Jazzblaðið - 01.12.1951, Blaðsíða 18

Jazzblaðið - 01.12.1951, Blaðsíða 18
ætlaði að dvelja í borginni nógu lengi til að fá inngöngu í hljóðfæraleikara- félagið þar. Biðtími er sex mánuðir og mátti hann lítið leika á meðan. Eftir þrjá mánuði má hann þó byrja að leika í næturklúbbum og eins að leika inn á plötur. — Hann lék inn á plötur fyrir Savoy, þar sem Stan Getz og A1 Cohn léku einnig á tenóra. Síðan lék hann á plötur fyrir Neiv Jazz með tveimur ten- órum í viðbót (fimm alls), þeim Brew Moore og Allan Eager. Þeir Cohn, Moore og Eager höfðu allir verið í hinni nýju hljómsveit Herman. Zoot telur Moore og Eager vera af eldri Lester Young skólanum, en Cohn tilheyrir þeim yngri. Segir hann að A1 Cohn sé bezti tenóristi, sem hann heyri í, ásamt Parker, þegar hann leikur á tenór. Plötur þessara fimm tenórleikara eru sérstaklega athyglisverðar og gaman að bera saman stíl þeirra, sem í fyrstunni virðist vera svipaður hjá þeim öllum, en þegar betur er hlustað má heyra mis- mun á tón og fraseringum. Varla er að tala um mismun í tækni, því að undan- tekningarlaust allir nútíma-jazzleikarar hafa yfir svo mikilli tækni að ráða, að maður stendur og gapir af undrun. Zoot Sims lék með mörgum litlum hljómsveitum í New York þessa mánuði, en í maí 1950 fór hann í hljómleikaferð til Evrópu með Benny Goodman. Sex- tettinn, sem var skipaður Goodman, Zoot, trompetleikaranum Roy Eldridge, trommuleikaranum Ed Shaughnessy, píanóleikaranum Dick Hyman, enska bassaleikaranum Charlie Short og belg- íska munnhörpu- og guitarleikaranum Toots Thielmans vakti talsverða athygli í Evrópu. Sá þeirra, sem beztu dómana fékk var ekki Goodman eða Eldridge, eins og við hefði mátt búast, heldur var það hinn tuttugu og fjögra ára tenóristi, Zoot Sims. Sérstaklega urðu þó Svíar hrifnir af honum, enda kunna þeir manna bezt Evrópubúa að meta nútíma-jazzinn. — í Svíþjóð lék hann inn fjögur lög með mönnum úr Goodmans sextettinum, og eins nokkrum sænskum jazzleikurum. — Plötur þesar hafa fengið góða dóma bæði í Svíþjóð og Englandi, þar sem þær voru gefnar út í sumar. Zoot lék ennfremur inn á nokkrar plötur í Frakklandi og eftir að hann kom til Bandaríkjanna, lék hann inn á marg- ar plötur, annað hvort með hljómsveit á sínu nafni eða með öðrum jazzleikurum með svipaðar hugmyndir og hann. Hann hefur lítið leikið með sérstakri hljómsveit undanfarna mánuði, heldur hefur hann verið með hinum og þessum smáhljómsveitum og þó oft leikið á Bird- land í New York, en það er einn hinna fáu staða þar í borg, sem stöðugt getur að heyra góðan jazz. . Ég geri ekki ráð fyrir, að Zoot eigi eftir að taka við sæti Stan Getz, sem bezti (eða vinsælasti, ef það þykir betra) tenórsaxófónleikari Bandaríkjanna. Þó getur þetta engu að síður skeð, því að Zoot hefur nokkuð sem Getz vantar, þ. e. a. s. það er svo mikið líf og svo mikill rhythmi í leik hans, að ótrúlegt má þykja, af nútíma-jazzleikara að vera. En það er ef til vill einmitt það, sem þá vantar marga til að fólkið geti með- tekið tónlist þeirra. Fullkominn tónn og tækni er ekki alltaf nóg. — Með þennan kost fram yfir hina á Zoot Sims ef til vill eftir að komast mjög langt. Jafn- vel á toppinn. Hver veit. S.G. Athugið, aö kosningaseðillinn verður að- eins sendur þeirn áskrifendum, sem eru skuldlausir. Enn er tœkifœri til að fá seðilinn með því, að gerazt áskrifandi, eða fyrir þá, sem eru áskrifendur en skulda, að greiða árgfaldið — og ÞAÐ SEM ALLRA FYRST. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.