Jazzblaðið - 01.09.1952, Blaðsíða 6

Jazzblaðið - 01.09.1952, Blaðsíða 6
Hollenzki píanóleikarinn Pia Beck var fyrripart sumars í Bandaríkjunum í hljóm- leikaferð. Lék hún aðallega í sjónvarps- dagskrám, víða í Bandaríkjunum. í þessum sjónvarpssendingum komu fram ásamt henni m. a. Louis Armstrong, Lena Horne og Frank Sinatra. Pia Beck er fædd í höfuðborg Hollands, Haag. árið 1925. Hæfileikar hennar komu furðufljótt í ljós og strax á unga aldri var hún orðin snjall píanóleikari. Þegar hún var sex ára kom hún fyrst fram og lék á píanó og harmoniku. Hún vakti þegar mikla athygli, en árangurinn af því varð sá, að foreldrar Piu littlu voru kærðir fyrir brot á landslögum. Börn yngri en 12 ára máttu ekki koma fram á opinberum skemmtistöð- um, svo að Pia littla varð að gera svo vel að bíða þar til hún næði tilskyldum aldri. Þegar Pia var 18 ára réðst hún í Miller sextetinn, sem leikur í Amsterdam, en hætti þar eftir nokkurn tima, mikið sökum hins takmarkaða nótnalesturs síns. Um leið og hún hætti myndaði hún fyrsta Vinsœlasti jazzleikari Hollands er kvenpíanóleikarinn MIECK tríó sitt með tveim meðlimum sextetsins. í fyrstu naut tríóið lítilla vinsælda og kaup var lítið sem ekkert, en smámsaman uxu vinsældirnar og þá kaupið að sama skapi. Nú er Pia tvímælalaust vinsælasti píanóleikari Hollands og tríó hennar af- bragci. Uppáhalds píanóleikari Piu er Errol Garner, enda heyrist eigi ósjaldan á leik hennar að svo er. Af hljómsveitum finnst henni mest koma til Woody Herman (stór hljómsveit) og George Shearing (lítil hljómsv.) Henni þykir söngur Söru Vaughn mjög góður, en Pia syngur sjálf með tríói sínu. Pia hefur mjög mikið yndi af ferðalög- um og hefur ferðast mikið. Þegar hún var stödd í Frakklandi lék hún í nokkur skipti með Sidney Bechet og Claude Luter. í Englandi, þar sem hún er mjög vinsæl, lék hún í kabarett með Nellie Lutcher og King Cole þegar þau voru þar. Hún fór með tríó sitt til Svíþjóðar og lék þar í nokkrar vikur m. a. lék hún inn á plötur með sænskum jazzleikurum. Þar lék hún inn á plötuna „Gone“, sem er álitin ein af beztu plötum hennar. í tríóinu eru nú með henni þeir Jan Blok á guitar og Eddy O’Hare bassa. Þau leika nú á hóteli við baðströndina í Haag. Pia hefir mikinn hug á að koma til Islands og ætlaði sér að koma í sumarleyfi í sumar, en því miður fórst það fyrir. Kannske eigum við eftir að heyra í henni hér á landi. Ól. Stephensen. 6 jazzLUií

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.