Jazzblaðið - 01.09.1952, Blaðsíða 15

Jazzblaðið - 01.09.1952, Blaðsíða 15
tvisvar spilaði hann á bassa og gerði það ágætlega. Mér er sagt að Gunnar Sveinsson hafi aðeins leikið á víbrafón í nokkra mán- uði svo að það er varla hægt að leggja dóm á leik hans strax, en hann vii'ðist hafa mikinn áhuga og gerir sumt prýðilega. — Heldurðu. að nokkur þessara jazzleik- ara gæti komið fram erlendis? — Já, vissulega gætu þeir það. Reynd- ar er enginn þeirra eins góður og þeir beztu í Englandi, en margir þeirra eru talsvert betri heldur en fjöldi jazzleikara, sem hefur það að atvinnu að leika á ýms- um jazzklúbbum í Englandi. Þar sem þú spyrð mig ekkert um söngvarann, sem var með okkur á hljómleikunum og dansleikj- unum, Hauk Morthens, þá ætla ég að leyfa mér að segja nokkur orð um hann. Haukur fékk oftast nær betri móttökur en ég, svo að hann á sannarlega þakkir skilið fyrir framistöðu sína í ferðinni. Haukur syngur mjög vel. Hann syngur til dæmis miklu betur en söngvarinn sem er með Jack Parnell hljómsveitinni, og er það þó sögð bezta hljómsveitin í Englandi núna. Ég er ekki í nokkrum vafa um, að Haukur ætti mikla framtíð fyrir sér ef hann færi til Englands. Að sjálfsögðu tekur tíma að vinna sig upp þar, en ég er nærri því viss um, að hann gæti hæglega komist á topp- inn. Og fyrirhöfnin mundi margfalt borga sig, því mér skilst að hér sé ekki mikið að hafa fyrir söngvara. — Hvað tekur við þegar þú ferð heim? — Ég byrja aftur með Jaek Parnell. Hljómsveitin hefur haft mjög mikið að gera undanfarið og hún er þegar ráðin marga mánuði fram í tímann til að leika hingað og þangað um England. Satt að segja er ég orðinn nokkuð þreyttur á ferða- lögunum og mundi jafnvel hætta ef ég fengi góða stöðu í hljómsveit sem aðeins léki í London. — Hvernig er Parnell hljómsveitin skip- uð? — Þrír trompetar, tveir trombónar, fjór- ir saxófónar (tveir tenórar, altó og barí- tónn) og þrír rhytmar, söngvari, söngkona og svo Jack Parnell sem stjórnar, leikur öðru hvoru á trommur og syngur. Hinn kunni enski tenór-saxófónleikari Ronnie Scott lék hér um mánaðarmótin ágúst sept. Á mynd- inni ræðir Svavar Gests ritstj. Jazz- blaðsins við Ronnie. Sjá meðfylgjandi grein. jazdLM 15

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.