Jazzblaðið - 01.12.1951, Blaðsíða 31

Jazzblaðið - 01.12.1951, Blaðsíða 31
Joseph Wechsberg: SÍÐASTI VALSINN SMÁSAGA Guðmundur Finnbjörnsson þýddi. Það var langt frá því, að við hljóð- færaleikararnir værum einu útlagamir um borð í hinu arma fyrirbæri, sem nefndist línuskipið Azay le Rideai. — Skipstjórinn var þunglamalegur og grá- hærður, og oftast fúlskeggjaður mann- hatari, sem minnti helzt á Ivan grimma. Hann hafði, um borð í þessu skipi, lengi orðið að afplána eins konar fangelsis- vist fyrir að stranda nálægt Port Said einu af beztu skipum félagsins. Fyrsti stýrimaðurinn var þekktur um allt ná- grenni Singapore fyrir hin ofsafengnu brjálæðisköst sín, skipslæknirinn hafði orðið að flýja frá Marseilles og blóm- legri atvinnu þar, þegar lögreglan fór að hnýsast í hagi hans. Gjaldkerinn, sem við höfðum mest af að segðja, var of- drykkjumaður, og leit hann á hljóðfæra- leikara sem eins konar hávaðasama bjöllutegund. Sumir af áhöfninni báru ískyggilega hluti í vösum sínum, en aðr- ir litu út eins og væru þeir nýsloppnir út af geðveikrahæli. Menn kepptust við að gera hver öðrum sem mest til skap- raunar. Þrætur og slagsmál voru dag- legir viðburðir. Azay le Rideau hafði verið gerð út frá Hapay, en dag nokkurn hafði skipið verið afhent Frökkum upp í gamla skuld. Það var hamingjudagur fyrir íbúa Hapay. Sérhvert skip hefur sína sérstöku tegund af rottum og skor- dýrum, en hið fjandsamlega dýraríki þessa fúkkadallar hefði vakið sérstaka athygli Rockefeller-stofnunarinnar. Það voru algengir kakalakkar á bak við vask- ana, gráleitir við kýraugun og tignar- legar Wagner gerðir, er héldu sig eink- um í píanóinu, og komu. helzt fram, þeg- ar fantasíur úr Lohengrin eða Tann- hduser voru leiknar. Það var alltaf eitt- hvað í ólagi. Tveim dögum eftir að við fórum frá Suez, biluðu vélarnar út á miðju Rauðahafi. Skipið stoppaði og hallaðist á bakborða, eins og timbruð gæs. í 48 kl.st. lágum við hreyfingar- lausir. Hitinn var óþolandi. Herra Hart- ford, astmasjúkur og hálf heyrnarlaus uppgjafahermaður frá Delaware, taldi að það væri jafnvel heitara en í Wilm- ington eða Dauða dalnum. Farþegarnir voru leiðinlegt samsafn af frönskum embættismönnum og hermönnum, jap- JOSEPH WECHSBERG fæddist í Prag árið 1906. Hann hlaut mjög góða kennslu í fiðluleik við fræga tónlistarskóla i Evrópu og hefur hann m. a. verið konsertfiðluleikari. Hann lék f mörg ár á frönskum farþegaskipum og segir hann í sögum sinum aðallega frá veru sinni þar, eins og t. d. í þessari sögu, en þær hafa komiö út í bók hans, „Looking jor a Bluebird". Hann hefur ferðast um allan heim, annað hvort sem hljóðfæraleikari eða blaðamaður, en þá atvinnu hefur hann einnig stundað. — Annars hefur hann gegnt fjölda starfa. í siðasta stríði var hann i her Banda- ríkjamanna. — Nú er hann setztur að í Hollywood, þar sem hann skrifar fyrir kvikmyndir. önskum kaupmönnum, þrem gleðidrósum frá París, sem bjuggust við góðri vertíð í Saigon, og svo nokkrir enskir skrif- stofumenn, sem voru á leið til Singa- pore. — Eina píanóið á skipinu stóð aftur á þilfari, undir sóltjaldi, sem þar var. Þar voru armstólar og borð, tveir visnaðir pálmar, og barinn var þar við hendina. Á kvöldin suðuðu ótal tegundir flugna í kringum ljósaperurnar. — Að spila í þessum hraðsuðupotti, var hægur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.