Jazzblaðið - 01.09.1952, Blaðsíða 5

Jazzblaðið - 01.09.1952, Blaðsíða 5
Ronnie Scott á íslandi t Enski tenór-saxófónleikarinn Ronnie Scott lék hér á landi um mánaðarmótin ágúst og september. Fyrstu hljómleikarnir voru í Gamla bíó miðvikudaginn 27. ágúst. Hljómleikarnir hófust með leik kvintets Ey- þórs Þorlákssonar, skipaðan Eyþóri á guit- ar, Gunnari Sveinssyni vibrafón, Kristjáni Magnússyni píanó, Axel Kristjánssyni bassa og Svavari Gests trommum. Einnig lék Jón Sigurðsson trompetleikari tvö lög með kvintetinum. Leikur kvintetsins var talsvert betri en hann hefur verið áður, en eins og kunnugt er þá hefur hann komið fram nokkrum sinnum áður. Eyþór er í stöðugri framför og Kristján gerði margt gott. Jón Sigurðsson trompetleikari var nokkuð hik- andi, en leikur hans var engu að síður hinn prýðilegasti, Jón ætti aðeins að láta oftar til sín heyra í jazzlífinu. Er kvintetinn hafði lokið leik sýnum kom Ronnie Scott með aðstoð tríós Arna Elfar píanóleikara, en í því voru auk Arna, Pétur Urbancic á bassa og Guðmundur Steingrímsson á trommur. Leikur Ronnie var í alla staði hinn stórkostlegasti, tónn, tækni og hugmyndir allt hið fullkomnasta. Áheyrendur kunnu líka að meta það, því þeir ætluðu aldrei að sleppa honum af svið- inu, svo ’mikið var lófatakið. Tríóið stóð sig einkar vel, voru mennirnir hver öðrum betri. Fyrsta atriðið eftir hlé var söngur Hauks Morthens með aðsoð tríós Kristjáns Magnússonar, Axel á bassa og Svavar á trommur. Haukur hefur aldrei hlotið jafn mikið lof hjá áheyrendum og einmitt á þessum hljómleikum. Haukur hefur sungið í sex ár og er hann ætíð í framför. Meðferð hans á lögunum þetta kvöld var einkar góð og lagaval alveg fyrirtak. Undirleikur Kristjáns var einnig sérlega góður. Síðasta atriði hljómleikanna var Jam-session með þeim Ronnie Scott, Eyþóri Þorlákssyni, Jóni Sigurðssyni, Gunnari Sveinssyni, Árna Elfar, Guðmundi Steingrímssyni og Pétri Urbancic. Sessionin heppnaðist ágætlega og var Ronnie að sjálfsögðu aðalmaðurinn. Kvöldið eftir lék Ronnie Scott á dansleik í Breiðfirðingabúð ásamt þeim hljóðfæra- leikurum er léku á hljómleikunum. Bættust nokkrir aðrir jazzleikara þar og við, m. a. Gunnar Ormslev, sem stóð sig mjög vel. Er nánar að því vikið á öðrum stað í blað- inu. Síðan fór flokkurinn út á land og lék Framh. á bls. 16 Gunnar Ormslev og Ronnie Scott. dazzlLU 5

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.