Jazzblaðið - 01.09.1952, Blaðsíða 7

Jazzblaðið - 01.09.1952, Blaðsíða 7
í DÚR OG MOLL eftirC'Streng . . . Nokkrar danshljómsveitir úr Reykjavík fóru víða um land í sumar og héldu dans- leiki. Samkeppnin er þegar orðin það mik- il, að það eru varla fleiri en tvær hljóm- sveitir, sem eitthvað bera úr býtum í þess- um ferðum. Ef samvinnan væri meiri milli hljómsveitanna mundu sennilega allir ná inn sæmilegu kaupi . . . Erik Hubner trommuleikari frá ísafirði er fluttur til Reykjavíkur. Hann var í Þýzkalandi í sum- ar og kom með nokkrar jazzplötur til baka, sem hann leyfði mér að heyra. Stór hljóm- sveit undir stjórn Kurt Edelhagen er á- litin sú bezta í Þýzkalandi, en eftir plötunum að dæma er hún svipuð og meðal danshljóm- sveit í USA. Einn fremsti jazzleikari lands- ins er fiðluleikarinn Helmuth Zakarías. Hann lék klassik fyrir stríð, en hamast nú eins og óður maður við jazzinn. Hann hefur meiri tækni en Svend Asmussen og Stuff Smith til samans, en sólóar hens eru akkúrat eins og hann hafi leikið klassík fyrir stríð . . . Fyrst farið er að tala um plötur, þá má minnast á nokkrar plötur, sem nú fást í Hljóðfærahúsinu. Þær eru með bandaríska modernistanum James Moodey. Þær voru leiknar inn í Frakklandi og eru fransmenn með honum á plötunum. Franskur jazz er að margra dómi ágætur, en á þessum plötum er hann ekki góður. Upptakan á flestum er einnig slæm . . . Þau einstöku tíðindi skeðu hér fyrir nokkru vikum, að það var auglýst eftir hljóm- sveit í samkomuhús hér í bænum. Hver árangurinn varð veit ég ekki, en svo mikið veit ég, að kunnur hljómsveitarstjóri setti eitthvað á þessa leið neðst í tilboð sitt, „Ps, ef um templara (þ.e.a.s. sem atvinnurekend- ur, ritstj..) er að ræða, þá aíturkallast til- boðið“. Góður sá!!! . . . En fyrst talið berst að templurum, þá má geta þess, að í Gúttó hafa þeir afsagt Braga Hlíðberg sem harmonikuleikara (á laugardagsdans- leikjum til að byrja með) og tekið Bjarna Böðvarsson í staðin. Góð skipti það!!!... Sá, sem fyrst og fremst á hamingjuóskir skilið er Haukur Morthens. Söngur hans á Ronnie Scott hljómleikunum var það lang- bezta, sem hér hefur heyrst af því taginu. Meira af slíku Haukur . . . Haraldur Guð- mundsson hefur lagt „árar í bát“ og rær ekki lengur í Eyjum. Húsinu þeirra hef- ur verið lokað, hljómsveitin leyzts upp og Haraldur fluttur til Reykjavíkur. Leikur hann í Mjólkurstöðinni hjá Magga Randrup . . . Kom í Þórscafé fyrir nokkru. Salur- inn hefur verið stækkaður og er nú ein- hver allra vistlegasti samkomusalur í bæn- um. Þar eru aðallega gömlu dansarnir og ættu harmonikuleikararnir hér í bænum að taka þá Garðar Jóhannesson og Guðmund Hansen í Þórscafé sér til fyrirmyndar, það eru menn sem hugsa um hljóðfærin sín. Þeir eru báðir með nýjar harmonikur, Garð- ar með SELMER og Guðmundur með SETTIMO SOPRANI, sem er af Scandalli fjölskyldunni. Skínandi hljóðfæri hvoru- tveggja . . . Gunnar Ormslev hefur verið mikið upptekinn upp á síðkastið. Hann leikur hjá Braga Hlíðberg á fostudögum og sunnudögum, auk þess hefur hann leikið á Borg hjá Billich talsvert undanfarið og nú er hann að æfa hjá KK með það fyrir aug- um að leika með hljómsveitinni á Sjómanna- dagskabarettinum sem á að byrja í Október. Væri ekki upplagt fyrir KK að fá Gunnar

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.