Jazzblaðið - 01.09.1952, Blaðsíða 14

Jazzblaðið - 01.09.1952, Blaðsíða 14
„Í8LEMZKUR JAZZ ÁRÍTTRI BRAlir — segir Ronnie Scott Eins og lesendum blaðsins er flestum kunnugt, þá dvaldi enski jazzleikarinn Ronnie Scott hér á landi í vikutíma um mánaðarmótin ágúst og september og lék hér á hljómleikum og dansleikjum á veg- um Jazzklúbbs íslands. Ronnie Scott líkaði dvölin hér mjög vel og segir hann nánar frá því í eftirfarandi viðtali, sem undirritaður átti við hann fyrir blaðið síðasta dag hans hér. — Hvernig líkar þér að vera hér? — Mjög vel, en satt að segja hafði ég bú- ist við heldur meiru. Staðirnir til að leika á eru sárafáir og fámennið er mikið. Það er eiginlega merkilegt að það skuli vera jarðvegur fyrir jazzlíf í jafn fámennu landi og ennþá merkilegra að hægt skuli vera að hrinda því í framkvæmd að fá hingað erlenda jazzleikara. — Hvernig líkar þér við landið sjálft? — Náttúrufegurðin er stórkostleg. Við fór um landveg til Akureyrar. Það var skemmtileg ferð. Fjöllin eru dásamleg, en vegirnir fyrir neðan allar hellur. — Og hvar fannst þér skemmtilegast að leika? — Ég veit varla, dansleikurinn í Breið- firðingabúð var skemmtilegur. Reyndar fór margt af fólkinu út því við lékum víst of mikinn jazz fyrir það, en sessionin þar var skemmtilegt. Einnig fannst mér gaman á fyrstu hljómleikunum í Gamla Bíó. Tríóið sem lék með mér þá, stóð sig mjög vel. — Hvað finnst þér um jazzleikarana hér? — Margir þeirra eru á réttri leið. En alla virðist skorta reynslu. Þeir fá auðsjá- anlega ekki nærri nógu mörg tækifæri til að leika jazz. Og alltaf fá tækifæri til að leika með erlendum jazzleikurum. Ennfrem- ur virðist mér sem þeir hafi gert of lítið af því að hlusta á plötur. Fyrir jazzleik- ara, sem eru jafn einangraðir og íslenzkir jazzleikarar þá er ekkert eins gott og að hlusta mikið á plötur, og mér skilst, að það sé hægt að fá þær hér. — Nokkrir sérstakir jazzleikarar, sem þér finnst skara fram úr? — Ég fann til dæmis mikinn mun á tríó- inu sem lék með mér eftir því sem leið á vikuna. Arni Elfar er efnilegur jazzleikari. Hann hefur mikla tækni, sem hann notar vel, en stundum fer hann „í strand" ein- ungis vegna reynsluleysis. Kristján Magnús- son virðist aftur á móti öllu öruggari en hefur minni tækni en Árni, þessvegna er varla hægt að gera upp á milli þeirra. Bassaleikararnir eru heldur ekki nógu á- kveðnir, en spila samt rétt, Jón er mjög góður. Trommuleikararnir fanns mér einna sístir. Þá virðist skorta „beat“, og eins og flestir aðrir, eru þeir ekki nógu ákveðnir. Það er eins ástatt með trommuleikarana Guðmund Steingrímsson og Guðmund R. Einarsson og píanóleikarana Árna og Kristján. Annar hefur það sem hinn hefur ekki. — Nokkrir aðrir, til dœmis sólóistar? — Ég skyldi nú halda það. Gunnari Ormslev má ekki gleyma. Hann ber höfuð og herðar yfir alla hina. Skortir hann sáralítið uppá að verða jazzleikari, sem hvenær sem er getur leikið við hliðina á hinum fremstu í Evrópu án þess að þurfa að bíða lægri hluta. Það er aðeins sama sagan með hann og alla hina. Hann skortir reynslu. Guitarleikarinn Eyþór Þorláksson er einnig mjög góður, hann á áreiðanlega eftir að komast langt og einu sinni eða 14 Ja.dUií

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.