíma sínum á mismunandi vegu voru bæði kyn sammála um að það sem væri mest þreytandi við langar flugferðir væru þrengslin í þeim. - mmf Daðrað um borð Fjórtán prósent hafa daðrað við áhafnarmeðlimi flugvéla. NORDICPHOTOS/AFP Verð á nestispakka: · Hreinn ávaxtasafi - 500 ml · Hafrafittness · Heilkorna rúnstykki með grænmeti, skinku og osti · Banani Verð á nestispakka: 1.190 kr. · Hreinn ávaxtasafi - 500 ml · Vatn - 500 ml · Hafrafittness · Heilkorna rúnstykki með grænmeti, skinku og osti · Banani · Kalt pastasalat - 400 g Verð á nestispakka: 1.990 kr. OPNUNARTÍMI HJÁ JÓA FEL Í HOLTAGÖRÐUM: MÁNUD. - FÖSTUD. KL. 7-18. LAUGARD. - SUNNUD. KL. 7-17. Tindur · Hreinn ávaxtasafi - 500 ml · Vatn - 500 ml · Hafrafittness · Heilkorna rúnstykki með grænmeti, skinku og osti · Heilkorna flatkaka með osti og hangikjöti · Banani Verð á nestispakka: 1.590 kr. BratturGarpur Hollt og næringarríkt Nestispakkar að hætti Jóa Fel fyrir fjallageitur og göngugarpa NESTISPAKKARNIR FÁST EINGÖNGU HJÁ JÓA FEL Í HOLTAGÖRÐUM Panta þarf nestipakkana með dags fyrirvara ef fleiri en 5 pakkar eru keyptir í einu. Pantanir í síma: 588 8998 eða á netfanginu: joifel@joifel.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.