Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 9. júní 2011 Uppgjör við hrunið Enn vantar mikið á hrein-skiptið uppgjör við hrun- ið, þótt ýmislegt hafi áunnizt. Brennuvargar gera hróp að slökkviliðinu, segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanrík- isráðherra, um ástandið í grein á vefnum, og má til sanns vegar færa. Sumt gengur þó vel. Fjár- málaeftirlitið (FME) hefur undir styrkri stjórn Gunnars Þ. Andersen sent 67 mál til sér- staks saksóknara. Starfsmönn- um sérstaks saksóknara hefur fjölgað úr þrem hálfu ári eftir hrun í 70 nú, bráðum 80. Þetta heitir að láta hendur standa fram úr ermum. Tilraunir Seðlabankans til að sölsa FME undir sig ber að skoða í þessu ljósi. Það væri óhyggilegt að hrófla við FME eins og sakir standa. Að búa um óhrein sár Málin, sem FME hefur sent frá sér til sérstaks saksóknara, snerta á annað hundrað manna. FME sendir ekki frá sér önnur mál en þau, sem það telur lík- leg til að leiða til sakfellingar. Meintar sakir mega helzt ekki fyrnast, áður en dómstólar ná að kveða upp dóma. Alþingi þyrfti að setja lög til að fresta fyrn- ingu hugsanlegra brota í þeim málum, sem ekki hafa enn verið sett í rannsókn, svo sem einka- væðing bankanna og ýmis mál tengd sparisjóðunum, en þing- menn virðast þó ekki hafa hug á því. Hugsanleg sök ráðherra vegna einkavæðingar bankanna 2002 er löngu fyrnd samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð, en hugsanleg sök ráðherra og emb- ættismanna, til dæmis vegna auðgunarbrota, innherjasvika eða umboðssvika, fyrnist á tíu árum. Enn er lag. Mættu þeir ráða, myndu vinir hrunsins trúlega sópa öllu saman undir teppi, svo sem lýsing Jóns Baldvins á brennu- vörgunum ýjar að. Þess vegna er ástæða til að varast fyrningu brota vegna tafa í framgangi réttvísinnar. Annað eins hefur gerzt í okkar samfélagi. Í einu mesta fjársvikamáli lýðveldis- sögunnar var Vilhjálmur Þór seðlabankastjóri fundinn sekur í Hæstarétti fyrir hálfri öld, en sök hans var fyrnd. Saga olíumálsins og þáttar Vilhjálms Þór í því má ekki endurtaka sig. Undanbragðalaust uppgjör olíumálsins á sinni tíð hefði trú- lega dregið úr viðgangi þeirrar spillingar, sem ásamt öðru lagði Ísland á hliðina 2008. Aldrei gefst vel að búa um óhrein sár. Mesta fjármálahrun allra tíma Fjármálahrun Íslands er á ýmsa viðtekna kvarða mesta hrun, sem mælzt hefur. Hér á ég ekki við kerfishrun eins og fall Sovétríkjanna, held- ur fjármálahrun. Í fyrsta lagi nam fjártjónið, sem bankarn- ir íslenzku lögðu á hluthafa, lánardrottna og viðskiptavini utan lands og innan, um sjö- faldri landsframleiðslu Íslands, sem er heimsmet. Í annan stað kæmist gjaldþrot bankanna þriggja – Glitnis, Kaupþings og Landsbankans – á listann yfir tíu mestu gjaldþrot Bandaríkj- anna, hefðu þeir verið banda- rískir bankar. Séu bankarnir þrír skoðaðir sem ein heild, er gjaldþrot þeirra samkvæmt samantekt FME þriðja mesta gjaldþrot sögunnar á banda- rískan kvarða, næst á eftir gjaldþrotum fjármálafyrir- tækjanna Lehman Brothers og Washington Mutual. Í þriðja lagi nam kostnaður ríkisins, það er að segja skattgreiðenda, við að hreinsa til eftir banka- hrunið hér heima 64 prósent- um af landsframleiðslu. Fyrra heimsmet átti Indónesía eftir fjármálakreppuna þar 1997- 98, eða 53 prósent samkvæmt upplýsingum Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (AGS). Hvergi á byggðu bóli hefur hlutabréfa- markaður þurrkazt út nema hér. Landsframleiðsla og atvinna hafa ekki minnkað meira hér heima en raun varð á einkum vegna þess, að AGS og Norður- lönd komu til bjargar og lögðu á ráðin um skynsamlega endur- reisnaráætlun með aðhaldi í ríkisbúskapnum og tímabundn- um gjaldeyrishöftum til að firra krónuna frekara gengis- falli, og féll gengi krónunnar þó um helming í kringum hrunið. Við bætist, að hluti fjárins, sem útlendingar töpuðu á viðskipt- um við bankana, skilaði sér hingað heim og birtist meðal annars í hálfreistum húsum, til dæmis Hörpu. Þetta skilja útlendingar. Þess vegna meðal annars hrundi orðspor Íslands. Írar fóru öðruvísi að. Þar er atvinnuleysið meira en hér og orðstírinn betri út á við, því að Írar reyna með erfiðismun- um að standa skil á erlendum skuldbindingum sínum. Sá kost- ur stóð Íslandi ekki til boða, þar eð hrunið hér olli tjóni, sem ekki var vinnandi vegur að bæta. Rolex-vísitalan Hagsaga Íslands er sneisafull af dæmum um höft og skömmt- un og viðleitni fólks og fyrir- tækja til að fara í kringum slík boð og bönn, stundum í blóra við lög. Frívæðing viðskipta eftir 1960 og fjármagnsflutn- inga eftir 1990 spratt af langri reynslu af niðurdrepandi haf- tabúskap. Höft og skömmtun skekkja og skaða grundvöll efnahagslífsins og spilla við- skiptasiðferði og smám saman einnig öðru siðferði, einkum þegar höftin verða langvinnari en brýn nauðsyn krefur. Rolex- vísitalan – fjöldi seldra dýrra armbandsúra á mann – er sögð há á Íslandi. Það stafar þó ekki aðeins af því, að efnamönnum vegnar vel, heldur einnig af hinu, að venjulegt fólk hefur ekki aðgang að erlendum gjald- eyri umfram 350.000 krónur á mánuði til ferðalaga og naumar úttektarheimildir með krítar- kortum. Af því sprettur þörfin fyrir að kaupa dýr úr til endur- sölu með afföllum erlendis. Einmitt þannig var ástandið fyrir 1960. Þessu þarf að linna sem fyrst. Í DAG Þorvaldur Gylfason prófessor Í fyrsta lagi nam fjártjónið, sem bank- arnir íslenzku lögðu á hluthafa, lánar- drottna og viðskiptavini utan lands og innan, um sjöfaldri landsframleiðslu Íslands, sem er heimsmet. Í annan stað kæmist gjaldþrot bankanna þriggja – Glitnis, Kaupþings og Landsbankans – á listann yfir tíu mestu gjaldþrot Bandaríkjanna, hefðu þeir verið bandarískir bankar. Varla hefur farið framhjá neinum hróp atvinnulífsins eftir tæknimenntuðu fólki. Það er grafalvarleg staða ef íslensk fyrirtæki geta ekki fengið til sín tæknimenntað fólk. Auglýsingar fyrirtækja að undanförnu sýna þennan vanda í hnotskurn. Í 20/20 markmiðum ríkisstjórnar er þung áhersla lögð á að efla tæknimennt- un. Í sama streng taka samtök á vinnumarkaði. Málið er grafalvar- legt því án tæknimenntaðs fólks mun stöðnun ríkja á vinnumark- aði okkar. Úr þessu þarf að bæta. Atvinnumöguleikar tækni- menntaðs fólks eru miklir. Tækni- fræði býður upp á góða og fjöl- breytilega vinnu og góðar tekjur og ætti því að vera eftirsótt nám. Meðallaun félagsmanna í Félagi tæknifræðinga eru um 600 þúsund á mánuði, skv. síðustu kjarakönn- un TFÍ. Þrátt fyrir þetta sækja ekki nægilega margir í tækni- menntun á Íslandi Keilir og Háskóli Íslands bjóða upp á tæknifræði þar sem áhersla er lögð á verkefnavinnu með raun- hæfum verkefnum. Gott dæmi um það er að einn nemenda mun taka hið glæsilega hús, Hörpu, sem lokaverkefni og skoða orkunýt- ingu tónlistarhallarinnar og leið- ir til að ná enn betri árangri. Inn í námið eru nemendur metnir á grundvelli menntunar og reynslu og „stungið inn“ í námið miðað við raunfærni þeirra. Síðari hluta námsins verður hægt að stunda með vinnu. Þarna er nýtt tækifæri fyrir áhugasama á öllum aldri. Í samstarfi við Háskóla Íslands, Iðnskólann í Hafnarfirði, Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, Tækni- fræðingafélagið og fjölmörg fyrirtæki vill Keilir svara kalli atvinnulífsins. Meðal fyrirtækja sem koma að þessu samstarfi eru Marel, Össur, Mannvit, HS Orka, HS Veitur og Frumherji. Samstarf skólanna fjögurra gengur út á að skipuleggja nám sem nær frá byrj- un framhaldsskóla til lokaprófs í tæknifræði á háskólastigi. Sveigj- anleiki í námi er lykilþáttur í sam- starfinu og verður nemendum gert kleift að taka námið í nokkrum þrepum. Keilir er á Ásbrú í Reykjanesbæ. Nemendum býðst að leigja íbúðir á ævintýralegum kjörum og/eða nota rútuferðir (10 á dag) milli höf- uðborgarsvæðis og Ásbrúar. Hægt er að fá íbúðir leigðar á verði sem telst einkar hagstætt eða frá kr. 60.000 á mánuði og niðurhal af neti innifalið. Með þessu samstarfi vilja skól- arnir og fyrirtækin bregðast við hinni æpandi þörf á tæknifræði- menntuðu fólki. Við opnum skil milli skólastiga, bjóðum fjölbreyti- legt og lifandi nám sem býður vel launuð og skemmtileg störf sem bíða eftir áhugasömu fólki. Ný tækifæri fyrir tæknisinnaða Menntamál Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis NÆLONVÖÐLUR VÖÐLUR RON TOMPSON NEOPRENVÖÐLUR. RON THOMPSON HYDROWAVE ÖNDUNARVÖÐLUR OG SKÓR SCIERRA CC3 ÖNDUNAR- VÖÐLUR OG SKÓR MAD NEOPREN VÖÐLUR Í FELULITUM DAM TASLAN DAM NEOPREN- VORTILBOÐ AÐEINS 6.995,- PAKKATILBOÐ AÐEINS 24.900,- VORTILBOÐ AÐEINS 13.995,- PAKKATILBOÐ AÐEINS 29.900,- VORTILBOÐ AÐEINS 11.995,- KRÓKHÁLSI 5 - 110 REYKJAVÍK - SÍMI 517 8050 MÁN. TIL FÖS.- 9 TIL 18 /// LAU. - 9 TIL 16 - VORTILBOÐ AÐEINS 16.995,- KASTVEIÐIPAKKI IERRA C MERGER FLUGUVEIÐIPAKKI DINGTONRE CROSSWATER FLUGUVEIÐIPAKKI KASTVEIÐIPAKKI ðir hnífar, stál og skurðarbretti í tösku Þegar fiskur tekur gef ur tökuvarinn frá sér hljóð og ljósmerki. AÐEINS 24.900,- RO + OKUMA S E + OKUMA SAFANI 3 gó RON N THOMPSON THOMPSON M HNÍFASETTDA DAM TÖKUVARI - AÐEINS 19.990,- AÐEINS 5.995,- AÐEINS 8.895,- TILBOÐSVERÐ 11.895,- VERÐ 16 990 - . , AÐEINS 1.695,- SILUNGAFLUGUR STRAUMFLUGUR SPÚNAR MAKRÍLL OG ORMARAÐEINS 220,- AÐEINS 290,- AÐEINS FRÁ 299,- Þu færð beituna í veiði- ferðina í Sportbúðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.