Jazzblaðið - 01.09.1952, Blaðsíða 18

Jazzblaðið - 01.09.1952, Blaðsíða 18
FLASH! Ronnie Scott er hættur hjá Jack Parnell og hefur stofnað eigin hljómsveit. Nánar í næsta blaði. HANLON . Þau mistök urðu í síðasta blaði, að það fórst fyrir að geta þess, að hinar ágætu myndir, sem birtust í blaðinu af Ronnie Scott voru góðfúslega lánaðar af Hanlon, ljósmyndara enska músikblaðsins Musical Express. Hanlon er með kunnari mynda- tökumönnum í London og hefur hann lagt sig sérstaklega fram við að taka mynd- ir af jazzleikurum. Hélt hann m. a. fyrir nokkru opinbera ljósmyndasýningu í London, þar sem hann sjndi aðeins mynd- ir af jazzleikurum. Vonumst við til að geta birt í framtíð- inni, fleiri myndir eftir þennan ágæta ljósmyndara. MÚSIK-STJÖRNUR. Eins og sjá má í auglýsingu á öðrum stað í blaðinu þá gefst jazzunendum og öðrum tækifæri til að eignast fyrsta flokks ljósmyndir af þeim erlendu listamönnum er hingað hafa komið í seinni tíð, — og jafnframt þeim er von er á bráðlega. Til að byrja með verður hægt að fá myndir af sex listamönnum: Tyree Glenn, Lee Konitz, Ronnie Scott, Toralf Tollefsen, Marie Bryant og Mike McKenzie. Verð hverrar myndar er kr. 7, en hægt er að fá þær allar sex fyrir kr. 35. Bráðlega verður hægt að hafa til sölu jafnframt fyrrgreindum myndum, myndir af íslenzkum hljóðfæraleikurum. Verður nánar skýrt frá því í næsta blaði. Jazzheimsókn ... Frh. af bls. 3. er völ verður á. Auk þessa munu ein eða tvær aðrar hljómsveitir koma fram á hljóm- leikunum og jafnvel fleiri söngvarar, eða öllu heldur söngkvartet, en eins og stendur gat klúbburinn ekki gefið blaðinu endan- legar upplýsingar um það. Það er von blaðsins að sem flestir fjöl- menni á þessa hljómleika og láti ekki þetta einstaka tækifæri ganga sér úr greipum. Sagt hefur það verið... „Tristano/Konitz stílnum hefi ég ekki nokkurn tíma til að skipta mér af, og held ég að hann muni hafa lítinn eða engan rétt á sér þegar að saga nútíma jazzins verður skrifuð“. Steve Race í Jazz Journal, Maí ,52. „Öllu því unga fólki, sem nýlega hefur fengið áhuga fyrir jazzinum, bendi ég á, að hlusta á hljómsveit Count Basie þó, ekki væri nema til að sannfærast um, að „riff“ er endilega ekki alltaf leiðinlegt, og að stór hljómsveit getur leikið alveg eins góð- an jazz og sjö-manna „New Orleans“- hljómsveit". Sinclair Traill í Jazz Journal, Maí ’52. „Vald Svíans Arne Domnerus yfir altó- saxófóninum er fullkomið, tónn hans er óaðfinnanlegur (kannske kaldur) og það sem mestu máli skiptir, þar sem hann er jazzleikari — hugmyndir hans eru hans eigin“. Steve Race í Jazz Journal, Júní ,52. Hafnarstræti 5 . Laufásvegi 19 18 flazzLtaáií f

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.