Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 66
9. júní 2011 FIMMTUDAGUR50 golfogveidi@frettabladid.is G O LF & H EI LS A Tiger Woods verður ekki meðal keppenda á Opna Bandaríska meistaramótinu, US Open, sem fram fer á Congressional vellinum í næstu viku. Tiger hefur ekki misst af þessu móti síðan árið 1994, en hann hefur undanfarna mánuði þjáðst vegna tognunar á hásin og liðbandi í hné. Hann hefur þrisvar sinnum hrósað sigri á þessu risamóti, síð- ast árið 2008. Tiger sagðist afar vonsvikinn með að missa af mótinu, en hann þyrfti að hlusta á lækna sína. Hann stefnir á að keppa næst í lok þessa mánaðar og ná seinni tveimur risamótum ársins. - þj Þrefaldur meistari frá vegna meiðsla: Tiger Woods verður ekki með á US Open VONBRIGÐI Tiger Woods mun ekki keppa á US Open í ár. Það er í fyrsta sinn í 17 ár sem hann missir af mótinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Meistarakylfingurinn Colin Montgomerie gæti misst af Opna breska meistaramótinu í fyrsta sinn í 22 ár eftir að hann hafnaði í síðasta sæti á úrtökumóti í vik- unni. Monty, sem hefur keppt á hverju ári frá 1990, hefur átt í miklum erfiðleikum á vellinum síðustu misseri en hann hefur ekki sigrað á móti frá árinu 2007. Hann á enn tækifæri til að kom- ast á Opna breska sem fer fram á Sunningdale-vellinum, en til þess þarf hann að ná inn á topp-fimm á Opna franska mótinu eða því Opna skoska. - þj Vafasöm tímamót hjá Monty: Gæti misst af Opna breska Í BULLANDI VANDRÆÐUM Monty gæti misst af Opna breska í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Eitt af því sem sífellt vefst fyrir kylfingum eru álitamál sem koma upp í hverjum golfhring. Hinrik Gunnar Hilmarsson, sem annast hefur eftirlit, vallarvörslu og dómgæslu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, segir að allir kylfingar verði að muna eftirfarandi: Með mismunandi merkingum er gerður greinarmunur á tvenns konar vatns- torfærum: a) vatnstorfærum, sem merktar eru með gulum hælum og/eða línum, og b) hliðarvatnstorfærum, sem merktar eru með rauðum hælum og/eða línum. Hvenær er bolti í vatnstorfæru/hliðarvatnstorfæru: „Það er spurning um staðreyndir hvort bolti sem ekki hefur fundist eftir að hafa verið sleginn í áttina að vatnstorfæru/hliðarvatnstorfæru sé í torfær- unni. Til þess að beita megi þessari reglu verður það að vera vitað eða nán- ast öruggt að boltinn sé í torfærunni. Sé þessi vissa ekki fyrir hendi verður leikmaðurinn að slá nýjan bolta gegn einu vítahöggi. Lausn vegna bolta í vatnstorfæru: Kylfingur má leika boltanum eins og hann liggur í torfærunni ef það er hægt. Hann má þó ekki grunda kylfuna við það. Að öðrum kosti má leikmaðurinn, gegn einu vítahöggi: a) Leika bolta eins nálægt og unnt er af þeim stað, þar sem upphaflega boltanum var síðast leikið, b) Láta bolta falla handan vatnstorfærunnar, þannig að sá staður þar sem hinn upphaflegi bolti fór síðast yfir takmörk hennar sé í beinni línu milli holunnar og þess staðar sem boltinn er látinn falla. Fleira kemur til álita, en þessar grunn- reglur þurfa allir að hafa á hraðbergi. Hollráð Hinna Stutt námskeið um vatnstorfærur „Ég get fullyrt að völlurinn okkar verður hafður í hávegum af íslenskum kylfingum. Hér er að verða til ævintýraland fyrir golf- áhugafólk,“ segir Páll Erlings- son, formaður Golfklúbbs Grinda- víkur sem fagnar 30 ára afmæli í sumar. Nú hillir undir að teknar verði í notkun fimm nýjar holur og langþráður draumur um fullvaxta átján holu völl verði að veru- leika hjá Grind- víkingum. Að sögn Páls er völ lurinn hugsaður fyrir hinn almenna kylfing frekar en afreksfólk, þó að þeir sem hafa náð langt í íþróttinni fái um nóg að hugsa á Húsatóftavelli. „Það sem er skemmtilegt við völlinn er að hann er þrískiptur, og er ólíkur öðrum völlum á Íslandi hvað það varð- ar. Völlurinn er strandvöllur með gömlu holunum fyrir neðan veg, síðan þær holur sem kalla mætti hefðbundnar og að síðustu nýju holurnar í hrauninu. Hér fá menn að reyna allar hliðar íþróttarinnar í einum golfhring,“ segir Páll. Golfklúbbur Grindavíkur var stofnaður árið 1981 af nokkr- um áhugamönnum um golf. Einn þeirra, Jóhann Möller, átti sum- arhús í Staðarhverfi og hafði útbúið fjórar brautir og holur á sjávarbökkunum. Jóhann hvatti heimamenn eindregið til að koma og spila og til að stofna golfklúbb og færa út kvíarnar. Völlurinn er nú þrettán holu völlur, fimm þeirra eru á bökkunum og átta eru norð- an þjóðvegarins og teygja sig inn í hraunið í austurátt. Árið 2009 var hafist handa við stækkun á vellinum í átján holur eftir teikningum frá Hannesi Þor- steinssyni golfvallahönnuði og yfirstjórn Bjarna Hannessonar vallarstjóra. Í janúar í ár var einn- ig ráðist í endurbætur á núverandi íbúðarhúsnæði í eigu golfklúbbs- ins með það að markmiði að taka það í notkun sem framtíðar golf- skála árið 2012 um leið og nýi völl- urinn verður opnaður. Klúbbfélagar í GG eru rúm- lega 200 og koma ekki aðeins frá Grindavík heldur nágrannasveit- arfélögunum einnig. Allir eru velkomnir sem sést á sérstökum kjörum fyrir öryrkja, atvinnu- lausa, aldraða og námsmenn. Þá má nefna að nýliðagjald kylfinga í GG er lægra en fullt gjald, en það er hugsað þannig að auðvelt sé að komast inn í klúbbinn og kynna sér hvað hann hefur upp á bjóða. Nafn vallarins dregur nafn sitt af bænum Húsatóftum en tóftir hans liggja á vellinum auk útihúsa og hjáleiga frá býlinu. Hugsun for- ráðamanna GG er að þessi saga fái að njóta sín og kylfingar geti kynnt sér sögu svæðisins á upplýsinga- skiltum sem komið verður fyrir víða um völlinn. Þá munu nýju holurnar jafnframt bera heiti sem dregin verða af örnefnum af alda- langri nýtingu landsins sem völl- urinn stendur á. Þá er hugmyndin að gera gamalt sjóhús að ræsishúsi, svo dæmi sé nefnt. Afmælismót verður haldið 3. september næstkomandi. Páll segir að þá verði gefið út afmælisblað auk annarra uppákoma. „Við ætlum að gera þetta myndarlega núna þegar gamall draumur er loksins að verða að veruleika.“ svavar@frettabladid.is Ævintýraheimur að fæðast Golfklúbbur Grindavíkur fagnar 30 ára afmæli í sumar. Það er því viðeigandi að í haust verður haldið afmælismót á nýjum stórglæsilegum átján holu golfvelli sem verður tekinn í fulla notkun næsta vor. 10. HOLA Flötin á tíundu er í forgrunni myndarinnar en nýr golfskáli er hér í mynd. Hér sést í þakið á gamla skálanum sem er hugsaður til framtíðar sem gistirými fyrir kylfinga. PÁLL ERLINGSSON 5. HOLA Myndin er tekin af gulum teig en kvennateigurinn er niðri til vinstri. Hægra megin er níunda flöt. Hér sést vel hvernig nýju holurnar sniglast um hraunið en nýrri hluti vallarins er allur í hrauninu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ef hreyfanleiki í mjöðmum er skertur vegna skekkju í mjöðmum, styttingu í innri snúningsvöðvum mjaðma eða hvort tveggja þá getur það leitt af sér of mikla hliðarsveigju í baksveiflunni, segir Magni Bernhardsson, kírópraktor hjá Kírópraktorstofu Íslands. Magni bendir á að önnur ástæða fyrir þessu getur verið skertur hreyfanleiki í hrygg sem getur gert það að verkum að erfitt er að skilja á milli hreyfingar á neðri hluta og efri hluta líkamans. „Þriðja ástæðan getur verið að það er ekki nægilegur styrkur í innri rassvöðva sem er aðalvöðv- inn þegar kemur að stöðugleika í aftursveiflunni. Til að sjá hvort hreyfanleikinn sé nægur þá er gott að leggjast á bakið með fætur bogna í 90 gráður og setja hnefana á milli hnjáa, en út frá þeirri stöðu á að vera auðvelt að spenna hælana út án þess að missa hnén frá hnefunum. Til að athuga hvort nægur styrkur sé í innri rassvöðva þá er gott að gera hliðarplanka og lyfta efri fætinum upp og halda í þrjár sekúndur. Ef það er mögulegt þá er nægur styrkur til staðar. Mikil- vægt er að útiloka hliðarhreyfingu í baksveiflunni svo höfuðið haldist yfir boltanum og um leið er minni hætta á bakmeiðslum við leik.“ Höfundur starfaði með PGA-golf- kennaranum Justin Stout í Banda- ríkjunum árið 2007 við að hreyfi- og styrktargreina nemendur hans. Hliðarsveigja í baksveiflu Magni M. Bernhardsson, kírópraktor með sérhæfingu í golfmeiðslum og öðrum íþrótta- meiðslum. 9.017 KYLFINGAR voru skráðir meðlimir í níu golfklúbbum á höfuðborgarsvæðinu árið 2010. 344 KYLFINGAR voru skráðir meðlimir í sjö golfklúbba á Austurlandi árið 2010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.