Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 34
9. JÚNÍ 2011 FIMMTUDAGUR2 ● ferðir ● kynning Tveggja vikna ferð til Klettafjalla í Kanada verður farin á vegum Bændaferða hinn 20. ágúst. Farið verður um slóðir íslensku landnemanna og fræðst um sögu og menningu Kanada undir íslenskri fararstjórn. „Þórhallur Vilhjálmsson er einn af okkar reyndustu fararstjórum. Hann þekkir svæðið vel og er ein- staklega skemmtilegur sögumaður,“ segir Hugrún Hannesdóttir hjá Bændaferðum, sem hafa skipulagt ferðir til Kanada allt frá árinu 1975. „Áfangastaðirnir eru sérstaklega skemmtilegir í þessari ferð fyrir þá sem hafa áhuga á sögu,“ bætir hún við, en helstu áfangastaðir eru Vancouver og Klettafjöllin, bæirnir Kamloops og Jasper og borg- in Calgary, svo eitthvað sé nefnt. Safn Stephans G. Stephanssonar í Markerville verður einnig sótt heim og litið við hjá hjónunum Auði og Sumarliða Ingvarsson, en þau hafa verið fararstjórar hjá Bændaferðum um árabil. Auður og Sumarliði hafa verið búsett í bænum Kelowna síðustu 35 ár og segja frá lífi sínu í Kanada. Ferðin snýst þó um fleira en söguslóðir íslenskra landnema, segir Hugrún. „Þarna er stórfengleg náttúra. Saga landnemanna almennt er mjög áhugaverð, til dæmis hvernig leita þurfti leiða yfir fjöllin til að leggja járnbraut. Saga Indíánanna sem bjuggu fyrir á svæðinu er einnig mjög áhugaverð og hvernig samskiptum þeirra og landnemanna var háttað. Það er líka mjög gott að ferðast um Kanada á þessum árstíma, ekki of heitt en þó ennþá sumar.“ Sjálf ferðaðist Hugrún á sömu slóðir um páskana í fyrra. Innt eftir því hvað hafi staðið upp úr í ferð- inni á hún erfitt með að gera upp á milli staða. „Það var sterk upplifun að koma til Marker- ville og sjá hvað íslensku landnemarnir þurftu að leggja á sig. Ég er mikil útivistarmanneskja og fannst virkilega gaman að koma til Banff og fara með kláfi upp í fjöllin. Náttúrufegurðin er stórkost- leg og þarna eru margar gönguleiðir. Viðmót heima- manna fannst mér líka frábært, en Kanadamenn eru kannski líkir Íslendingum að vissu leyti, báðar þjóðir búa í návígi við náttúruna. Þá mæli ég sér- staklega með því að panta sér góða nautasteik ein- hvern tímann í ferðinni.“ Nánari upplýsingar um ferðina er að finna á heimasíðu Bændaferða, www.baendaferdir.is, og þar má einnig lesa ferðasögu Hugrúnar. Á slóðum íslenskra landnema Skemmtilegt mannlíf í miðbæ Vancouver. MYND/NORDICPHOTOS Borgarlandslag í Calgary. MYND/NORDICPHOTOS Farið verður um Klettafjöllin þar sem landnemar lögðu járnbrautarteina gegnum hrikaleg fjallaskörð. MYND/NORDICPHOTOS Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal jonl@365.is s. 512 5449 Umsjónarmaður auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is s. 512 5462. Mannskepnan leggur sér ýmislegt til munns og margt miður geðfellt gæti sumum þótt. Hér eru nokkrir „sælkeraréttir“ sem njóta vinsælda víðs vegar um heim. Alls konar ullabjakk Súkkulaðihúðaðir sporðdrekar, krókódílakássa og sporðdrekavodki eru meðal þess sem veitingahúsið Edible í London býður upp á. Fugu er vinsæll fiskur í Japan. Aðeins þaulvanir matreiðslumenn mega verka hann því annars er hætta á því að sá sem borðar hann deyi, enda inniheldur hver og einn nógu mikið eitur til að leggja þrjátíu manns að velli. Leðurblöku- og ávaxtasúpa þykir hreinasta lostæti í Indónesíu. Leður- blakan er elduð í heilu lagi í kókos- mjólk og borin fram ásamt ávöxtum. Ígúanaeðlur eru ekki aðeins vinsæl gæludýr í El Salvador heldur líka góðgæti sem bragðast víst eins og kjúklingakjöt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.