Jazzblaðið - 01.12.1951, Blaðsíða 33

Jazzblaðið - 01.12.1951, Blaðsíða 33
Lavelleres. Mér kom ekki annað til hug- ar en að loftskeytamaðurinn mundi detta niður dauður af einskærri hamingju. Hann tók hana í fang sér varlega sem væri hún gerð úr sápukúlum. Hann dansaði mjög vel. Þau horfðust í augu og brostu. Augun í Artie blikuðu eins og í jólasveini að nýafstöðnu góðvirki, og hann spilaði aðalversið upp aftur og aftur. En nú gekk þjónn út.á gólfið og hvíslaði einhverju í eyru Lavalleres. -— Ungi loftskeytamaðurinn blóðroðnaði, leiddi Luciu til sætis, kyssti hana blíð- lega á annað handarbakið ög hvarf. Ég skimaði um og sá skipstjórann og La- vellere í samræðum út á þilfarinu. — Skömmu síðar bar ungi maðurinn hönd upp að húfu sinni og gekk upp í klefa sinn. Eftir næsta dans fór Artie uþp í loftskeytaklefann. Hann kom fljótlega niður aftur og sagði, að skipstjórinn hefði skipað loftskeytamanninum að halda sig innan dyra, þar sem loftskeyta- mönnum væri óheimilt að dansa við far- þegana. „Hefur nokkur nokkru sinni heyrt Abraham Lincolns getið“, hrópaði hann, og var nú orðinn æstur. Hann hafði, eins og margir aðrir Ameríkanar, yndi af að ávarpa stóran hóp manna. „Hvað er þetta skip, er það kannske galeiða“, sagði hann. Farþegarnir urðu agndofa, Lucia fölnaði og Ferrari bræð- urnir spruttu á fætur, tilbúnir i allt. Ég flýtti mér að byrja að spila, og sem betur fór tók fólk að dansa. Eftir dansinn fórum við allir upp í loftskeytaklefann. Lavellere sat.-utan.við dyrnar. Hann starði á „Suður krossinn" og andvarpaði. Hann sagðist hafa verið búinn að mæla sér mót við Luciu, hjá reykháfnum, en nú væri honum skipað að dvelja í klefa sínum. Við göngum aft- ur eftir efra þilfarinu, og sjáum skugga bregða fyrir. Lavellere andvarpaði aftur. Artie gat ekki staðist þetta lengur. — „Farðu og talaðu við hana. Við skulum bíða hér á meðan, ög ef einhver kemur, þá segjum við, að þú hafir skroppið niður, eða fengið skarlatssótt eða eitt- hvað. Farðu nú“. Lavellere hikaði, en fór svo. Artie gekk inn í klefann, fann þar einkennis- húfu loftskeytamannsins, setti hana á höfuð sér og lét hana hallast, og skoð- aði sig í spegli. „Hreint ekki svo afleit“, sagði hún, „ég ætti eínhvern tíma að fá mér atvinnu hjá þessari útgerð. „Hvaða útgerð“, þrumaði hræðileg rödd. Við litum við. „Hvar er loftskeytamaður- inn?“ spurði skipstjórinn grimmdarlega. Það var kuldaglampi í augum hans. — Þögn. Hver veit hvað vitfirringur getur gert. Ef til vill hafði hann rakhníf í hverjum vasa. „Ég skal láta setja ykkur í járn alla saman“, hrópaði ívan grimmi. „Þið fáið engin landleyfi í Saigon. Héð- an af verðið þið að spila 10 tíma á dag í stað fimm. Snáfið þið svo burtu og haldið ykkur í klefum ykkar!“ Við gengum niður. Á neðra þilfarin.u mættum við herra Hartford, uppgjafa- hermanninum frá Delaware. Hann hag- ræddi heyrnartæki sínu, faðmaði Artie að sér, og sagði, að nú væri réttur tími til að halda hátíð. Dagurinn í dag væri hamingjudagur. í dag væru 7 ár liðin síðan hann skyldi við konuna. Herra Hartfoi'd fann alltaf upp einhverja ástæðu til hátíðahalda. Við gengum að barnum og fengum okkur flösku af víni, og skömmu síðar aðra. Eftir það gleymd- um við skipstjóranum og banni hans. Artie sagði herra Hartford frá styrjöld okkar gegn skipstjóranum. „Það er að- eins eitt, sem þið getið gert“, sagði hann. „Gerið verkfall. Neitið að spila“. Ég benti honum á, að ekki væri hægt að gera verkfall um borð í skipi. „Allt í lagi“, sagði herra Hartford, ;,af hverju kastið þið ekki hljóðfærunum ykkar fyr- ir borð. Ekki getið þið spilað án hljóð- færa“. Artie sagði, að það mundi ekki koma að neinu gagni. „Tveir af sjó- mönnunum eiga , fiðlur og bannsettur homopatinn hefur cello hahgan’þi inrií hjá sér“. Artie stoppaði í miðri setn- ingu og stökk upp úr stól sínum, „Það er aðeins eitt þíanó um borð“, sagði hann mjúkrúma. Án píanós munum við ekki spila 10 stundir á dag, eins og vit- firringurinn sagði. Nei, það verður alls engin músik spiluð“. Hátíðleg þögn fylgdi þessum orðum. Mikilleiki þessara uppástungu var lamandi. Það var hiti i loftinu. Veitingamaðurinn var búinn að Framhald á bls. 38. !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.