Jazzblaðið - 01.12.1951, Side 31

Jazzblaðið - 01.12.1951, Side 31
Joseph Wechsberg: SÍÐASTI VALSINN SMÁSAGA Guðmundur Finnbjörnsson þýddi. Það var langt frá því, að við hljóð- færaleikararnir værum einu útlagamir um borð í hinu arma fyrirbæri, sem nefndist línuskipið Azay le Rideai. — Skipstjórinn var þunglamalegur og grá- hærður, og oftast fúlskeggjaður mann- hatari, sem minnti helzt á Ivan grimma. Hann hafði, um borð í þessu skipi, lengi orðið að afplána eins konar fangelsis- vist fyrir að stranda nálægt Port Said einu af beztu skipum félagsins. Fyrsti stýrimaðurinn var þekktur um allt ná- grenni Singapore fyrir hin ofsafengnu brjálæðisköst sín, skipslæknirinn hafði orðið að flýja frá Marseilles og blóm- legri atvinnu þar, þegar lögreglan fór að hnýsast í hagi hans. Gjaldkerinn, sem við höfðum mest af að segðja, var of- drykkjumaður, og leit hann á hljóðfæra- leikara sem eins konar hávaðasama bjöllutegund. Sumir af áhöfninni báru ískyggilega hluti í vösum sínum, en aðr- ir litu út eins og væru þeir nýsloppnir út af geðveikrahæli. Menn kepptust við að gera hver öðrum sem mest til skap- raunar. Þrætur og slagsmál voru dag- legir viðburðir. Azay le Rideau hafði verið gerð út frá Hapay, en dag nokkurn hafði skipið verið afhent Frökkum upp í gamla skuld. Það var hamingjudagur fyrir íbúa Hapay. Sérhvert skip hefur sína sérstöku tegund af rottum og skor- dýrum, en hið fjandsamlega dýraríki þessa fúkkadallar hefði vakið sérstaka athygli Rockefeller-stofnunarinnar. Það voru algengir kakalakkar á bak við vask- ana, gráleitir við kýraugun og tignar- legar Wagner gerðir, er héldu sig eink- um í píanóinu, og komu. helzt fram, þeg- ar fantasíur úr Lohengrin eða Tann- hduser voru leiknar. Það var alltaf eitt- hvað í ólagi. Tveim dögum eftir að við fórum frá Suez, biluðu vélarnar út á miðju Rauðahafi. Skipið stoppaði og hallaðist á bakborða, eins og timbruð gæs. í 48 kl.st. lágum við hreyfingar- lausir. Hitinn var óþolandi. Herra Hart- ford, astmasjúkur og hálf heyrnarlaus uppgjafahermaður frá Delaware, taldi að það væri jafnvel heitara en í Wilm- ington eða Dauða dalnum. Farþegarnir voru leiðinlegt samsafn af frönskum embættismönnum og hermönnum, jap- JOSEPH WECHSBERG fæddist í Prag árið 1906. Hann hlaut mjög góða kennslu í fiðluleik við fræga tónlistarskóla i Evrópu og hefur hann m. a. verið konsertfiðluleikari. Hann lék f mörg ár á frönskum farþegaskipum og segir hann í sögum sinum aðallega frá veru sinni þar, eins og t. d. í þessari sögu, en þær hafa komiö út í bók hans, „Looking jor a Bluebird". Hann hefur ferðast um allan heim, annað hvort sem hljóðfæraleikari eða blaðamaður, en þá atvinnu hefur hann einnig stundað. — Annars hefur hann gegnt fjölda starfa. í siðasta stríði var hann i her Banda- ríkjamanna. — Nú er hann setztur að í Hollywood, þar sem hann skrifar fyrir kvikmyndir. önskum kaupmönnum, þrem gleðidrósum frá París, sem bjuggust við góðri vertíð í Saigon, og svo nokkrir enskir skrif- stofumenn, sem voru á leið til Singa- pore. — Eina píanóið á skipinu stóð aftur á þilfari, undir sóltjaldi, sem þar var. Þar voru armstólar og borð, tveir visnaðir pálmar, og barinn var þar við hendina. Á kvöldin suðuðu ótal tegundir flugna í kringum ljósaperurnar. — Að spila í þessum hraðsuðupotti, var hægur

x

Jazzblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.